Spænski boltinn

Fréttamynd

Mourinho sleppur líklega við refsingu fyrir að pota í auga Tito

José Mourinho, þjálfari Real Madrid, átti stóran þátt í að magna upp hópslagsmálin í stórleik Barcelona og Real Madrid í spænska ofurbikarnum á miðvikudagaskvöldið þegar hann potaði viljandi í auga aðstoðarþjálfara Barcelona. Mourinho virðist hinsvegar ætla að sleppa við refsingu af því að dómari leiksins minntist ekkert á atvikið í skýrslu sinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Guardiola jafnaði met Johan Cruyff hjá Barcelona

Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, vann í gær sinn ellefta titil sem þjálfari félagsins og jafnaði þar með metið sem Hollendingurinn Johan Cruyff átti einn áður. Barcelona tryggði sér þá sigur í spænska Ofurbikarnum með 3-2 sigri á erkifjendunum í Real Madrid í seinni leik liðanna en þeim fyrri lauk með 2-2 jafntefli í Madrid.

Fótbolti
Fréttamynd

Guardiola: Real Madrid er ennþá betra en Barcelona

Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, segir að Real Madrid sé á undan sínu liði í undirbúningi fyrir tímabilið og sé því sigurstranglegra í kvöld þegar liðin mætast Camp Nou í seinni leik þeirra í Ofurbikarnum á Spáni.

Fótbolti
Fréttamynd

Wenger: Við seldum Fabregas á útsöluverði

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, viðurkennir að Barcelona hafi fengið Cesc Fabregas alltof ódýrt af því að leikmaðurinn hafi ekki viljað fara til neins annars félags. 35 þúsund manns tóku á móti Fabregas á Camp Nou í gær.

Enski boltinn
Fréttamynd

Mourinho: Hópurinn er klár

Knattspyrnustjóri Real Madrid, Jose Mourinho, segir að leikmannahópurinn sér tilbúinn fyrir komandi átök í spænsku deildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Barcelona hækkar tilboð sitt í Fabregas

Enski fjölmiðillinn Sky Sports greinir frá því að Barcelona hafi lagt fram nýtt tilboð í Cesc Fabregas, fyrirliða Arsenal, í dag. Tilboði Barcelona upp á 35 milljónir punda var hafnað fyrir skemmstu.

Enski boltinn
Fréttamynd

Casillas: Sigurinn sem breytti öllu fyrir Spánverja

Iker Casillas landsliðsmarkvörður og fyrirliði Spánverja segir sigurinn á Ítalíu í vítaspyrnukeppninni á Evrópumótinu 2008 ástæðuna á bak við velgengni Spánverja á EM 2008 og HM 2010. Þann dag hafi lukkan snúist á band með Spánverjum.

Fótbolti
Fréttamynd

Barcelona vann í Dallas

Barcelona vann í gærkvöldi 2-0 sigur á mexíkóska liðinu Club America. Leikurinn fór fram á heimavelli NFL-liðsins Dallas Cowboys í Dallas.

Fótbolti
Fréttamynd

Chivas fór létt með Barcelona

Barcelona tapaði í nótt fyrir mexíkóska liðinu Chivas, 4-1, í æfingaleik í nótt en leikurinn fór fram á heimavelli bandaríska NFL-liðsins Miami Dolphins fyrir framan rúmlega 70 þúsund áhorfendur.

Fótbolti