
Sjálfbærni

Forstjóri Twitter stígur til hliðar
Jack Dorsey, stofnandi samfélagsmiðilsins Twitter, steig til hliðar sem forstjóri fyrirtækisins í dag. Parag Agrawal, tæknistjóri Twitter, tekur við stöðunni af Dorsey.

Bein útsending: Sjálfbærnidagur atvinnulífsins
Edward Sims, sjálfbærnisérfræðingur EY í Evrópu, mun tala á fyrsta Sjálfbærnidegi atvinnulífsins sem fram fer í Hörpu í dag. Dagskrá hefst klukkan níu .

Landsvirkjun fékk Loftslagsviðurkenningu Festu og borgarinnar
Landsvirkjun hlaut í dag Loftslagsviðurkenningu Festu og Reykjavíkurborgar. Sérstaka hvatningaviðurkenningu fékk verkefnið Loftslagsvænn landbúnaður sem er samstarfsverkefni Ráðgjafarmiðstöðvar Landbúnaðarins, Landgræðslunnar, Skógræktarinnar, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.

Bein útsending: Loftslagsfundur Festu og Reykjavíkurborgar
Loftslagsfundur Festu og Reykjavíkurborgar fer fram í Hörpu í dag milli níu og hálf tólf og er yfirskrift fundarins „Framtíðarsýn og næstu skref“. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi hér á Vísi.

Góð ráð til að eyða ómeðvituðum fordómum á vinnustöðum
Fyrir stuttu síðan fjallaði Atvinnulífið um ómeðvitaða hlutdrægni á vinnustöðum, en það er sú hegðun okkar sem við erum oftast ekki meðvituð um en endurspeglast í fordómum og mismunun.

Hvers vegna velja konur á miðjum aldri að hætta sem stjórnendur en ekki karlar?
Ný íslensk rannsókn gefur til kynna að konur um miðjan aldur velji að hætta í æðstu leiðtogastörfum eftir að hafa farið í ítarlega sjálfsskoðun. Atvinnulífið þarf að huga að fjölbreyttari leiðum til að missa ekki þessar konur frá sér.

Myndir frá mögnuðu fótboltamóti: Aðeins 1% af öllu fjármagni íþrótta rennur til kvenna
„Það er magnað að fá innsýn í upplifun kvenna af fótbolta í ólíkum löndum,“ segir Andrea Gunnarsdóttir formaður Félags ungra athafnakvenna, UAK eftir að úrslit Global Goals World Cup (GGWCUP) voru kynnt í gær. Liðið Leaf Mark frá Jórdaníu stóð uppi sem sigurvegarar.

UAK og jafnrétti: Óhefðbundið kvennamót í fótbolta hefst á mánudag
Úrslit Global Goals World Cup (GGWCUP) verða haldin í fyrsta sinn á Íslandi dagana 8.-10. nóvember. Munu gestir víðsvegar að úr heiminum ferðast til Íslands til að taka þátt í mótinu. Félag ungra athafnakvenna, UAK, eru gestgjafar mótsins.

580 milljarðar frá lífeyrissjóðum í loftslagstengdar fjárfestingar
Þrettán íslenskir lífeyrissjóðir ætla að fjárfesta fyrir rúmlega 4,5 milljarða Bandaríkjadala í verkefnum sem tengjast hreinni orkuframleiðslu og skyldum verkefnum fram til ársins 2030. Það svarar til ríflega 580 milljarða íslenskra króna.

Sjáum við hænuskref eða splitstökk á COP26?
Nú fyrir tveimur dögum var COP26 loftlagsráðstefnan í Glasgow formlega sett, ári á eftir áætlun eins og svo margir stórviðburðir sem fresta þurfti vegna COVID-19 samkomutakmarkana. Á ráðstefnunni munu fulltrúar þjóða víða um heim ræða stöðuna og næstu skref í baráttunni við loftlagsvána.

Við lýsum yfir stuðningi við djarfar aðgerðir
Loftslagsbreytingar eru stærsta áskorun samtímans og krefjast þess að við drögum fram það besta í samskiptum og hugviti. Ef við ætlum að eiga möguleika á að snúa ógnvænlegri þróun við og byggja sjálfbært hagkerfi til framtíðar, þurfa einkageirinn og opinberi geirinn að leggjast á eitt og við þurfum að bregðast hratt við.

Facebook kynti kerfisbundið undir reiði og upplýsingafalsi
Samfélagsmiðlarisinn Facebook hélt upplýsingafalsi og umdeildu efni kerfisbundið að notendum sínum um þriggja ára skeið á sama tíma og starfsmenn fyrirtækisins reyndu að hafa hemil á skaðlegu efni á miðlinum.

Ómeðvituð hlutdrægni: Fjórar dæmisögur um ójafnrétti á vinnustöðum
„Ég kalla þau plástra,“ segir Sóley Tómasdóttir kynja- og fjölbreytileikafræðingur hjá Just Consulting um þau tæki sem samfélagið hefur þróað til að reyna að ráða, eins og með handafli, við birtingarmyndir miséttis.

Launamunur mestur í karllægum starfsstéttum
„Fljótt á litið virðist þetta mjög tengt hve störfin eru kynbundin, í skrifstofuhópnum eru konur í miklum meirihluta og þar er jöfnuðurinn meiri en því hærra sem hlutfall karla er í starfsstéttinni þá eykst ójöfnuðurinn meiri,“ segir Víðir Ragnarsson, forstöðumaður ráðgjafar hjá PayAnalytics um niðurstöður nýrrar rannsóknar á launamunum kynjanna.

Google bannar auglýsingar með loftslagsafneitun
Tæknirisinn Google hefur ákveðið að banna afneiturum loftslagsvísinda að kaupa auglýsingar í leitarvélinni og á samfélagsmiðlinum Youtube og að hagnast á auglýsingum. Ákvörðunin var tekin vegna óánægju auglýsenda með að auglýsingar þeirra birtust við slíkt efni.

Kosningar 2021: „Það vantar plan til að vinna eftir“
Markmiðin eru metnaðarfull en ítarleg og raunhæf áætlun um hvernig eigi að ná þeim er ekki til. Þetta segir Hlynur Stefánsson, lektor í rekstrarverkfræði við tækni og verfræðideild Háskólans í Reykjavík, um hvert íslenskt atvinnulíf stefni varðandi loftslagsvandann.

Kosningar 2021: Vantar hvata, skýr skilaboð og markvissari vinnu
Atvinnulífið vantar fleiri hvata og stjórnvöld þurfa að vera skýrari og markvissari í aðgerðum um loftlagsmál er meðal þess sem aðilar í atvinnulífinu segja þegar spurt er um skilaboð til nýrra stjórnvalda um að hverju þarf að huga betur að, svo fyrirtæki séu líklegri til að ná hraðari og betri árangri í loftlagsmálum. Að innleiða hringrásarhagkerfið þýðir innleiðingu á breyttu hugarfari.

Starfsmenn Marels „ganga“ í kringum jörðina
Tæplega sjö þúsund starfsmenn Marels í þrjátíu löndum eru nú að „ganga“, sem svarar hringnum í kringum jörðina í þeim tilgangi að safna áheitum fyrir alþjóðaverkefni Rauða krossins. Sviðsstjóri hjá Rauða krossinum segir verkefnið stórkostlegt.

152 ástæður til bjartsýni
Athygli þín er auðlind af skornum skammti. Nóbelsverðlaunahafinn Herbert A. Simon sagði athyglina vera „flöskuháls mannlegrar hugsunar“. Við tökum meðvitað eftir aðeins brotabroti af því sem gerist í kringum okkur.

Stjórnarkonur ósáttar: Karlaklíkur útiloka konur í forstjórastólinn
Stjórnarkonur í skráðum félögum á Íslandi telja ráðningaferli í forstjórastól oft útilokandi fyrir konur. Þær kalla stjórnir í heild sinni til ábyrgðar. Þá telja margar ráðningaferlin oft meingölluð. Það eigi einnig við um ráðningar þar sem leitað er til fagaðila. Þetta og fleira kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem birtar eru í dag og meira en helmingur stjórnarkvenna í skráðum félögum á Íslandi tók þátt í.

Ráðherrar duglegir að kaupa auglýsingar af Zuckerberg
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra keypti auglýsingar fyrir tæpar 800 þúsund krónur á Facebook vegna prófkjörsbaráttunnar.

Starfsfólk, hluthafar, fjölmiðlar og fleiri eiga að geta nýtt skýrslurnar
„Þó samfélagsskýrslur þurfi að vera nokkuð ítarlegar, rökstuddar og byggðar á vísindalegum grunni má það ekki taka lesandann of langan tíma að fá skýra heildarmynd,“ segir Tómas Möller, formaður dómnefndar um val á Samfélagsskýrslu ársins 2021.

Samfélagsskýrsla ársins 2021: Aðkoma og eljusemi starfsfólks skiptir máli
Í gær hlutu viðurkenningu fyrir Samfélagsskýrslu ársins 2021 fyrirtækin BYKO og Landsvirkjun. Þetta er í fyrsta sinn sem tvö fyrirtæki hljóta verðlaunin en að þeim standa Viðskiptaráð Íslands, Stjórnvísi og FESTA.

Bein útsending: Verðlaunað fyrir samfélagslega ábyrgð fyrirtækja
Festa, Stjórnvísi og Viðskiptaráð Íslands veita viðurkenningu fyrir Samfélagsskýrslu ársins 2021. Beint streymi verður frá athöfninni og umræðum hér á Vísi.

Ísland á að vera frjálst land
Ísland á að vera frjálst land þar sem fólki er frjálst að gera það sem það vill svo lengi sem það skaðar ekki aðra. Á Íslandi ríkir málfrelsi, skoðanafrelsi og trúfrelsi. Við eigum að standa vörð um þetta frelsi. Hið opinbera þarf að stíga niður með hógværð og jafnræði að leiðarljósi.

Staðhæfir að nettröll á vegum Vg fari um samfélagsmiðla
Gunnar Smári Egilsson, hugmyndafræðingur Sósíalistaflokks Íslands, heldur því fram fullum fetum að Vinstri græn geri út fólk til að spilla pólitísku samtali á samfélagsmiðlum.

Við tókum púlsinn
Heimsfaraldurinn COVID-19 hafði áhrif á starfsemi Festu líkt og annarra. Við héldum mest megnis til í netheimum í fjölmörgum gjöfulum samtölum, flestir viðburðir sem við héldum og samfélagsmiðlar Festu voru svo að segja rauðglóandi og fjölsóttir.

Raddir unga fólksins og sjálfbærni í einkageiranum
Með vaxandi vanda í loftslagsmálum verða fyrirtæki í einkageiranum að umbreyta viðskiptamódelum sínum. Þau þurfa að huga að fleiri aðgerðum sem eru gagnlegar fyrir umhverfi og samfélag eða eru að minnsta kosti ekki skaðleg.

„Fengum ítrekað að heyra að það væru bara engar konur“
„Í atvinnulífinu er síaukin eftirspurn eftir fólki með þekkingu á netkerfum, hýsingu og þessum rekstrarhluta tæknarinnar. Það hefur verið fjölgun á konum sem sækja nám í tölvunarfræði og hugbúnaðarverkfræði en nám í kerfisstjórn hefur setið svolítið eftir. Þess vegna vildum við athuga hvort einhverjar konur þarna úti hefðu kannski áhuga á þessu,“ segir Þóra Rut Jónsdóttir sérfræðingur í mannauðsmálum hjá Advania um það hvers vegna Advania, Íslandsbanki, NTV og Prómennt tóku höndum saman um að styrkja eina konu til náms í kerfisstjórnun.

Stríðið gegn konum
Gunnar Smári skrifar um umræðuna og gengdarlaust ofbeldi gegn konum.