Spænski boltinn

Fréttamynd

Messi orðinn pabbi

Lionel Messi, leikmaður Barcelona, er orðinn pabbi en kærasta hans, Antonella Roccuzzo, fæddi dreng í dag. Hann hefur þegar fengið nafnið Thiago.

Fótbolti
Fréttamynd

Neymar: Engin getur það sem Messi gerir

Neymar, framherji Santos og brasilíska landsliðsins, hefur verið mikið borinn saman við Lionel Messi á undanförnum misserum og menn eins og Pele hafa jafnvel sagt að hann sé betri en Argentínumaðurinn.

Fótbolti
Fréttamynd

David Villa: Ég vil fá að spila

David Villa var orðinn óþolinmóður að fá ekki að spila meira með Barcelona-liðinu en Villa hefur lengstum verið aukaleikari hjá liðinu eftir að hann snéri til baka eftir fótbrot.

Fótbolti
Fréttamynd

Áhugi á Aroni í átta deildum

Aron Jóhannsson hefur vakið mikla athygli með liði AGF í dönsku úrvalsdeildinni á þessu tímabili en strákurinn er nú markahæsti leikmaður dönsku úrvalsdeildarinnar með tólf mörk í þrettán leikjum.

Fótbolti
Fréttamynd

Nýtt "Man.City" ævintýri í spænska boltanum?

Mexíkanski milljarðamæringurinn Carlos Slim hefur mikinn áhuga á því að fjárfesta ríflega í liði í spænsku deildinni samkvæmt frétt í spænska blaðinu Marca. Það gæti því verið nýtt "Man.City"-ævintýri að fæðast á Spáni.

Fótbolti
Fréttamynd

Messi brýtur niður markamúra

Lionel Messi er engum líkur. Hann skoraði tvö mörk gegn Rayo Vallecano um helgina. Það voru mörk númer 300 og 301 hjá þessum ótrúlega leikmanni. Hann er búinn að skora þessi rúmlega 300 mörk í aðeins 419 leikjum.

Fótbolti
Fréttamynd

Svona skoraði Messi mörkin 301

Lionel Messi náði stórum áfanga í kvöld er hann skoraði sitt 300. mark á ferlinum. Við skulum skoða hvernig hann skoraði mörkin sem eru orðin 301 eftir kvöldið.

Fótbolti
Fréttamynd

Messi kominn í 300 marka klúbbinn

Lionel Messi náði sögulegum áfanga í kvöld þegar hann skoraði sitt 300. mark á ferlinum. Hann gerði reyndar gott betur því hann er kominn í 301 mark eftir leikinn. Þetta er hann búinn að afreka í aðeins 419 leikjum. Barcelona vann í kvöld öruggan sigur á Rayo Vallecano, 0-5.

Fótbolti
Fréttamynd

Zidane farinn frá Real Madrid

Franskir fjölmiðlar hafa greint frá því að lítill vinskapur sé á milli Jose Mourinho, þjálfara Real Madrid, og Zinedine Zidane, fyrrum leikmanns félagsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Þægilegt hjá Real Madrid

Real Madrid komst aftur á sigurbraut í spænsku úrvalsdeildinni með 2-0 sigri á Celta Vigo. Gonzalo Higuain og Cristiano Ronaldo skoruðu mörk Madrídinga.

Fótbolti
Fréttamynd

Vegabréfi Song stolið

Spænskir fjölmiðlar greina frá því að Alexander Song hafi verið strandaglópur í heimalandi sínu eftir að vegabréfi hans var stolið.

Fótbolti
Fréttamynd

Barcelona og Real geta ekki mæst í bikarúrslitaleiknum

Spánarmeistarar Real Madrid og bikarmeistarar Barcelona sluppu við hvort annað þegar dregið var í 32 liða úrslit bikarkeppninnar. Bæði lið mæta liðum úr spænsku b-deildinni. Það er hinsvegar ljóst að liðin geta ekki mæst í bikarúrslitaleiknum.

Fótbolti
Fréttamynd

Ronaldo vinsælastur á Facebook

Portúgalinn Cristiano Ronaldo er vinsælasti knattspyrnumaðurinn á Facebook. Ronaldo er búinn að brjóta 50 milljóna múrinn í vinsældum á Facebook en það hefur enginn annar knattspyrnumaður gert. Aðeins tónlistarmenn hafa náð þeim árangri.

Fótbolti
Fréttamynd

Mourinho um Falcao: Bannað að kaupa Atletico-menn

Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, segir ekki koma til greina að kaupa Kólumbíumanninn Radamel Falcao þegar félagsskiptaglugginn opnar í janúar. Falcao hefur farið á kostum á tímabilinu og er kominn með 15 mörk í 9 leikjum með Atletico Madrid og landsliði Kólumbíu.

Fótbolti
Fréttamynd

Messi: Get ekki beðið eftir því að hitta soninn

Lionel Messi er mættur til Argentínu þar sem hann mun spila tvo mikilvæga leiki við Úrúgvæ og Chile í undankeppni HM . Argentínska landsliðið hefur unnið 4 leiki og gert 2 jafntefli í þeim sjö leikjum sem Messi hefur borið fyrirliðabandið.

Fótbolti
Fréttamynd

Abidal æfir upp í Pýreneafjöllum

Eric Abidal, franski varnarmaðurinn hjá Barcelona, er á fullu í endurhæfingu eftir að hafa fengið nýja lifur í apríl síðastliðnum. Abidal hefur verið að glíma við krabbamein í lifur en ætlar ekki að gefa fótboltann upp á bátinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Hleb: Lærði meira af Wenger en Guardiola

Hvít-Rússinn Alexander Hleb er ekki sammála því að Pep Guardiola sé besti þjálfari í heimi. Að hans mati var frábær árangur Guardiola með Barcelona uppskera þess að hann var með bestu leikmennina í sínu liði.

Fótbolti