Spænski boltinn

Fréttamynd

Pique: Við erum ekki að fara að rústa þeim aftur

Varnarmaðurinn Gerard Pique hjá Barcelona aðvarar þá sem halda að liðið eigi eftir að endurtaka leikinn frá síðasta tímabili og vinna stórsigur gegn Real Madrid þegar liðin mætast í „El Clásico“ á Nývangi á sunnudag en Börsungar unnu leik liðanna 2-6 á Bernabeu-leikvanginum á síðasta tímabili.

Fótbolti
Fréttamynd

Ronaldo: Eigum skilið meiri virðingu en við fáum

Portúgalinn Cristiano Ronaldo hjá Real Madrid tekur virkan þátt í sálfræðistríðinu fyrir „El Clásico“ leikinn á milli Real Madrid og Barcelona á Nývangi á sunndag en hann lýsti því yfir í viðtali við Marca að Madridingar væru búnir að spila betur en Börsungar til þessa á tímabilinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Rossi hugsar sér til hreyfings - áhugi frá Juventus

Umboðsmaður framherjans Giuseppe Rossi hjá Villarreal hefur viðurkennt að hann búist við því að skjólstæðingur sinn muni brátt yfirgefa herbúðir spænska félagsins en á síður von á því að það verði í janúar.

Fótbolti
Fréttamynd

Messi ekki með gegn Inter - tæpur fyrir El Clásico

Aðstandendur og stuðningsmenn Barcelona bíða nú á milli vonar og ótta með að heyra af meiðslum stjörnuleikmannsins Lionel Messi sem þurfti að yfirgefa leikvöllinn vegna meiðsla þegar um stundarfjórðungur lifði leiks í 1-1 jafntefli gegn Athletic Bilbao í gærkvöldi.

Fótbolti
Fréttamynd

Barcelona missteig sig gegn Bilbao

Barcelona tapaði stigum í toppbaráttunni á Spáni þegar liðið gerði 1-1 jafntefli á útivelli gegn Athletic Bilbao. Hvorugu liðinu tókst að skora í fyrri hálfleik á San Mames-leikvanginum í Bilbao en Dani Alves opnaði markareikninginn fyrir gestina snemma í síðari hálfleik.

Fótbolti
Fréttamynd

Ekki öruggt að Zlatan geti spilað með Barca í El Clásico

Zlatan Ibrahimovic meiddist á æfingu hjá Barcelona í vikunni og missir örugglega af leik liðsins um helgina á móti Athletic Bilbao. Það er einnig óvíst hvort hann geti verið með á móti Inter í Meistaradeildinni á miðvikudaginn eða á móti Real Madrid í El Clásico á sunnudaginn eftir viku.

Fótbolti
Fréttamynd

Scolari orðaður við Real Madrid

Spænskir fjölmiðlar halda því fram í dag að forráðamenn Real Madrid eru nú að skoða þann möguleika að fá Luiz Felipe Scolari til félagsins ef Manuel Pellegrini, stjóri Real, verður látinn fara.

Fótbolti
Fréttamynd

Ronaldo byrjaður að æfa

Cristiano Ronaldo byrjaði að æfa með Real Madrid á nýjan leik í dag og gæti vel verið að hann geti spilað með liðinu gegn FC Zürich í Meistaradeildinni í næstu viku.

Fótbolti
Fréttamynd

Ronaldo hugsanlega klár í slaginn um næstu helgi

Cristiano Ronaldo verður sem kunnugt er ekki með Portúgal í leiknum mikilvæga gegn Bosníu á miðvikudag í seinni leik þjóðanna umspili um laust sæti á HM næsta sumar en leikmaðurinn gælir aftur á móti við það að spila með Real Madrid um helgina.

Fótbolti
Fréttamynd

Raul gæti hætt næsta sumar

Real Madrid-goðsögnin er sagður vera að bræða það með sér að leggja skóna a hilluna næsta sumar. Hann er sagður vilja hætta áður en hann verður lítið annað en varamaður.

Fótbolti
Fréttamynd

Hermt að Mascherano sé búinn að semja við Barca

Blaðið Sunday Express greinir frá því í dag að umboðsmenn Argentínumannsins Javier Mascherano séu búnir að ná samkomulagi við Barcelona um laun leikmannsins. Blaðið segir því að Mascherano sé á förum frá Liverpool næsta sumar.

Fótbolti
Fréttamynd

Inter vill fá Messi

Joan Laporta, forseti Barcelona, greindi frá því að forráðamenn Inter færu ekki í grafgötur með að félagið vill kaupa Lionel Messi frá Barca.

Fótbolti
Fréttamynd

Raúl: Viðurkenni að ég svaf ekki vel í nótt

Framherjinn gamalreyndi Raúl González hefur gengið í gegnum súrt og sætt á löngum ferli sínum með Real Madrid en hann viðurkennir að tapið í einvíginu gegn c-deildarliðinu Alcorcon í konungsbikarnum hafi verið enn af verstu töpum félagsins í hans tíð.

Fótbolti
Fréttamynd

Forlan framlengir við Atletico Madrid til ársins 2013

Atletico Madrid hefur byrjað afleitlega í spænsku úrvalsdeildinni á þessu tímabili og er sem stendur í þriðja neðsta sæti. Stuðningsmenn félagsins geta þó glaðst yfir því að framherjinn Diego Forlan hefur ákveðið að framlengja samning sinn við félagið til ársins 2013.

Fótbolti