Spænski boltinn

Fréttamynd

Rossi sleit krossband og verður frá í hálft ár

Spænska liðið Villarreal varð fyrir miklu áfalli í gær þegar í ljós kom að sóknarmaðurinn Giuseppe Rossi þarf að fara í aðgerð vegna krossbandsslits í hné og verður hann frá næsta hálfa árið hið minnsta.

Fótbolti
Fréttamynd

Fabregas: Ég er enginn engill en enginn kynþáttahatari heldur

Cesc Fabregas er einn af þeim stjörnuleikmönnum sem hafa verið ásakaðir um kynþáttafordóma að undanförnu. Hann bætist þar í hóp með mönnum eins og Luis Suarez hjá Liverpool og John Terry hjá Chelsea. Fabregas heldur fram sakleysi sínu alveg eins og hinir tveir.

Fótbolti
Fréttamynd

Smáliðið sem skákar Barcelona og Real Madrid

Áður en keppnistímabilið hófst í spænska fótboltanum var Levante spáð falli af flestum sérfræðingum. Enginn átti von á því að smáliðið frá borginni Valencia næði að veita Barcelona og Real Madrid einhverja keppni. Levante er í efsta sæti spænsku deildarinnar þegar átta umferðum er lokið. Á Spáni bíða allir eftir því að Levante-„bólan“ springi en liðið hefur m.a. unnið Real Madrid 1-0 á heimaveli.

Fótbolti
Fréttamynd

Levante tók toppsætið af Real Madrid

Real Madrid hélt toppsætinu aðeins í sólarhring þótt að Barcelona hafi tapað stigum í gær. Levante er kominn á topp spænsku úrvalsdeildarinnar í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir 3-0 útisigur á Villarreal í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Ronaldo: Real er með besta leikmannahóp heims

Cristiano Ronaldo segist ekki vera í nokkrum vafa um að Real Madrid sé með besta leikmannahóp heims þessa dagana. Portúgalinn segir að gæðin í leikmannahópnum séu þess valdandi að hann vilji bæta sig enn frekar sem leikmaður.

Fótbolti
Fréttamynd

Fabregas verður aftur með Barcelona á morgun

Cesc Fabregas er búinn að ná sér af meiðslunum og verður með Barcelona á móti Seville í spænsku deildinni á morgun. Fabregas hefur verið frá í þrjár vikur eftir að hafa tognað aftan í læri á æfingum með Barcelona 1. október síðastliðinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Börsungar í stuði í nýju treyjunum

Viðvera Real Madrid á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar var stutt því Barcelona hrifsaði toppsætið af liðinu á nýjan leik með 3-0 sigri á Racing Santander í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Ronaldo: Fólk elskar að horfa á mig spila

Það gustar um Portúgalann Cristiano Ronaldo sem fyrr. Hann er umdeildur knattspyrnumaður sem reglulega má þola að baulað sé á hann. Sjálfur er hann þó sannfærður um að fólk elski að horfa á hann spila fótbolta.

Fótbolti
Fréttamynd

UEFA sektaði Barcelona fyrir að mæta of seint til seinni hálfleiks

Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, sektaði í dag Evrópumeistara Barcelona vegna framkomu liðsins í leiknum á móti Porto í Ofurbikar Evrópu í ágúst. Barcelona vann leikinn 2-0 en þarna mættust sigurvegarar í Meistaradeildinni og Evrópudeildinni á síðasta ári. Leikurinn fór fram á Stade Louis vellinum í Mónakó.

Fótbolti
Fréttamynd

Sahin má spila með Real Madrid

Nuri Sahin hefur loksins fengið grænt ljós frá læknum Real Madrid og getur því spilað með liðinu þegar að keppni hefst á ný í spænsku úrvalsdeildinni eftir landsleikjafríið um helgina.

Fótbolti
Fréttamynd

Higuaín með þrennu í sigri Real Madrid

Argentínumaðurinn Gonzalo Higuaín skoraði þrjú mörk þegar Real Madrid vann 4-0 útisigur á Espanyol í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld en lærisveinar Jose Mourinho komust fyrir vikið upp í þriðja sæti deildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Fabregas ekkert með Barcelona næstu þrjár vikur

Cesc Fabregas mun ekki spila með Evrópumeisturum Barcelona næstu þrjár vikur eftir að hann tognaði aftan í læri á æfingu hjá spænska liðinu í gær. Fabregas er því kominn á meiðslalistann sem er nú orðinn nokkur myndarlegur.

Fótbolti