Hernaður

Fréttamynd

Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum

Tónlistarkonan og aðgerðasinninn Margrét Kristín Blöndal er nú á leið til Gasa á skipinu Conscience, sem verður hluti af „Frelsisflotanum“ svokallaða. Skipið lagði úr höfn á Ítalíu um klukkan 14 í gær, með um 100 aðgerðasinna, blaðamenn og heilbrigðisstarfsmenn innanborðs.

Innlent
Fréttamynd

Ná ekki að leika árangur Wagner eftir

Rúmum tveimur árum eftir dauða Jevgenís Prígósjín, rússnesks auðjöfurs og eiganda málaliðahópsins Wagner, hefur staða Rússa í Afríku versnað töluvert. Nýi málaliðahópur Rússa, Afríkudeildin, sem rekinn er af varnarmálaráðuneytinu hefur ekki skilað sama árangri og Wagner gerði á sínum tíma, hvorki með tilliti til hagnaðar eða áhrifa.

Erlent
Fréttamynd

Á­rásir stóðu yfir í rúma tólf tíma

Rússar gerðu í gærkvöldi og í nótt einhverjar umfangsmestu loftárásir á Úkraínu hingað til. Árásirnar stóðu yfir í rúma tólf tíma og notuðust Rússar við nærri því sex hundruð sjálfsprengidróna og tæplega fimmtíu eldflaugar af ýmsum gerðum, þar á meðal ofurhljóðfráar stýriflaugar.

Erlent
Fréttamynd

Segist ekki munu leyfa Ísrael að inn­lima Vesturbakkann

„Ég mun ekki leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann. Nei, ég mun ekki leyfa það. Það mun ekki gerast,“ sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti í Hvíta húsinu í gær. „Það er komið nóg. Það er kominn tími til að stoppa.“

Erlent
Fréttamynd

Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rúss­land

Utanríkisráðherra Rússlands segir að Atlantshafsbandalagið og Evrópusambandið hafi lýst yfir raunverulegu stríði við Rússland, í gegnum Úkraínu. Á fundi utanríkisráðherra G20 ríkjanna svokölluðu sagði Sergei Lavrov einnig að Vesturlönd bæru ábyrgð á innrás Rússa í Úkraínu.

Erlent
Fréttamynd

Boðar alla her­foringjana á fordæmalausan skyndifund

Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur boðað alla herforingja og aðmírála Bandaríkjanna á fordæmalausan skyndifund. Fundurinn verður haldinn á herstöð í Virginíu í næstu viku en fáir virðast vita um hvað fundurinn á að vera.

Erlent
Fréttamynd

Drónaflug í Dan­mörku: „Fjölþáttaógnin er að raun­gerast“

Þótt enn liggi ekki fyrir hver ber ábyrgð á drónaflugi við nokkra flugvelli í Danmörku á mánudaginn og í gærkvöldi er málið skoðað í samhengi við önnur tilfelli víðar í Evrópu að undanförnu þar sem rússnesk loftför hafa rofið lofthelgi NATO ríkja og netárásir sem hafa verið gerðar á stóra flugvelli. Fjölþáttaógnin sé ekki lengur bara ógn heldur árás. Dönsk stjórnvöld heita því að efla viðbragðsgetu og tækjabúnað viðbragðsaðila og hyggjast skýra löggjöf vegna drónavarna og íhuga hvort virkja eigi 4. grein NATO-sáttmálans.

Erlent
Fréttamynd

Segir Pól­verja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður

Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, segir að hermenn og flugmenn ríkisins muni ekki hika við að skjóta niður hluti sem eru óvelkomnir í lofthelgi Póllands og taldir eru ógna öryggi fólks. Hann sagði þó einnig að stigið yrði varlega til jarðar í óskýrum aðstæðum.

Erlent
Fréttamynd

Rúss­neskum herþotum flogið inn í loft­helgi Eist­lands

Þremur rússneskum herþotum af gerðinni MiG-31 var í dag flogið inn í lofthelgi Eistlands. Þar mun þeim hafa verið flogið í um tólf mínútur áður en þeim var fylgt út úr lofthelginni af ítölskum flugmönnum F-35 þota á vegum Atlantshafsbandalagsins.

Erlent
Fréttamynd

Opna tíma­bundna flótta­leið

Ísraelsher tilkynnti í morgun að opnað yrði tímabundið fyrir leið frá Gasa-borg til að gefa íbúum kost á því að flýja það ástand sem skapast hefur í borginni eftir innrás hersins.

Erlent
Fréttamynd

Ná­lægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása

Forsvarsmenn opinbers rússnesks félags sem rekur olíuleiðslur þar í landi hefur varað framleiðendur við því að þeir gætu þurft draga úr flæðinu vegna drónaárása. Úkraínumenn hafa lagt sérstaka áherslu á árásir á innviði olíuframleiðslu í Rússlandi á undanförnum mánuðum.

Erlent
Fréttamynd

Drápu þrjá í annarri á­rás á meinta smyglara

Bandaríski herinn grandaði í morgun báti á alþjóðlegu hafsvæði nærri Suður-Ameríku þar sem talið var að fíkniefni væru innanborðs. Donald Trump Bandaríkjaforseti segir þrjá hafa fallið í árásinni en tæpar tvær vikur eru síðan ellefu voru drepnir í sams konar árás. 

Erlent
Fréttamynd

NATO og Rúss­land „aug­ljós­lega“ í stríði

Atlantshafsbandalagið og Rússland eiga „augljóslega“ í stríði. Þetta sagði Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, við blaðamenn í Moskvu í morgun. Stuðningur margra ríkja NATO við Úkraínu jafngilti  að bandalagið væri í raun og veru stríð við Rússland. Það væri augljóst að stríðsástand ríkti.

Erlent
Fréttamynd

Stór­auka út­gjöld til varnar­mála

Ríkisstjórn Svíþjóðar tilkynnti í morgun að fjárútlát til varnarmála yrðu stóraukin á næsta ári um 26,6 milljarða sænskra króna. Þannig munu fjárútlátin fara úr 148 milljörðum í um 175 milljarða eða um 2,8 prósent af vergri landsframleiðslu Svíþjóðar.

Erlent
Fréttamynd

Ís­lendingar í meistara­deild þrátt fyrir her­leysið

Stærsta sprengjueyðingaræfing sinnar tegundar fer nú fram hér á landi. Yfirliðsforingi frá Bretlandi segir Íslendinga í fremstu röð þegar kemur að slíkum aðgerðum, og danskur majór segir engu máli skipta þótt Íslendingar séu herlaus þjóð.

Innlent
Fréttamynd

Rán­dýrar her­þotur og flug­skeyti gegn ó­dýrum drónum

Úkraínumenn hafa um árabil varist svo gott sem daglegum árásum Rússa með sjálfsprengidróna og eldflaugar. Til þessa notast þeir marglaga varnir en þróun þessara varna hefur að miklu leyti gengið út á að draga eins og hægt er úr kostnaði við varnirnar en drónarnir eru tiltölulega ódýrir í framleiðslu og flugskeyti í loftvarnarkerfi og herþotur eru það alls ekki.

Erlent