Ítalski boltinn

Fréttamynd

Agnelli, Nedvěd og öll stjórn Juventus segir af sér

Þau stórtíðindi bárust í kvöld að öll stjórn ítalska knattspyrnuliðsins Juventus hafi sagt af sér. Þar á meðal er forsetinn Andrea Agnelli og varaforsetinn Pavel Nedvěd en sá síðarnefndi lék á sínum tíma með liðinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Guðný lagði upp í stórsigri í Íslendingaslag

Guðný Árnadóttir og stöllur hennar í AC Milan unnu sannkallaðan stórsigur er liðið heimsótti Alexöndru Jóhannsdóttur og liðsfélaga hennar í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Lokatölur 1-6 og Guðný átti sinn þátt í fyrsta marki gestanna.

Fótbolti
Fréttamynd

Inter klífur upp töfluna

Inter Milan vann Atalanta í fyrsta leik dagsins í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Inter hefur nú unnið fimm af síðustu sex leikjum sínum í deildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Napoli jók for­ystuna á toppnum

Napoli er komið með 11 stiga forystu á toppi Serie A, ítölsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Liðið virtist ætla að vinna stórsigur á Udinese í dag en gestirnir rönkuðu við sér undir lokin og gerðu leikinn æsispennandi, lokatölur 3-2.

Fótbolti
Fréttamynd

Inter í Meistara­deildar­sæti eftir stór­sigur

Alls fóru fimm leikir fram í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta, fram í kvöld. Inter Milan vann 6-1 stórsigur á Bologna á meðan Þórir Jóhann Helgason horfði á liðsfélaga sína í Lecce vinna óvæntan 2-1 sigur á Atalanta og Rómverjarnir hans José Mourinho misstigu sig gegn Sassuolo.

Fótbolti
Fréttamynd

Gamla konan með fjórða sigurleikinn í röð

Juventus vann sinn fjórða sigur í röð í ítölsku Serie A deildinni þegar liðið lagði erkifjendur sína í Inter á heimavelli í kvöld. Lokatölur 2-0 og Gamla konan fer því upp fyrir Inter í töflunni.

Fótbolti
Fréttamynd

Lazio hafði betur í Rómarslagnum

Lazio hafði betur í slag Rómarliðanna í ítalska boltanum í dag. Felipe Anderson skoraði eina mark leiksins og sigurinn þýðir að Lazio fer upp fyrir nágranna sína í töflunni.

Fótbolti
Fréttamynd

Bakslag hjá Pogba sem missir af HM

Franski miðvallarleikmaðurinn Paul Pogba var í kapphlaupi við tímann um að ná HM í fótbolta sem hefst þann 20. nóvember næstkomandi. Nú er ljóst að hann hefur tapað kapphlaupinu og getur ekki hjálpað þjóð sinni að verja titilinn sem vannst sumarið 2018 í Rússlandi.

Fótbolti