Spænski boltinn

Fréttamynd

Messi sá um Atletico

Argentínumaðurinn Leo Messi skoraði öll þrjú mörk Barcelona sem vann Atletico Madrid 3-1 á útivelli í Konungsbikarnum í kvöld. Þetta var fyrri leikur liðanna í sextán liða úrslitum keppninnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Eiður Smári í byrjunarliðinu

Eiður Smári Guðjohnsen er í byrjunarliði Barcelona sem mætir Real Mallorca á útivelli klukkan 19.00. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sporti 3.

Fótbolti
Fréttamynd

Valencia reiðubúið að selja Villa

Valencia segist vera tilbúið að hlusta á tilboð alla leikmenn en að það þurfi að vera ansi vænt ef það á að selja annað hvort David Villa eða David Silva.

Fótbolti
Fréttamynd

Seinni partur ársins var pínu persónulegur sigur

Eiður Smári Guðjohnsen er í mikilvægu hlutverki hjá einu besta liði heims en fyrir nokkrum mánuðum var hann á leið frá Barcelona. Eiður sér ekki eftir að hafa verið áfram en hann talar um Barcelona í viðtali við Fréttablaðið á morgun.

Fótbolti
Fréttamynd

Iniesta að snúa aftur

Andres Iniesta, miðjumaður Barcelona, er að jafna sig á meiðslum sem hafa haldið honum frá keppni í tvo mánuði. Spænski landsliðsmaðurinn komst í gegnum æfingu í dag án þess að finna fyrir neinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Dyrnar opnar fyrir Raul

Vicente del Bosque, landsliðsþjálfari Spánar, segir að það komi svo sannarlega til greina að velja gulldrenginn Raul hjá Real Madrid í hóp sinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Real Madrid vill Pennant

Samkvæmt heimildum Sky fréttastofunnar hefur spænska stórliðið Real Madrid komið með tilboð í Jermaine Pennant, leikmann Liverpool. Þjálfarinn Juande Ramos vill bæta við vængmanni í janúar.

Enski boltinn
Fréttamynd

Pennant til Spánar?

Nokkur félög á Spáni hafa áhuga á Jermaine Pennant, vængmanni Liverpool samkvæmt heimildum Sky. Samningur þessa 25 ára leikmanns rennur út næsta sumar og hann má hefja viðræður við erlend lið í janúar.

Fótbolti
Fréttamynd

Mun bera nafnið Lass aftan á treyjunni

Spænska stórliðið Real Madrid kynnti Lassana Diarra til leiks í dag eftir að leikmaðurinn stóðst læknisskoðu. Real Madrid borgar Portsmouth 20 milljónir punda fyrir Diarra.

Fótbolti
Fréttamynd

Eiður á bekknum

Eiður Smári Guðjohnsen er á varamannabekk Barcelona sem mætir Villarreal í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Marquez veit ekki við hverju má búast

Rafael Marquez, varnarmaður Barcelona, viðurkennir að Börsungar viti ekki við hverju megi búast frá andstæðingum sínum í Real Madrid þegar liðin mætast á laugardagskvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Sven-Göran heilsaði upp á Eið Smára

Sven-Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Mexíkó, var viðstaddur æfingu hjá Barcelona og heilsaði upp á nokkra leikmenn liðsins, þeirra á meðal Eið Smára Guðjohnsen.

Fótbolti
Fréttamynd

Spáð að Eiður byrji á laugardag

Einn stærsti leikur ársins í Evrópufótboltanum fer fram á laugardagskvöld. Það er hinn svokallaði „El Classico" þar sem Barcelona og Real Madrid eigast við. Góðar líkur eru á því að Eiður Smári Guðjohnsen verði í byrjunarliði Barcelona í leiknum.

Fótbolti
Fréttamynd

Ramos hyggst krækja í Arshavin

Juande Ramos, nýráðinn þjálfari Real Madrid, gæti gert sínu gamla félagi Tottenham grikk í janúarglugganum. Spænskir fjölmiðlar telja að Ramos ætli sér að kaupa Andrei Arshavin sem hefur verið á óskalista Tottenham um nokkurt skeið.

Fótbolti
Fréttamynd

Schuster rekinn frá Real - Ramos tekur við

Spænskir fjölmiðlar fullyrða að stjórn Real Madrid hafi ákveðið að reka Bernd Schuster þjálfara liðsins og ætli sér að ráða Juande Ramos fyrrum stjóra Tottenham og Sevilla í hans stað.

Fótbolti
Fréttamynd

Enn eitt áfallið fyrir Real Madrid

Miðjumaðurinn Mahamadou Diarra hjá Real Madrid leikur ekki meira með liðinu á leiktíðinni. Hann hefur gengist undir uppskurð á hné og verður frá keppni í allt að níu mánuði.

Fótbolti
Fréttamynd

Eiður Smári: Nú má Real klappa fyrir okkur

Eiður Smári Guðjohnsen segir að leikmenn Barcelona hafi lítinn áhuga á að endurtaka leikinn frá í fyrra þegar þeir þurftu að klappa fyrir erkifjendum sínum í Real Madrid eftir að þeir tryggðu sér meistaratitilinn.

Fótbolti