Tjáningarfrelsi

Fréttamynd

Harry prins vann meið­yrða­mál

Harry Bretaprins lagði útgefanda Daily Mail í meiðyrðamáli sem hann höfðaði eftir að grein í The Mail on Sunday um meinta yfirhylmingu prinsins á deilum hans við krúnuna var birt.

Erlent
Fréttamynd

Hvað má segja og hvað ekki: Lögregla rannsakar skrif um trans fólk

Lög­maður hefur á­hyggjur af því að verið sé að færa mörk tjáningar­frelsis og hatur­s­orð­ræðu of langt í átt að vin­sælum pólitískt réttum viðhorfum. Skjól­stæðingur hennar hefur verið kærður fyrir skrif um trans­ fólk sem Sam­tökin ’78 segja full af hatri og grafa undan til­vist þess.

Innlent
Fréttamynd

Hæsti­réttur fellst á að taka fyrir mál Jóns Ár­sæls

Hæstiréttur hefur fallist á að taka fyrir mál fjölmiðlamannsins Jóns Ársæls Þórðarsonar sem dæmdur var í Landsrétti til að greiða konu, sem hann tók viðtal við í sjónvarpsþáttunum Paradísarheimt og sýndir voru í Ríkissjónvarpinu, 800 þúsund krónur í miskabætur og þrjár milljónir króna í málskostnað.

Innlent
Fréttamynd

Telur frumvarp Katrínar innleiða aftur bann við guðlasti

Þingmaður Flokks fólksins telur að frumvarp forsætisráðherra um jafna meðferð fólks óháð kynþætti og þjóðernisuppruna feli í sér að bann við guðlasti sem var afnumið árið 2015 verði komið aftur á. Vegið sé að tjáningarfrelsinu með því.

Innlent
Fréttamynd

Depp hafði betur í meið­yrða­málinu gegn Heard

Kviðdómur í Bandaríkjunum tók afstöðu með leikaranum Johnny Depp í meiðyrðamáli hans gegn Amber Heard, leikkonu og fyrrverandi eiginkonu. Heard var dæmd til að greiða Depp alls 15 milljónir dala í skaðabætur, eða sem nemur tæplega tveimur milljörðum króna.

Erlent
Fréttamynd

„Þetta snýst fyrst og fremst um þolendur“

Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson, sem var í dag sýknaður af stefnu Ingólfs Þórarinssonar, tónlistarmanns, um meiðyrði. Hann segir niðurstöðuna skipta mestu máli fyrir þolendur. Sýkna hans þýddi að segja mætti hlutina fullum fetum.

Innlent
Fréttamynd

Biskup neitar að afhenda bréf sitt til séra Davíðs Þórs

Biskupsstofa telur sig undanþegna upplýsingalögum og hefur neitað fyrirspurn Vísis þess efnis að fá að sjá bréf Agnesar M. Sigurðardóttur biskups til Séra Davíðs Þórs Jónssonar í Laugarneskirkju þar sem hún veitir honum formlega áminningu.

Innlent
Fréttamynd

„Hatursáróður getur aldrei beinst gegn valdhöfum“

Davíð Þór Jónsson sóknarprestur í Laugarneskirkju hafnar því að ummæli hans um að fyrirhugaður brottflutningur hátt í þrjú hundruð hælisleitenda og flóttamanna falli undir fasisma sé haturso. Hann segir áhyggjuefni að flokksmenn VG skilji ekki merkingu hatursorðræðu. 

Innlent
Fréttamynd

Prestar eigi að bregðast við þegar valdhafar dæmi jaðarsetta til helvítisvistar

Sindri Geir Óskarsson sóknarprestur í Glerárkirkju á Akureyri segir varhugavert að veita eigi prestum tiltal fyrir að vera harðorðir þegar tilefni sé til. Hann segir þá skjóta skökku við að biskup Íslands hafi gagnrýnt ríkisstjórn landsins fyrir fyrirhugaðar fjöldabrottvísanir en veiti presti tiltal fyrir að gagnrýna það sama. 

Innlent
Fréttamynd

„Þreklaus“ Ingó segist ekki hafa kýlt konu

Ingólfur Þórarinsson, sem er ef til vill betur þekktur sem Ingó veðurguð, segir það í „besta falli galið“ að hann hafi kýlt konu og hrækt framan í hana. Hann segist þreyttur á að verjast nafnlausum ásökunum en birtir á Facebook skjáskot af pósti frá lögmanni sínum þar sem fram komi að hann hafi aldrei verið kærður ofbeldisbrot eða kynferðisbrot.

Innlent
Fréttamynd

Fimm vitni höfðu sögur að segja af hegðun Ingólfs

Fimm vitni komu fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í dag og sögðu frá samskiptum sínum eða vina sinna við Ingólf Þórarinsson. Ingólfur stefnir Sindra Þór Sigríðarsyni Hilmarssyni fyrir ummæli sem Sindri lét falla á Twitter og krefst greiðslu miskabóta vegna þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Sindri segist hafa heyrt mjög margar sögur af Ingó í gegnum árin

Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson segir að á þeim tíma sem hann kallaði Ingólf Þórarinsson barnaníðing á samfélagsmiðlum hafi verið komnar fram gríðarlega alvarlegar ásakanir í garð tónlistarmannsins. Aðspurður hvers vegna hann lét sig málið varða svaraði Sindri: „Af hverju ekki?“

Innlent
Fréttamynd

Ingó og Sindri takast á um umdeild ummæli í dómsal

Aðalmeðferð í máli Ingólfs Þórarinssonar tónlistarmanns, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, gegn Sindra Þór Sigríðarsyni Hilmarssyni er hafin í Héraðsdómi Reykjavíkur. Báðir voru mættir í dómsal þar sem þinghald hófst klukkan 10.

Innlent