Ítalski boltinn

Fréttamynd

Skipt á Riquelme og Tiago?

Spænska blaðið Marca segir að Villareal ætli að freistast til þess að bjóða Juventus Juan Roman Riquelme í skiptum fyrir Tiago Mendes. Sjálfur hefur Tiago opinberað að vera ósáttur við hlutverk sitt hjá Juventus.

Fótbolti
Fréttamynd

Hrakfarir AC Milan halda áfram

AC Milan tapaði í dag fyrir Empoli á heimavelli, 1-0. Liðið hefur aðeins unnið tvo leiki til þessa á tímabilinu og situr í 11. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Krefst þess að fá einkaþjálfara

Viðræður Alessandro del Piero við stjórnarmenn Juventus þokast hægt áfram. Del Piero er kominn af sínu léttasta skeiði en vill alls ekki taka á sig launalækkun. Þá ber hann fram kröfur sem menn eru ekki ánægður með.

Fótbolti
Fréttamynd

Emil meðal bestu nýliða á Ítalíu

Gazetta dello Sport, stærsta íþróttarit Ítalíu, hefur útnefnt Emil Hallfreðsson, leikmann Reggina, sem einn af ellefu bestu nýliðum ítölsku úrvalsdeildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Cannavaro yngri í landsliðið

Paolo Cannavaro var í dag valinn í ítalska landsliðshópinn í fyrsta sinn. Paolo er bróðir Fabio Cannavaro, fyrirliða landsliðsins, og leikur með Napoli. Mun hann taka þátt í vináttulandsleiknum gegn Suður-Afríku á miðvikudag.

Fótbolti
Fréttamynd

Fimm Ítalir tilnefndir hjá FIFA

Heimsmeistarar Ítala í knattspyrnu eiga flesta fulltrúa á lista FIFA yfir þá sem tilnefndir eru sem knattspyrnumenn ársins. England og Frakkland eiga fjóra fulltrúa.

Fótbolti
Fréttamynd

Moratti vill Lampard til Inter

Massimo Moratti, forseti Ítalíumeistara Inter, ætlar að leggja allt í sölurnar til að fá enska miðjumanninn Frank Lampard frá Chelsea. Moratti hugsar Lampard til að leysa stöðu Patrick Vieira sem er líklegast á sínu síðasta tímabili hjá Inter.

Fótbolti
Fréttamynd

Hvítahúsmellur valda fjaðrafoki

Fjórðudeildarliðið Trentino 1921 á Ítalíu hefur vakið gremju stjórnmálamanna þar í landi eftir að það seldi fylgdarþjónustu í Austurríki auglýsingu á heimasíðu sinni. Þar geta lesendur komist í kynni við viljugar meyjar með einum músarsmelli.

Fótbolti
Fréttamynd

Maradona handtekinn

Fótboltastjarnan fyrrverandi, Diego Maradona, var handtekinn af flugvallarlögreglunni í Buenos Aires er hann kom þangað frá Ítalíu um helgina. Maradona hafði ekki sinnt kalli um að mæta í réttarhald um hálfsannarsárs gamalt umferðarslys.

Fótbolti
Fréttamynd

Trezeguet hótar að hætta í franska landsliðinu

Markahrókurinn David Trezeguet hefur látið í það skína að hann muni hætta að gefa kost á sér í franska landsliðið eftir að hann hlaut ekki náð fyrir augum Raymond Domenech fyrir komandi verkefni í undankeppni EM.

Fótbolti
Fréttamynd

Kaka er leikmaður ársins

Brasilíski miðjumaðurinn Kaka hjá AC Milan var í dag kjörinn knattspyrnumaður ársins hjá Alþjóðasamtökum knattspyrnumanna. Meira en 45,000 knattspyrnumenn tóku þátt í kjörinu, en það var landi Kaka, Ronaldinho hjá Barcelona, sem sæmdur var verðlaununum í fyrra.

Fótbolti
Fréttamynd

Aguero eftirsóttur

Ítölsku stórliðin Juventus og Inter eru ákveðin í að næla í argentínska ungstirnið Sergio Aguero. Það er þó ljóst að það þarf að kafa djúpt í veskið til að kaupa þennan nítján ára sóknarmann frá spænska liðinu Atletico Madrid.

Fótbolti
Fréttamynd

Áhangendur Juve fá ekki að mæta til Flórens

Stuðningsmönnum Juventus hefur verið bannað að mæta á útileik liðsins gegn Fiorentina um næstu helgi. Slagsmál brutust út hjá áhorfendum á leik Juventus og Torino um síðustu helgi og því er þessi ákvörðun tekin.

Fótbolti
Fréttamynd

Inter malaði Roma

Inter vann í gær öruggan 4-1 útisigur á Roma í ítölsku A-deildinni í gær og skellti sér á toppinn í kjölfarið. Zlatan Ibrahimovic kom gestunum á bragðið með sjöunda marki sínu í deildinni og þannig var staðan í hálfleik.

Fótbolti
Fréttamynd

Komdu til Ítalíu, Jose

Framherjinn Hernan Crespo hjá Inter Milan hefur skorað á fyrrum stjóra sinn Jose Mourinho að koma til Ítalíu og gerast þar þjálfari. Crespo spilaði fyrir Mourinho þegar hann lék með Chelsea.

Fótbolti
Fréttamynd

Zlatan getur skorað þegar hann vill

Roberto Mancini, þjálfari Inter á Ítalíu, fór fögrum orðum um sænska framherjann Zlatan Ibrahimovic í gærkvöld þegar hann skoraði tvö marka liðsins í 3-0 sigri á Sampdoria.

Fótbolti
Fréttamynd

Del Piero vill ekki launalækkun

Samningaviðræður Alessandro del Piero og forráðamanna Juventus eru enn á ný komnar í strand. Del Piero kemur til með að þurfa að sætta sig við launalækkun ef hann ætlar að spila áfram með liðinu og það þykir bróður hans og umboðsmanni blóðugt.

Fótbolti
Fréttamynd

Hækkaði um milljarð á mánuði

Forráðamenn Udinese hafa hækkað verðmiðann á framherjanum Antonio Di Natale um helming til að fæla frá áhuga félaga eins og AC Milan á leikmanninum. Di Natale hefur farið hamförum í markaskorun á síðustu vikum.

Fótbolti
Fréttamynd

Collina lætur til sín taka

Hinn litríki Pierluigi Collina er strax farinn að láta til sín taka á Ítalíu eftir að hann var ráðinn yfirmaður dómaramála hjá knattspyrnusambandinu þar í landi. Collina var á sínum tíma álitinn besti dómari heims og var hann ráðinn í starfið til að reyna að bæta ímynd dómara í landinu eftir hneyksli síðustu mánaða.

Fótbolti
Fréttamynd

Milan hefði geta fengið Nistelrooy

Oscar Damiani segir að forráðamenn AC Milan hafi gert mikil mistök með því að halda tryggð við framherjann Alberto Gilardino, því það hefði á sínum tíma geta fengið Luca Toni, Ruud van Nistelrooy eða David Trezeguet til að fylla skarð hans.

Fótbolti
Fréttamynd

Juventus í leit að varnarmanni

Breiddin í varnarlínu ítalska liðsins Juventus er ekki nægilega mikil að mati stjórnar félagsins. Meiðsli Jorge Andrade bættu gráu ofan á svart og er nú ljóst að Juventus ætlar að bæta við sig varnarmanni í janúar.

Fótbolti
Fréttamynd

Varaforsetar í vanda

Saksóknari í Milanó hefur hefur skipað þeim Adriano Galliani og Rinaldo Ghelfi, varaforsetum Mílanóliðanna Inter og AC að mæta fyrir rétt. Þetta er liður í nýrri rannsókn á spillingu í ítalska knattspyrnuheiminum.

Fótbolti
Fréttamynd

66 fótboltabullur handteknar

Ítalska lögreglan handtók um helgina 66 vopnaða stuðningsmenn SS Lazio fyrir leik liðsins gegn Atalanta í Bergamo. Bullurnar voru vopnaðar kylfum, hnífum, hnúajárnum og sveðjum.

Fótbolti