Ítalski boltinn

Fréttamynd

Juventus án sigurs í tvo mánuði

Juventus var í titilbaráttu í ítölsku A-deildinni lengst af í vetur en nú hefur liðið ekki unnið leik í tvo mánuði. Liðið var heppið að sleppa með 2-2 jafntefli gegn Atalanta á heimavelli í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Figo leggur skóna á hilluna

Portúgalinn Luis Figo greindi frá því í dag að hann hefði ákveðið að leggja skóna á hilluna. Tíðindin koma í kjölfar þess að félag hans, Inter, tryggði sér ítalska meistaratitilinn í gærkvöldi.

Fótbolti
Fréttamynd

AC Milan tapaði og Inter orðið meistari

Internazionale varð í kvöld Ítalíumeistari í knattspyrnu. Liðið þurfti reyndar ekki að reima sig skóna í kvöld til þess að verða meistari því eina liðið sem átti tölfræðilega möguleika á að ná liðinu, AC Milan, tapaði í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Panucci tryggði Roma dramatískan sigur

Roma vann heldur betur dramatískan sigur á Catania í ítalska boltanum í dag. Það var gamla brýnið Christian Panucci sem skoraði sigurmarkið á lokamínútu leiksins en Roma vann 4-3.

Fótbolti
Fréttamynd

Buffon: Ég er ekki að fara neitt

Gianluigi Buffon var ekki sáttur með frammistöðu sinna manna í Juventus á dögunum og í kjölfarið fóru ítalskir fjölmiðlar að velta því fyrir sér hvort að hann væri á förum frá liðinu. Hann hefur nú eitt þeirri óvissu.

Fótbolti
Fréttamynd

Ronaldinho hefur fengið tilboð

Roberto de Assis, bróðir og umboðsmaður Brasilíumannsins Ronaldinho hjá AC Milan, segir nokkur félög hafa sett sig í samband og lýst yfir áhuga á að fá hann í sínar raðir í sumar.

Fótbolti
Fréttamynd

Vieri kynnir nýja smokka

Ítalski markahrókurinn Christian Vieri hefur verið samningslaus síðan hann fékk sig lausan hjá Atalanta í síðasta mánuði, en hann hefur nóg annað að gera en að spila fótbolta.

Fótbolti
Fréttamynd

Ítölsk félög verja ekki þjálfarana sína

Félög í ítalska boltanum eru mörg hver í naflaskoðun þessa dagana enda hafa ensk og spænsk félög stungið þau ítölsku af. Steininn tók þó úr í ár þegar ekkert ítalskt félag komst í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Zlatan fer ekki til Real

Umboðsmaður sænska framherjans Zlatan Ibrahimovic segir ekkert til í sögusögnum um að hann sé á leið til Real Madrid á Spáni.

Fótbolti
Fréttamynd

Buffon hellti sér yfir félaga sína

Ítalskir fjölmiðlar greina frá því í dag að landsliðsmarkvörðurinn Gianluigi Buffon hafi hellt úr skálum reiði sinnar yfir liðsfélaga sína í hálfleik í gær þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við slakt lið Lecce í ítölsku A-deildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Pabbi Kaka: Hann fer til Real Madrid

Haft var eftir Bosco Leite, föður og umboðsmanni Brasilíumannsins Kaka hjá AC Milan, að leikmaðurinn muni ganga til liðs við Real Madrid þegar að Florentino Perez tekur við embætti forseta félagsins í sumar.

Fótbolti
Fréttamynd

Vandræði Juventus halda áfram

Juventus varð í dag að sætta sig við 2-2 jafntefli við botnlið Lecce í ítölsku A-deildinni og hefur fyrir vikið ekki unnið sigur í síðustu fimm leikjum.

Fótbolti
Fréttamynd

Inter komið með tíu stiga forskot á Ítalíu

Inter Milan er komið með tíu stiga forskot á toppi ítölsku A-deildarinnar eftir 2-0 sigur á Lazio á San Siro í Mílanó í kvöld. Inter hefur nú tíu stigum meira en nágrannarnir í AC Milan sem eiga leik inni.

Fótbolti