Múlaþing

Fréttamynd

Enn eitt byggðar­lagið lagt í rúst

Að þessu sinni sýpur Seyðisfjörður seiðið af fiskveiðastefnu stjórnavalda sem er vart annað en rányrkja til að valin útgerðarfélög geti hámarkað hagnað á kostnað sjávar byggða. Verklag Síldarvinnslunnar og hagræðingar kröfur á bolfiskvinnslu að beina aflaheimildum til Grindarvíkur er enn einn sóðaskapur sem þrífst hjá stórútgerðinni.

Skoðun
Fréttamynd

Aukin hætta á aur­skriðum fyrir austan

Úrhellisrigningu er spáð á Austurlandi, Austfjörðum og Ströndum á Norðurlandi vestra í dag. Gera má ráð fyrir að mesta úrkoman falli til fjalla og valdi vatnavöxtum í farvegum fyrir austan, en líkur á aurskriðum aukast við þær aðstæður.

Veður
Fréttamynd

Stroku­laxar og löngu Gosa­nefin

Eftir síðustu slysasleppingu mættu Framkvæmdastjórar Arctic Fish og SFS í fjölmiðla og sögðu að viltum laxastofnum stafaði engin ógn af sjókvíaeldi.

Skoðun
Fréttamynd

HS Orka kaupir tvær virkjanir í Fjarðar­á

Orkufyrirtækið HS Orka festi kaup á félagi sem á og reku tvær vatnsafslvirkjanir í Fjarðará í Seyðisfirði um mánaðamótin. Framleiðsla virkjananna verður notuð til þess að mæta álagstoppum almennra notenda að vetrarlagi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Hvaða ráð­herra notar síma­veski?“

Ráðherrar lögðu síma sína til hliðar áður en ríkisstjórnarfundur hófst á Egilsstöðum í dag. Mynd af símunum vakti nokkra athygli á samfélagsmiðlum í dag. Upp spratt umræða um hvaða ráðherrar ættu hvaða síma.

Lífið
Fréttamynd

Dagskrá riðlast vegna seinkunar á flugi

Flugi Icelandair frá Reykjavík til Egilsstaða seinkaði um eina og hálfa klukkustund í morgun. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar eru um borð en sumarfundur ríkisstjórnarinnar fer fram á Egilsstöðum í dag. Reiknað er með því að matvælaráðherra tilkynni um ákvörðun sína varðandi hvalveiðar á fundinum.

Innlent
Fréttamynd

Svan­dís greinir frá á­kvörðun um hval­veiðar á Egils­stöðum

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra ætlar að greina frá ákvörðun sinni varðandi framhald hvalveiða að loknum ríkisstjórnarfundi á morgun. Þetta staðfestir Dúi Landmark upplýsingafulltrúi í matvælaráðuneytinu. Um er að ræða sumarfund ríkisstjórnarinnar sem fer fram á Egilsstöðum.

Innlent
Fréttamynd

Lést af veikindum í heitri laug

Erlendur karlmaður á fertugsaldri, sem fluttur var með þyrlu Landhelgisgæslunnar úr Laugavallalaug til Egilsstaða í gær, er látinn. Talið er að hann hafi látist af veikindum en ekki of hás hita í lauginni.

Innlent
Fréttamynd

Síma­sam­bands­leysi seinkaði björgunar­að­gerðum

Björgunarsveitin Sveinungur á Borgarfirði eystra var boðuð út á fyrsta tímanum í dag vegna slasaðs einstaklings sem var á gönguleið við Urðarhólsvatn. Ekkert símasamband var á slysstað sem gerði erfiðara að tilkynna um slysið.

Innlent
Fréttamynd

Hringtenging með göngum nauðsynleg

Nauðsynlegt er að ráðast í göng milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar og Mjóafjarðar og Norðfjarðar um leið og göng yfir Fjarðarheiði líta dagsins ljós, svo hægt sé að ná hringtengingu á Austurlandi, ellegar sé erfitt að líta á svæðið sem eitt sameiginlegt atvinnusvæði. Þetta segir sveitastjóri Múlaþings. Skynsamlegast væri að fylgja Færeyingum í gangagerð. 

Innlent
Fréttamynd

Pussy Riot á LungA sem nær hápunkti um helgina

Listahátíðin LungA stendur nú yfir á Seyðisfirði. Hátíðin sem er haldin í 24. sinn hófst á mánudag og nær hámarki um helgina með uppskeruhátíð þar sem meðal annars rússneska gjörningahljómsveitin Pussy Riot treður upp.

Lífið
Fréttamynd

Skilorð fyrir manndráp af gáleysi í Gleðivík

Karlmaður hefur verið dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir manndráp af gáleysi. Hann ók lyftara yfir erlendan ferðamann sem hafði verið að skoða listaverkið Eggin í Gleðivík við hafnarsvæðið á Djúpavogi. Maðurinn var úrskurðaður látinn á vettvangi.

Innlent
Fréttamynd

Flug­slysið hoggið stórt skarð í lítinn starfs­manna­hóp

Stjórn og starfsfólk Náttúrustofu Austurlands er harmi slegið eftir að tveir samstarfsfélagar þeirra og vinir létust í flugslysi á Austurlandi síðastliðinn sunnudag. Fríða Jóhannes­dóttir spen­dýra­fræðingur og Skarp­héðinn G. Þóris­son líf­fræðingur voru við reglulegar hreindýratalningar þegar slysið átti sér stað. Auk þeirra fórst Kristján Orri Magnús­son, flugmaður vélarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Skoða hvernig flug­vélar­flakið verður flutt af vett­vangi

Þrír fórust þegar flugvél brotlenti við Sauðahnjúka milli Hornbrynju og Hraungarða á Austurlandi síðdegis í gær. Boð úr neyðarsendi flugvélarinnar barst Landhelgisgæslunni eina mínútu yfir fimm í gær og var gerð tilraun til að ná sambandi við flugvélina með öllum leiðum.

Innlent