Ítalski boltinn

Fréttamynd

Totti skoraði í 600. leiknum

Francesco Totti lék sinn 600. leik fyrir Roma á Ítalíu í gær í fræknum 4-0 sigri liðsins á Udinese. Totti fékk sérstaka viðurkenningu fyrir leikinn og var dramatískur að venju. "Það sem ég fann í dag eru tilfinningar sem munu fylgja mér alla ævi," sagði Totti sem hefur haldið með og spilað með Roma allan sinn feril og er í guðatölu í rauða hluta Rómarborgar.

Fótbolti
Fréttamynd

Gilardino til Juventus í sumar?

Nú er talið líklegt að ítalski landsliðsframherjinn Alberto Gilardino muni ganga í raðir Juventus frá Milan í sumar. Hann hefur ekki náð að standa undir væntingum hjá Milan eftir að hafa verið keyptur til félagsins frá Parma árið 2005, en er sjálfur harður stuðningsmaður Juventus. Viðræður munu standa yfir milli félaganna að sögn Tuttosport á Ítalíu og vilja forráðamenn Milan endilega leyfa honum að fara.

Fótbolti
Fréttamynd

Emil lék í tapleik Reggina

Reggina tapaði í kvöld fyrir Lazio í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, 1-0. Emil Hallfreðsson lék allan leikinn fyrir Reggina.

Fótbolti
Fréttamynd

Crespo langar að spila með Roma

Argentínski framherjinn Hernan Crespo hjá Inter hefur lýst því yfir að hann væri alveg til í að ganga í raðir Roma á næstu leiktíð. Crespo hefur lítið fengið að spila með Inter í vetur.

Fótbolti
Fréttamynd

Kaka gæti átt stuttan feril

Adriano Galliani, varaforseti AC Milan, segist óttast að Brasilíumaðurinn Kaka gæti þurfti að leggja skóna á hilluna snemma á ferlinum eins og Hollendingurinn Marco Van Basten nema hann fái meiri vernd frá dómurum.

Fótbolti
Fréttamynd

Markalaust í Tórínó-slagnum

Einn leikur var í ítölsku A-deildinni í kvöld. Juventus og Tórínó gerðu markalaust jafntefli í grannaslag. Bæði lið áttu skot í tréverkið í leiknum en tókst ekki að finna leiðina yfir línuna góðu.

Fótbolti
Fréttamynd

Ancelotti reiknar með Kaka

Carlo Ancelotti, þjálfari AC Milan, segist sannfærður um að brasilíski snillingurinn Kaka verði tilbúinn í slaginn fyrir seinni viðureignina gegn Arsenal í Meistaradeildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Ronaldo: Kemur til greina að hætta

Brasilíski framherjinn Ronaldo segir alls ekki útilokað að hann leggi skóna á hilluna eftir að hann meiddist illa á hné í leik með AC Milan fyrir hálfum mánuði.

Fótbolti
Fréttamynd

Framtíð Delle Alpi ræðst í vor

Forráðamenn Juventus hafa gefið það út að niðurstöðu sé að vænta í vallarmálum liðsins í apríl í vor. Þar verður ákveðið hvort gamli Stadio delle Alpi verður endurbyggður eða hvort félagið reisir nýjan leikvang á sama svæði í Tórínó.

Fótbolti
Fréttamynd

Tileinkaði konunni 1000. leikinn

Goðsögnin Paolo Maldini hjá AC Milan spilaði sinn 1000. leik fyrir félagið um helgina þegar Milan gerði markalaust jafntefli við Parma í A deildinni. Hann tileinkaði konu sinni þennan merka áfangaleik.

Fótbolti
Fréttamynd

Crespo ósáttur hjá Inter

Inter er að stinga af á Ítalíu en það eru þó ekki allir í herbúðum liðsins ánægðir. Argentínski sóknarmaðurinn Hernan Crespo vill komast burtu frá félaginu og hefur gagnrýnt þjálfarann Roberto Mancini.

Fótbolti
Fréttamynd

Ellefu stiga forskot Inter

Inter er svo sannarlega búið að stinga af í ítölsku deildinni. Liðið vann Livorno 2-0 í gær en um kvöldið vann Juventus síðan Roma 1-0 í stórleik helgarinnar á Ítalíu.

Fótbolti
Fréttamynd

Kýs frekar að tapa 0-3 en vinna eins og Inter

Inter hefur átta stiga forskot í ítölsku deildinni en Roma er í öðru sæti. Mikið hefur verið talað um furðulega dóma Inter í hag í leikjum Ítalíumeistarana. Nú hefur Bruno Conti, fyrrum þjálfari Roma, ákveðið að kasta olíu á eldinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Ronaldo er ekki búinn

Læknar AC Milan segja alls ekki útilokað að framherjinn Ronaldo geti snúið til baka eftir hnémeiðslin sem hann varð fyrir í gærkvöld - og talið var að gætu bundið enda á feril hans.

Sport
Fréttamynd

Ronaldo spilar ekki meira á árinu

Brasilíski framherjinn Ronaldo hjá AC Milan sleit liðband í hné aðeins þremur mínútum eftir að hann kom inn sem varamaður í leik gegn Livorno í gærkvöldi og spilar ekki meira með liðinu á leiktíðinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Ferrari á leið til AC Milan?

Varnarmaðurinn Matteo Ferrari gæti farið til AC Milan eftir tímabilið ef eitthvað er að marka ítölsku pressuna. Þessi 28 ára leikmaður er í herbúðum Roma en samningur hans rennur út í sumar.

Fótbolti
Fréttamynd

Ronaldo íhugar að hætta

Fjölmiðlar í Brasilíu segja að sóknarmaðurinn Ronaldo hjá AC Milan sé að íhuga að hætta knattspyrnuiðkun. Ástæðan eru þrálát meiðsli sem á hann hafa herjað.

Fótbolti
Fréttamynd

Umræða um dómaramál á Ítalíu heldur áfram

Dómarinn Stefano Farina gæti átt yfir höfði sér refsingu eftir framkomu sína í gær. Farina strunsaði fyrstur af velli um leið og hann flautaði af leik Inter og Catania án þess að taka í hendur leikmanna.

Fótbolti
Fréttamynd

Ég er betri en Mascherano

Miðjumaðurinn Momo Sissoko hjá Juventus segist vera betri leikmaður en fyrrum félagi hans Javier Mascherano hjá Liverpool.

Fótbolti
Fréttamynd

Ætti Juventus að vera á toppnum?

Vafasamir dómar í ítalska boltanum hafa aldrei verið eins margir eins og á yfirstandandi tímabili. Ítalska blaðið La Gazzetta dello Sport hefur birt sína útgáfu af stöðunni í deildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Collina vill annan dómara

Pierluigi Collina, fyrrum besti knattspyrnudómari heims, segist hlynntur hugmyndum um að bæta við dómara á leikjum. Collina sér nú um niðurröðun dómara fyrir ítalska knattspyrnusambandið.

Fótbolti
Fréttamynd

Inter með 8 stiga forystu á Ítalíu

Zlatan Ibrahimovic skoraði sigurmark meistara Inter Milan úr vafasamri vítaspyrnu í dag þegar liðið lagði Empoli 1-0 og náði átta stiga forskoti í ítölsku A-deildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Mancini yngri til Manchester City

Filippo Mancini hefur verið lánaður frá ítalska úrvalsdeildarliðinu Inter til Manchester City til loka leiktíðarinnar. Hann er sonur Roberto Mancini, knattspyrnustjóra Inter.

Enski boltinn
Fréttamynd

Ég hefði étið Zlatan lifandi

Fyrrum varnarjaxlinn Pasquale Bruno hefur ekki mikið álit á mönnum eins og Zlatan Ibrahimovic og Alessandro Del Piero. Hann segir tíma til kominn til að kenna sænska framherjanum lexíu á knattspyrnuvellinum.

Fótbolti
Fréttamynd

Inter og Zlatan hótað með byssukúlubréfum

Inter Milan varð í dag annað ítalska knattspyrnufélagið á tveimur dögum til að fá hótunarbréf sem innhélt byssukúlur. Hótanirnar beindust að forseta og þjálfara Inter, sem og framherjanum Zlatan Ibrahimovic.

Fótbolti