Spænski boltinn

Fréttamynd

Villarreal fór upp fyrir Barcelona í spænsku deildinni

Villarreal komst upp í 2. sætið í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld með því að vinna 3-2 útisigur á Malaga en öll fimm mörk leiksins komust á fyrstu 34 mínútunum. Villarreal fór upp fyrir Barcelona á markatölu en er einu stigi eftir toppliði Valencia.

Fótbolti
Fréttamynd

Sevilla rak þjálfarann sinn

Antonio Alvarez er fyrsta fórnarlamb tímabilsins í spænska boltanum því Sevilla hefur rekið hann sem þjálfara félagsins eftir tap gegn Hercules í deildinni. Gregorio Manzano hefur verið ráðinn í hans stað.

Fótbolti
Fréttamynd

Messi gæti spilað í vikunni

Bati Argentínumannsins Lionel Messi er sagður vera með ólíkindum og svo gæti farið að hann verði kominn á bekk Barcelona í Meistaradeildinni á miðvikudag.

Fótbolti
Fréttamynd

Valencia á toppinn á Spáni

Valencia kom sér á topp spænsku úrvalsdeildinarinnar með 2-0 sigri á Sporting Gijon í kvöld. Real Madrid gerði á sama tíma markalaust jafntefli við Levante.

Fótbolti
Fréttamynd

Barcelona vann fyrsta leikinn án Lionel Messi

David Villa tryggði Barcelona 1-0 sigur á Sporting Gijón í spænsku úrvalsdeildinni í fótobolta í kvöld en Lionel Messi var bara í stúkunni í kvöld eftir að hafa verið sparkaður illa niður í síðasta leik.

Fótbolti
Fréttamynd

Ujfalusi fær tveggja leikja bann fyrir brotið á Messi

Tomas Ujfalusi, tékkneski varnarmaðurinn hjá Atletico Madrid, hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann fyrir brot sitt á Lionel Messi í spænsku deildinni um síðustu helgi. Lionel Messi missir af næstu tveimur leikjum Barcelona og gæti verið enn lengur frá.

Fótbolti
Fréttamynd

Messi meiddist á ökkla

Lionel Messi, leikmaður Barcelona, var borinn meiddur af velli í leik liðsins gegn Atletico Madrid í spænsku úrvalsdeildinni í gær. Talið er að hann verði frá keppni í þrjár vikur.

Fótbolti
Fréttamynd

Real Madrid marði sigur á Sociedad

Real Madrid sýndi ekki á sér sparihliðarnar í kvöld er það sótti Real Sociedad heima. Þrátt fyrir það náði liðið að hala inn sigri sem var þó afar tæpur.

Fótbolti
Fréttamynd

Jesus afar vinsæll

Spænski vængmaðurinn Jesus Navas hjá Sevilla er afar eftirsóttur þessa dagana og orðaður við fjölda stórliða.

Fótbolti
Fréttamynd

Casillas biður um þolinmæði

Iker Casillas, markvörður Real Madrid, hefur beðið stuðningsmenn félagsins um að sýna liðinu þolinmæði enda er hann sannfærður um að Jose Mourinho sé að byggja upp sigurlið.

Fótbolti
Fréttamynd

Ricardo Carvalho tryggði Real Madrid sigur

Ricardo Carvalho sá til þess að Real Madrid vann sinn fyrsta heimaleik undir stjórn landa hans Jose Mourinho. Portúgalski miðvörðurinn skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri á Osasuna í leik liðanna í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Vermaelen: Cesc Fabregas er með Barcelona í sínu DNA

Thomas Vermaelen, varnarmaður Arsenal og liðsfélagi Cesc Fabregas, segir að Fabregas sé með Barcelona í sínu DNA. Hinn 23 ára fyrirliði Arsenal hefur verið orðaður við Barcelona liðið í allt sumar en Arsene Wenger var ekki tilbúinn að láta hann fara.

Enski boltinn
Fréttamynd

Fjarkinn bíður eftir Fabregas hjá Barcelona

Barcelona-treyjan númer fjögur verður ekki í notkun á þessu tímabili samkvæmt frétt í Daily Mail í dag. Það lítur því út fyrir það að fjarkinn bíði því eftir Cesc Fabregas ef hann verður keyptur til Barcelona næsta sumar.

Fótbolti