Ítalski boltinn

Fréttamynd

Dzeko tryggði Inter sigur á Sassuolo

Edin Dzeko skoraði bæði mörk Inter í 1-2 útisigri á Sassuolo í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Inter er því aftur komið á sigurbraut tap í síðustu tveimur leikjum.

Fótbolti
Fréttamynd

Alberti og félögum mistókst að tylla sér á toppinn

Albert Guðmundsson og félagar hans í Genoa þurftu að sætta sig við markalaust jafntefli er liðið tók á móti Cagliari í ítölsku B-deildinni í knattspyrnu í kvöld. Sigur hefði lyft liðinu í það minnsta tímabundið í efsta sæti deildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Kven­kyns dómari, Juventus rankar við sér og Zlatan í ráð­herra­stól?

Blað var brotið í knattspyrnusögu Ítalíu um helgina þegar Maria Sole Ferrieri Caputi dæmdi leik Sassuolo og Salernitana. Maria Sole var þar með fyrsta konan í 124 ára sögu knattspyrnunnar í landinu til að dæma leik í efstu deild karla. Frammistaða hennar var til fyrirmyndar rétt eins og frammistaða heimamanna í Sassuolo sem völtuðu yfir Salernitana 5-0.

Fótbolti
Fréttamynd

Starfið undir í stórleiknum í kvöld?

Stórleikur er á dagskrá í C-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Inter tekur á móti Barcelona á Giuseppe Meazza leikvanginum í Mílanó en leikurinn gæti haft mikið að segja um hvort liðanna fari í 16-liða úrslit og einnig um framtíð Simone Inzaghi hjá ítalska liðinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Ást­ríkur, Stein­ríkur og Zlatan I­bra­himo­vić

Fertugi framherjinn Zlatan Ibrahimović stefnir á endurkomu með AC Milan í vetur þegar hann hefur jafnað sig af meiðslum sem hrjá hann um þessar mundir. Þá má sjá hann á hvíta skjánum á næsta ári þar sem hann mun leika í nýjustu myndinni um Ástrík og Steinrík.

Fótbolti
Fréttamynd

Anna Björk á toppnum á Ítalíu

Anna Björk Kristjánsdóttir, leikmaður Inter Milan, var í byrjunarliði liðsins og lék allan leikinn í miðri vörninni í 0-2 útisigri Inter gegn Sampdoria í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Guðný hélt hreinu gegn Parma

Guðný Árnadóttir var í byrjunarliði AC Milan og lék allan leikinn í 0-4 útisigri liðsins á Parma í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Alexandra Jóhannesdóttir lék einnig í deildinni með Fiorentina en Sara Björk Gunnarsdóttir gat ekki tekið þátt vegna meiðsla.

Fótbolti
Fréttamynd

„Þessi fótbolti drepur mig að innan“

„Þetta var skelfing. Þetta var bara ógeðslegt,“ var skoðun sérfræðings í hlaðvarpinu Punktur og basta, sem sérhæfir sig í ítalska fótboltanum, á spilamennsku Juventus í 1-0 tapi liðsins fyrir Monza í ítölsku A-deildinni um helgina.

Fótbolti
Fréttamynd

Pogba fær lögregluvernd á Ítalíu

Franski fótboltamaðurinn Paul Pogba, sem er leikmaður Juventus á Ítalíu, fær nú vernd lögreglu þar í landi sökum meints fjárkúgunarmáls innan fjölskyldu hans.

Fótbolti
Fréttamynd

Vand­ræði Juventus halda á­fram

Ítalska stórliðið Juventus mátti þola 1-0 tap gegn nýliðum Monza í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta, í dag. Þá vann Lazio 4-0 sigur og fór upp fyrir fjendur sína í Roma í töflunni.

Fótbolti
Fréttamynd

Udinese á toppinn

Udinese tók á móti Inter í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta, í dag. Udinese vann 3-1 sigur og tyllti sér á topp deildarinnar.

Fótbolti