Ítalski boltinn

Fréttamynd

Berlusconi vill fá Van Basten

La Gazzetta dello Sport heldur því fram í dag að Hollendingurinn Marco Van Basten sé efstur á óskalista Silvio Berlusconi, eiganda AC Milan, sem næsti þjálfari liðsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Mourinho er ekki á förum frá Inter

Marco Branca hjá Inter segir að það sé eingöngu draumur blaðamanna að José Mourinho fari frá Inter. Hann segir að Portúgalinn sé alls ekki á förum frá félaginu.

Fótbolti
Fréttamynd

Buffon ýjar að brottför frá Juve

Gianluigi Buffon ýjaði í gær að því að hann gæti verið á förum frá Juventus en hann hefur í margar vikur verið orðaður við brottför frá félaginu.

Fótbolti
Fréttamynd

Roma vann Parma og setti pressu á Inter

AS Roma komst aftur á toppinn í ítölsku A-deildinni í fótbolta eftir 2-1 sigur í dag. Roma er með eins stigs forskot á Inter Milan sem á morgun mætir Lazio á Ólympíuleikvanginum í Róm en það er líka heimavöllur AS Roma.

Fótbolti
Fréttamynd

David Beckham spilar ekki fyrr en í fyrsta lagi í nóvember

Það mun taka David Beckham lengur en áætlað var að ná sér eftir að hafa slitið hásin í deildarleik með AC Milan í mars. Beckham býst ekki við að spila fótbolta á ný fyrr en í fyrsta lagi í nóvember. Hann missir því ekki bara af HM heldur nánast öllu tímabilinu í bandarísku deildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Þjálfari Napoli orðaður við AC Milan

Walter Mazzarri, þjálfari Napoli, er sá nýjasti sem orðaður er við þjálfarastöðuna hjá AC Milan. Talið er að Leonardo hverfi á braut í sumar. Napoli situr í sjötta sæti ítölsku deildarinnar, tólf stigum á eftir AC Milan sem er í þriðja sæti.

Fótbolti
Fréttamynd

Lippi vill mæta Capello í úrslitum

Marcello Lippi, landsliðsþjálfari Ítalíu, vill mæta Englandi í úrslitum heimsmeistaramótsins. Lippi stýrði Ítölum til titilsins 2006 áður en hann vék til hliðar fyrir Roberto Donadoni.

Enski boltinn
Fréttamynd

Balotelli kominn á sölulista

Ítalíumeistarar Inter hafa ákveðið að setja Mario Balotelli á sölulista eftir framkomu hans í undanúrslitaleiknum gegn Barcelona í gær.

Fótbolti
Fréttamynd

Mutu biður stuðningsmenn afsökunar

Adrian Mutu hefur beðið stuðningsmenn Fiorentina, félagið sjálft og leikmenn þess, afsökunar á því að hann hafi verið dæmdur í níu mánaða keppnisbann vegna lyfjamisnotkunar.

Fótbolti
Fréttamynd

Adrian Mutu dæmdur í níu mánaða keppnisbann

Lyfjadómstóll ítalska Ólympíusambandsins hefur dæmt rúmenska framherjann Adrian Mutu í níu mánaða keppnisbann eftir að hann féll á tveimur lyfjaprófum sem voru tekin í leikjum Fiorentina í janúar.

Fótbolti
Fréttamynd

Sneijder hefur mikla trú á Inter

Wesley Sneijder, leikmaður Inter, er tilbúinn að taka fyrsta skrefið í áttina að drauma þrennunni en Inter mætir Barcelona í meistaradeildinni í næstu viku.

Fótbolti
Fréttamynd

Fer Buffon frá Juve í sumar?

Gianluigi Buffon, markvörður Juventus, gæti verið á förum frá liðinu í sumar. Juventus tapaði fyrir Inter í gær og gæti misst af sæti í Meistaradeild Evrópu.

Fótbolti
Fréttamynd

Tíu menn Juventus héldu ekki út á móti Inter

Inter Milan vann 2-0 sigur á Juventus í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld og komust þar með aftur á topp deildarinnar. Inter hefur nú tveimur stigum meira en Roma sem á leik inni um helgina en Roma tók toppsætið af Inter í síðustu umferð.

Fótbolti
Fréttamynd

Real Madrid ætlar sér Vargas

Real Madrid ætlar sér að krækja í Juan Manuel Vargas, vængmann ítalska liðsins Fiorentina, í sumar. Inter hefur líka sýnt leikmanninum áhuga.

Fótbolti
Fréttamynd

Zanetti: Við stefnum á þrennuna

Inter komst í gær í úrslitaleik ítölsku bikarkeppninnar með því að leggja Fiorentina 2-0 í tveimur leikjum. Javier Zanetti, fyrirliði Inter, á sér þann draum að liðið taki þrennuna á tímabilinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Juventus vill fá svar frá Benítez

Rafa Benítez, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur fengið þau skilaboð frá ítalska félaginu Juventus að það vilji fá að vita í enda næstu viku hvort hann hafi áhuga á að taka við þjálfun liðsins.

Enski boltinn