Spænski boltinn

Fréttamynd

Stuðningsmenn Getafe enn til vandræða

Quique Sanchez Flores, þjálfari Valencia, er æfur yfir stuðningsmönnum Getafe eftir að hópur þeirra gerði sig sekan um kynþáttaníð í garð varnarmannsins Miguel í viðureign liðanna í bikarkeppninni á Spáni. Þetta er langt frá því að vera í fyrsta skipti sem stuðningsmenn Getafe eru gagnrýndir fyrir kynþáttaníð.

Fótbolti
Fréttamynd

Segja Beckham fá 18 milljarða fyrir fimm ára samning

Reuters fréttastofan greinir frá því að samningurinn sem David Beckham gerir við LA Galaxy sé einn allra stærsti samningur sem sögur fara af í sögu atvinnuíþrótta, því hann muni fá meira en 18 milljarða króna fyrir samninginn.

Fótbolti
Fréttamynd

Beckham skrifar undir samning við LA Galaxy

David Beckham hefur náð samkomulagi við forráðamenn bandaríska knattspyrnufélagsins LA Galaxy og gengur í raðir liðsins í vor. Beckham staðfesti við Reuters að hann væri búinn að skrifa undir fimm ára samning.

Fótbolti
Fréttamynd

LA Galaxy í viðræðum við Beckham

Talsmaður amerísku atvinnumannadeildarinnar í knattspyrnu hefur greint frá því að forráðamenn Los Angeles Galaxy séu í viðræðum við David Beckham um að ganga í raðir liðsins. Beckham er enn í viðræðum við Real Madrid um nýjan samning, en ekki er talið að hann verði hjá Madrid lengur en fram á vor í mesta lagi.

Fótbolti
Fréttamynd

Marcelo frá í sex vikur

Bakvörðurinn ungi Marcelo hjá Real Madrid verður frá keppni í um sex vikur eftir að hann meiddist á ökkla í 2-0 tapi Real gegn Deportivo í spænsku deildinni um síðustu helgi. Marcelo gekk í raðir Real frá Fluminese í heimalandi sínu Brasilíu um leið og janúarglugginn opnaði.

Fótbolti
Fréttamynd

Mijatovic tekur orð sín til baka

Yfirmaður knattspyrnumála hjá Real Madrid, Predrag Mijatovic, hefur dregið ummæli sín við Sky sjónvarpsstöðina í dag til baka og segir ekkert til í þeim fréttaflutningi að David Beckham sé á förum frá stórliðinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Tveir leikir í beinni í kvöld

Sjónvarpsstöðvar Sýnar verða með tvær beinar útsendingar í fótboltanum í kvöld og hefjast þær báðar klukkan 19:50. Fyrri leikur Wycombe og Chelsea í undanúrslitum enska deildarbikarsins verður sýndur á Sýn og á Sýn Extra verður fyrri leikur Alaves og Barcelona í spænska bikarnum, þar sem Eiður Smári Guðjohnsen verður væntanlega í byrjunarliði Katalóníuliðsins.

Enski boltinn
Fréttamynd

Pires að ná sér

Franski miðjumaðurinn Robert Pires hjá Villarreal er nú óðum að ná sér af hnémeiðslum sínum, níu mánuðum eftir að hann gekk í raðir spænska liðsins frá Arsenal. Pires hefur enn ekki spilað alvöruleik með Villarreal eftir að hann meiddist á hné í æfingaleik í sumar en er nú búinn í endurhæfingu og fær væntanlega tækifæri með liðinu fljótlega.

Fótbolti
Fréttamynd

Beckham á förum frá Real Madrid

David Beckham fer frá Real Madrid í sumar. Þetta fullyrðir yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu Predrag Mijatovic við Sky sjónvarpsstöðina í dag. Samningur Beckham við Real rennur út í sumar og hafa viðræður um framlengingu hans nú strandað. Beckham er frjálst að ræða við önnur félög nú þegar.

Fótbolti
Fréttamynd

Real bíður eftir svari frá Beckham

Yfirmaður íþróttamála hjá Real Madrid hefur nú farið þess á leit við David Beckham að hann drífi sig að gera upp hug sinn varðandi framtíðina, en hann er með lausa samninga í sumar. Beckham hefur beðið um tíma til að hugsa sinn gang og er frjálst að ræða við önnur félög. Gengið verður frá málinu ei síðar en í næstu viku.

Fótbolti
Fréttamynd

Við vorum hræðilegir gegn Deportivo

Jose Antonio Reyes segir að Real Madrid hafi spilað hræðilega í 2-0 tapinu gegn Deportivo í spænsku deildinni í gær og segir félaga sína í liðinu þurfa að hugsa sinn gang rækilega.

Fótbolti
Fréttamynd

Deportivo lagði Real Madrid

Deportivo vann í kvöld frækinn 2-0 sigur á Real Madrid í spænsku deildinni í leik sem sýndur var beint á Sýn. Capdevila kom Deportivo á bragðið eftir tíu mínútur með glæsilegu marki beint úr aukaspyrnu og Hildago Cristian tryggði sigurinn með marki á 56. mínútu.

Fótbolti
Fréttamynd

Dauft hjá Barcelona

Barcelona þurfti að sætta sig við 1-1 jafntefli á útivelli gegn spræku smáliði Getafe í spænsku deildinni í dag. Hinn skemmtilegti Daniel Guiza kom Getafe yfir eftir 54 mínútur eftir glórulaus varnarmistök Rafael Marquez, en það var svo Xavi sem bjargaði Barcelona fyrir horn með glæsilegu marki úr aukaspyrnu. Eiður Smári Guðjohnsen var í liði Barcelona í dag en náði sér aldrei á strik frekar en félagar hans.

Fótbolti
Fréttamynd

Markalaust í hálfleik hjá Barcelona og Getafe

Staðan í leik Getafe og Barcelona í spænsku deildinni er enn jöfn 0-0 þegar flautað hefur verið til leikhlés. Leikurinn er sýndur beint á Sýn og er Eiður Smári Guðjohnsen í fremstu víglínu Evrópumeistaranna sem fyrr. Sýn Extra er með beina útsendingu frá leik Cardiff og Tottenham í enska bikarnum og þar er sömuleiðis markalaust eftir 45 mínútur.

Fótbolti
Fréttamynd

Eto´o ætlar að snúa aftur fljótlega

Kamerúnski framherjinn Samuel Eto´o hjá Barcelona hefur sett stefnuna á að snúa til baka úr meiðslum eftir tvær vikur, en það er langt á undan áætlunum lækna liðsins. Eto´o meiddist á hné í leik Barcelona og Werder Bremen í september.

Fótbolti
Fréttamynd

Kanoute vill verða markakóngur

Malímaðurinn Freddy Kanoute hjá Sevilla segist hafa sett stefnuna á að verða markakóngur í spænska boltanum, en hann hefur skorað 14 mörk til þessa í deildinni og er markahæstur. Næstur kemur Ronaldinho hjá Barcelona með 12 mörk.

Fótbolti
Fréttamynd

Riquelme settur út úr liði Villarreal

Argentínski miðjumaðurinn Juan Roman Riquelme er ekki í leikmannahópi Villarreal sem mætir Valencia um helgina og hefur þetta ýtt undir orðróm um að leikmaðurinn eigi í deilum við þjálfara sinn Manuel Pelligrini. Þjálfarinn segir það ekki rétt og segir Riquelme einfaldlega ekki henta leikaðferðum sínum fyrir þennan einstaka leik.

Fótbolti
Fréttamynd

Eto´o er ekki til sölu

Txiki Beguristain, yfirmaður knattspyrnumála hjá Barcelona, segir að ekki komi til greina að sóknarmaðurinn Samuel Eto´o verði seldur frá félaginu. Eto´o er að jafna sig af hnémeiðslum og hefur verið orðaður við AC Milan.

Fótbolti
Fréttamynd

Villarreal hefur áhuga á Saviola

Forráðamenn spænska liðsins Villarreal hafa mikinn áhuga á að fá argentínska landsliðsmanninn Javier Saviola í sínar raðir og eru ekki eina liðið sem sýnt hefur leikmanninum áhuga undanfarið. Saviola hefur ekki átt fast sæti í liði Barcelona þrátt fyrir að allir séu sammála um hæfileika hans.

Fótbolti
Fréttamynd

Beckham að samningaborði í næstu viku

Breska sjónvarpið greinir frá því í dag að David Beckham muni í næstu viku ganga að samningaborðinu hjá Real Madrid þar sem nýr tveggja ára samningur verði ræddur. Gamli samningur hans rennur út í júní og mikið hefur verið rætt um óljósa framtíð fyrrum landsliðsmannsins.

Fótbolti
Fréttamynd

15 félög á eftir Beckham?

Enska slúðurblaðið News of the World heldur því fram að 15 félög hafi sett sig í samband við umboðsmann David Beckham, með það fyrir augum að fá fyrrum enska landsliðsfyrirliðann til sín nú í janúar. Samningur Beckham við Real Madrid rennur út í sumar og honum er nú frjálst að ræða við önnur lið.

Fótbolti
Fréttamynd

Þjálfari Valencia vill ekki missa Ayala

Quique Sanhcez Flores, stjóri Valencia, hefur beðið stjórnarmenn félagsins að endurnýja samninginn við varnarmanninn Roberto Ayala. Flores segir Argentínumanninn vera lykilleikmenn í sínu liðið, þrátt fyrir að hann hafi ekki átt sæti í byrjunarliðinu að undanförnu.

Fótbolti
Fréttamynd

Belletti ekki á leið til Milan

Forráðamenn Barcelona hafa gefið út tilkynningu þar sem þeim sögusögnum sem segja bakvörðinn Juliano Belletti á leið til AC Milan í Janúasr er vísað til föðurhúsanna. Bróðir og umboðsmaður leikmannsins hafa sömu sögu að segja, svo að ljóst er að AC Milan þurfa að leita sér að liðsstyrk annarsstaðar.

Fótbolti
Fréttamynd

Tomasson vill komast burt frá Stuttgart

Levante í spænsku úrvalsdeildinni er á höttunum á eftir danska landsliðsmanninum Jon Dahl Tomasson, sem er ekki lengur byrjunarliðsmaður hjá liði sínu Stuttgart og hugar sér því til hreyfings.

Fótbolti
Fréttamynd

Forráðamenn Real bíða ekki lengur

David Beckham hefur frest fram á gamlárskvöld til að svara nýju samningstilboði frá Real Madrid, ellegar verði hann seldur frá félaginu í janúar. Þessu er haldið fram í spænskum fjölmiðlum í morgun.

Fótbolti
Fréttamynd

Samuel Eto´o: Ekkert mun stöðva mig

Nú styttist óðum í endurkomu Samuel Eto'o hjá Barcelona og eins og áður er ekkert skort á sjálfstrausti hjá framherjanum. Hann segir í nýlegu viðtali að hann að ekkert muni stoppa sig eftir að hann hefur leik að nýju og að markakóngstitilinn á Spáni sé ekki ómögulegt markmið fyrir sig.

Fótbolti
Fréttamynd

Capello vill losna við Cassano

Vandræðagemlingurinn Antonio Cassano er að öllum líkindum á leið frá Real Madrid í janúar, að því er spænskir fjölmiðlar halda fram í gær. Hinn 24 ára gamli framherji er í algjörri ónáð hjá forráðamönnum félagsins sem vilja ólmir losna við hann.

Fótbolti
Fréttamynd

Barcelona tapaði stigum

Sevilla hefur enn þriggja stiga forskot á meistara Barcelona á toppnum í spænsku deildinni eftir að Börsungar náðu aðeins 1-1 jafntefli við baráttuglatt lið Atletico Madrid á Nou Camp. Ronaldinho kom Barca yfir með marki úr aukaspyrnu en Sergio Aguero jafnaði metin fyrir Atletico. Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Barcelona en var skipt af velli eftir 67 mínútur.

Fótbolti
Fréttamynd

Irueta hættur hjá Real Betis

Javier Irueta, þjálfari Real Betis í spænska boltanum, sagði í dag starfi sínu lausu aðeins nokkrum vikum eftir að hann fékk stuðningsyfirlýsingu frá stjórn félagsins eftir slæmt gengi. Irueta stýrði áður liði Deportivo la Corunia, en hafði verið atvinnulaus í eitt ár þegar hann tók við Betis í sumar. Engar fréttir hafa borist af hugsanlegum eftirmanni Irueta.

Fótbolti
Fréttamynd

Ronaldinho að fá spænskt vegabréf

Brasilíski snillingurinn Ronaldinho hjá Barcelona á von á að fá spænskt vegabréf á næsta ári og mun í kjölfarið búa til pláss fyrir leikmann utan Evrópu í hópi Evrópumeistaranna. Líklegt þykir að það verði mexíkóski táningurinn Giovanni dos Santos, sem nú leikur með B-liði félagsins.

Fótbolti