Ítalski boltinn

Fréttamynd

Zanetti neitar að gefast upp

Hinn 39 ára gamli Argentínumaður Javier Zanetti, leikmaður Inter, varð fyrir miklu áfalli um helgina er hann sleit hásin. Óttast margir að glæstum ferli hans sé því lokið.

Fótbolti
Fréttamynd

Juventus einu stigi frá titlinum

Juventus hafði betur gegn Torino í borgarslag liðanna í ítalska boltanum í dag, 2-0. Juve er nú aðeins einu stigi frá ítalska meistaratitlinum.

Fótbolti
Fréttamynd

Lætur ekki rasistana reka sig úr landi

Þó svo Kevin-Prince Boateng, leikmaður AC Milan, þurfi reglulega að þola kynþáttaníð í ítalska boltanum þá ætlar hann ekki að láta rasistana hafa betur. Hann tekur ekki í mál að hætta að spila í deildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Gamla konan hafði betur

Arturo Vidal skoraði eina markið úr vítaspyrnu þegar Juventus vann 1-0 sigur á AC Milan í stórleik kvöldsins í ítölsku knattspyrnunni.

Fótbolti
Fréttamynd

Alfreð reykspólaði fram úr Bale og Michu

Alfreð Finnbogason skoraði tvö mörk fyrir Heerenveen í 3-2 sigri á Willem II í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta um helgina. Hann hefur þar með skorað 23 deildarmörk á tímabilinu og jafnað 33 ára gamalt met Péturs Péturssonar en enginn Íslendingur hefur skorað fleiri deildarmörk á einu tímabili í efstu deild.

Fótbolti
Fréttamynd

Balotelli sektaður fyrir að reykja inn á klósetti

Mario Balotelli og félagar í AC Milan náðu bara 2-2 jafntefli á móti Fiorentina í ítölsku deildinni í dag þrátt fyrir að spila manni fleiri í 50 mínútur en Balotelli tókst að koma sér í vandræði í lestarferðinni til Flórens.

Fótbolti
Fréttamynd

Dortmund með bestu aðsóknina í Evrópu

Die Welt í Þýskalandi hefur tekið saman lista yfir bestu aðsóknina á fótboltaleiki Evrópu og þar kemur í ljós að þýska liðið Borussia Dortmund er á toppnum. Þýsku liðin koma afar vel út og átta þeirra eru inn á topp tuttugu.

Fótbolti
Fréttamynd

Aðeins Messi er betri en ég

Hinn 36 ára gamli Ítali, Francesco Totti, er með sjálfstraustið í lagi. Hann telur sig vera næstbesta leikmann heims í dag á eftir Lionel Messi.

Fótbolti
Fréttamynd

Balotelli besta lausnin við kynþáttafordómum á Ítalíu

Ítalska knattspyrnugoðsögnin Gigi Riva telur að Mario Balotelli, leikmaður AC Milan og ítalska landsliðsins, sé besta vopnið í baráttunni gegn kynþáttafordómum á Ítalíu en kynþáttaníð úr stúkunni hefur verið mjög áberandi á þessu tímabili og hefur Balotelli fengið að kynnast því sjálfur.

Fótbolti
Fréttamynd

UEFA kærir Internazionale

Knattspyrnusamband Evrópu hefur ákveðið að ákæra ítalska félagið Internazionale fyrir kynþáttafordóma stuðningsmanna liðsins í seinni leik Internazionale og Tottenham í Evrópudeildinni. Málið verður tekið fyrir 19. apríl næstkomandi.

Fótbolti
Fréttamynd

Juventus með tólf stiga forystu

Juventus er í góðum málum á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar en liðið náði tólf stiga forystu á Napoli með 2-0 sigri á Bologna á útivelli í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Mikil reiði í herbúðum Inter

Það gengur lítið upp á knattspyrnuvellinum þessa dagana hjá ítalska stórliðinu Inter. Forseti félagsins, Massimo Moratti, er allt annað en sáttur við gang mála.

Fótbolti
Fréttamynd

Juventus að stinga af á Ítalíu

Juventus náði í dag níu stiga forskoti á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar. Liðið vann þá nauman sigur á meðan liðið í öðru sæti, Napoli, missteig sig.

Fótbolti