Ítalski boltinn

Fréttamynd

„Ekki upplifað svona blóðuga viku á Ítalíu síðan 2006“

„Við höfum ekki upplifað svona blóðuga viku á Ítalíu síðan 2006, Calciopoli-skandalinn,“ segir Björn Már Ólafsson, sérfræðingur um ítalska fótboltann, en hneykslismálið sem skekur ítalskan fótbolta þessa dagana var rætt í þaula í nýjasta þættinum af Punkti og basta.

Fótbolti
Fréttamynd

Inter mis­steig sig illi­lega

Inter tapaði óvænt á heimavelli fyrir Empoli í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta, í kvöld. Inter hafði unnið síðustu 9 deildarleiki sína gegn Empoli en tókst ekki að bæta þeim tíunda við, lokatölur á San Siro 0-1.

Fótbolti
Fréttamynd

Mynd­band: Frá­bær stoð­sending Alberts

Albert Guðmundsson lagði upp fyrra mark Genoa í mikilvægum 2-1 sigri liðsins á Benevento í Serie B, ítölsku B-deildinni í knattspyrnu. Markið kom eftir frábært spil leikmanna Genoa og hefur félagið nú birt myndband af markinu á samfélagsmiðlum sínum.

Fótbolti
Fréttamynd

Hvorki Anna Björk né Margrét í sigur­liði

Tveir íslenskir varnarmenn komu við sögu í leikjum dagsins í Serie A kvenna, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Anna Björk Kristjánsdóttir lék allan leikinn er Inter gerði jafntefli og Margrét Árnadóttir kom inn af bekknum þegar Parma tapaði.

Fótbolti
Fréttamynd

Vialli kvaddur, Napoli best í Evrópu og þjálfari rekinn í tvo daga

Mínútuþagnirnar fyrir leiki hafa verið svo margar í ítölsku deildinni eftir að nýtt ár gekk í garð að það liggur við að þær nái saman heilum fótboltaleik að lengd. Tilefnið hefur enda verið fráfall eins dáðasta sonar – og föður – ítalska boltans, Gianluca Vialli. Mannsins sem komist hefur næst því að tengja saman knattspyrnuheimana England og Ítalíu.

Fótbolti
Fréttamynd

Mikael Egill á förum frá Spezia

Landsliðsmaðurinn Mikael Egill Ellertsson er á förum frá ítalska úrvalsdeildarfélaginu Spezia á næstu dögum. Mikael Egill var hvergi sjáanlegur þegar Spezia lagði Torino 1-0 á útivelli í gær, sunnudag.

Fótbolti
Fréttamynd

Þrír útisigrar á Ítalíu

Þrír leikir eru búnir í Serie A í dag og hafa þeir allir unnist á útivelli. Lazio hangir með í pakka þeirra liða sem elta topplið Napoli.

Fótbolti
Fréttamynd

Mikilvæg stig í súginn hjá AC Milan

AC Milan varð af mikilvægum stigum í toppbaráttu ítölsku Serie A í dag þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Lecce. Napoli er nú með níu stiga forskot á toppi deildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Napoli pakkaði Juventus saman í toppslagnum á Ítalíu

Juventus hafði unnið átta leiki í röð án þess að fá á sig mark áður en að mætti toppliði Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, í kvöld. Juventus átti aldrei möguleika gegn Napoli í kvöld en leiknum lauk með 5-1 sigri heimamanna í Napoli.

Fótbolti
Fréttamynd

Sókn vinnur leiki en vinnur vörn titla?

Ítalska knattspyrnan er nú aftur farin á fleygiferð eftir langt og sorglegt hlé vegna heimsmeistarakeppninnar í Katar. Sorglegt auðvitað vegna þess þjóðin öðlaðist ekki þátttökurétt á mótinu og er þetta annað heimsmeistaramótið í röð þar sem þessi örlög biðu landsliðsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Mancini segir frá hinstu ósk vinar síns Vialli

Roberto Mancini, landsliðsþjálfari Ítalíu, hefur greint frá síðustu samskiptunum sem hann átti við fyrrum liðsfélaga sinn og vin til margra ára, Gianluca Vialli. Vialli lést eftir baráttu við krabbamein 6. janúar síðastliðinn.

Fótbolti