Ítalski boltinn

Fréttamynd

Mihajlovic rekinn frá Bologna

Ítalska knattspyrnufélagið Bologna hefur sagt upp samningi við þjálfarann Sinisa Mihajlovic í kjölfar þess að liðið vann aðeins einn af síðustu tíu leikjum sínum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Inter færist nær titlinum

Jose Mourinho og félagar í Inter Milan á ítalíu hafa eflaust glott út í annað þegar þeir sáu úrslitin í kvöldleiknum í A-deildinni. Genoa vann þá 3-2 sigur á tíu leikmönnum Juventus og fyrir vikið eru titilvonir þeirra svarthvítu nánast úr sögunni.

Fótbolti
Fréttamynd

Ítalía: Þrjú rauð spjöld í Rómareinvíginu

Það er jafnan hiti í kolunum þegar grannliðin Lazio og Roma eigast við í ítalska boltanum. Einvígi liðanna í dag var engin undantekning og lauk leiknum með 4-2 sigri Lazio þar sem þrír leikmenn fengu að líta rauða spjaldið.

Fótbolti
Fréttamynd

Adriano: Ég hef það fínt

Brasilíumaðurinn Adriano hjá Inter Milan segist hafa það fínt í heimalandi sínu og blæs á kjaftasögur sem sagðar hafa verið af honum í brasilísku pressunni undanfarna daga.

Fótbolti
Fréttamynd

Milan og Barcelona spila góðgerðaleik

Forráðamenn Barcelona á Spáni hafa ákveðið að leggja sitt af mörkum vegna hamfaranna í L´Aguila á Ítalíu og ætla að koma á góðgerðaleik við AC Milan til að safna fé handa fórnarlömbum jarðskjálftanna. Yfir 250 manns hafa týnt lífi í náttúruhamförunum.

Fótbolti
Fréttamynd

Adriano hættur?

Brasilískir fjölmiðlar baða sig nú í fréttum af framherjanum Adriano hjá Inter Milan. Dagblaðið Lance heldur því fram í dag að Adriano hafi tilkynnt Dunga landsliðsþjálfara að hann ætlaði að hætta að spila fótbolta eftir landsleik Brasilíumanna við Perú á dögunum.

Fótbolti
Fréttamynd

Adriano þarf á hjálp að halda

Fyrrum unnusta vandræðagemsans Adriano hjá Inter Milan segir að leikmaðurinn þurfi nauðsynlega á hjálp að halda og segist vera orðin hundleið á því að hugsa um hann.

Fótbolti
Fréttamynd

Adriano er enginn dópisti

Gilmar Rinaldi, umboðsmaður framherjans Adriano hjá Inter Milan, vísar á bug ásökunum um óheilbrigt líferni skjólstæðings síns.

Fótbolti
Fréttamynd

Adriano kominn í leitirnar

Það hefur margt verið skrifað og skrafað um afdrif brasilíska framherjans Andriano eftir að hann lét ekki sjá sig hjá Inter eftir landsleikjahléð. Þess utan náði enginn í hann í síma, hvorki umboðsmaður hans né móðir.

Fótbolti
Fréttamynd

Inter með níu stiga forskot

Titilvonir Juventus minnkuðu til muna í dag þegar liðið varð að gera sér 3-3 jafntefli við Chievo að góðu. Á sama tíma vann Inter 1-0 sigur á Udinese þar sem sjálfsmark í lokin tryggði meisturunum sigurinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Ranieri ræðir við stuðningsmenn

Claudio Ranieri, þjálfari Juventus, gerðist ákaflega alþýðlegur í dag þegar hann spjallaði við stuðningsmenn félagsins. Stuðningsmennirnir tóku vel á móti þjálfaranum og báðu hann um að koma með titilinn aftur til Tórínó.

Fótbolti
Fréttamynd

Ancelotti áfram hjá Milan

Adriano Galliani, varaforseti AC Milan, staðfesti í dag að Carlo Ancelotti yrði áfram við stjórnvölinn hjá félaginu á næstu leiktíð. Mikil óvissa hefur verið um framtíð Ancelotti í vetur en þeirri óvissu hefur nú verið eytt.

Fótbolti
Fréttamynd

Adriano horfinn

Það er mikil dramatík í kringum brasilíska framherjann Adriano sem fyrr. Hann skilaði sér ekki á tilsettum tíma til Inter eftir landsleikjahléið og það nær enginn í hann. Umboðsmaður hans segist ekki einu sinni vita hvar hann sé niðurkominn.

Fótbolti
Fréttamynd

Mourinho líkir sér við Jesús

Það eru fleiri en Davíð Oddsson sem líkja sér við Jesús Krist þessa dagana. Portúgalski þjálfarinn Jose Mourinho hjá Inter gerði það nú síðast í ítölskum spjallþætti.

Fótbolti
Fréttamynd

Beckham: Búinn að lækka fituprósentuna sína úr 13,7 í 8,5

David Beckham mun væntanlega leika sinn 109.landsleik fyrir England á laugardaginn þegar enska landsliðið mætir Slóvökum í vináttulandsleik. Menn í Englandi eru nú farnir að velta því fyrir sér hvort Beckham eigi möguleika á að bæta landsleikjamet Peter Shilton sem lék 125 landsleiki á sínum tíma.

Fótbolti
Fréttamynd

Vandamál Maxwell er Mourinho

Umboðsmaður brasilíska bakvarðarins Maxwell hjá Inter vandar þjálfara félagsins, Jose Mourinho, ekki kveðjurnar og skilur ekkert í því af hverju Mourinho noti ekki leikmanninn.

Fótbolti
Fréttamynd

Ronaldinho latur á æfingum

Carlo Ancelotti, þjálfari AC Milan, er allt annað en ánægður með frammistöðu Brasilíumannsins Ronaldinho á æfingum ef marka má ítalska blaðið Il Giornale.

Fótbolti