Þýski boltinn

Fréttamynd

Robben samdi við Bayern til ársins 2015

Hollendingurinn Arjen Robben ætlar að spila áfram með þýska liðinu Bayern Munchen en hann gekk í dag frá nýjum samningi sem nær til ársins 2015. Robben hefur spilað með Bayern frá árinu 2009.

Fótbolti
Fréttamynd

Raul og barnastóðið

Þjóðverjar eru höfðingjar heim að sækja og þeir koma fram við sitt fólk af virðingu. Þegar Raul tilkynnti að hann væri að fara frá félaginu tóku menn þar á bæ þeim fréttum alls ekkert ílla.

Fótbolti
Fréttamynd

Marko Marin til liðs við Chelsea

Chelsea hefur komist að samkomulagi við Werder Bremen um kaup á þýska landsliðsmanninum Marko Marin. Kaupverðið hefur verið ákveðið þó það sé óuppgefið en gengið verður frá kaupunum þegar félagaskiptaglugginn opnast í sumar.

Enski boltinn
Fréttamynd

Olic fer til Wolfsburg í sumar

Markamaskínan Ivica Olic er á förum frá FC Bayern í sumar en mun spila áfram í Þýskalandi því hann er búinn að semja við Wolfsburg til tveggja ára.

Fótbolti
Fréttamynd

Dortmund meistari í Þýskalandi

Borussia Dortmund tryggði sér í dag þýska meistaratitilinn í knattspyrnu annað árið í röð. Þó svo deildinni sé ekki lokið er forskot Dortmund það mikið að FC Bayern getur ekki náð liðinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Raul er á förum frá Schalke

Hinn 34 ára gamli spænski framherji, Raul, hefur ákveðið að leika ekki með Schalke í Þýskalandi á næstu leiktíð. Raul hefur leikið með Schalke undanfarin tvö ár eftir að hann fór frá Real Madrid á Spáni. Samningur hans rennur út í lok leiktíðar og ætlar Raul að finna sér nýja vinnuveitendur í sumar.

Fótbolti
Fréttamynd

Viðurkenndi að hafa skorað mark með hendinni

Það er enginn skortur á óheiðarlegum knattspyrnumönnum sem svífast einskis til þess að hjálpa sínu liði með leikaraskap og öðrum óheiðarlegum brögðum. Þýski knattspyrnumaðurinn Marius Ebbers hjá St. Pauli er svo sannarlega ekki einn þeirra.

Fótbolti
Fréttamynd

Breno kærður fyrir íkveikju

Varnarmaðurinn Breno, sem er á mála hjá Bayern München í Þýskalandi, hefur verið kærður fyrir íkveikju. Verði hann sakfelldur á hann von á að verða dæmdur til fangelsisvistar.

Fótbolti
Fréttamynd

Mynt grýtt í Podolski

Áhorfandi á leik Mainz og Kölnar í þýsku úrvalsdeildinni í gær kastaði smápening í höfuð sóknarmannsins Lukas Podolski.

Fótbolti
Fréttamynd

Dortmund vann risaslaginn gegn Bayern

Dortmund tók risaskref í átt að þýska meistaratitlinum í kvöld er liðið lagði Bayern München, 1-0, á Signal Iduna Park í kvöld. Það var Robert Lewandowski sem skoraði eina mark leiksins þrettán mínútum fyrir leikslok.

Fótbolti
Fréttamynd

Mario Gomez hafnaði Real Madrid - svo segir afi hans

Jose Gomez, afi þýska landsliðsframherjans Mario Gomez hjá Bayern München, hefur greint frá því að afabarnið hans hafi hafnað tilboði frá spænska stórliðnu Real Madrid. Gomez skrifaði í vikunni undir nýjan samning við Bayern til ársins 2016.

Fótbolti
Fréttamynd

Dortmund missti niður 2-0 forystu og tapaði stigum | Gott fyrir Bayern

Borussia Dortmund tapaði dýrmætum stigum í kvöld í baráttunni við Bayern München um þýska meistaratitilinn í fótbolta þegar liðið gerði 4-4 jafntefli á heimavelli á móti Stuttgart. Dortmund missti niður 2-0 forystu og lenti 2-3 undir en virtist vera að tryggja sér 4-3 sigur þegar Stuttgart skoraði jöfnunarmark í blálokin.

Fótbolti
Fréttamynd

Bayern mun ekki selja lykilmenn

Forráðamenn FC Bayern eru að byggja upp sterkt lið sem ætlar sér stóra hluti á næstu árum og félagið tekur því ekki í mál að selja leikmenn frá félaginu til annarra stórliða í Evrópu.

Fótbolti
Fréttamynd

Strákar, markið er þarna!

Stuðningsmenn þýska knattspyrnuliðsins Magdeburg eru orðnir þreyttir á markaleysi liðsins í vetur og hafa nú ákveðið að hjálpa liðinu við að skora.

Fótbolti
Fréttamynd

Bayern vill fá Huntelaar

Hollenski framherjinn Klaas-Jan Huntelaar hefur verið sjóðheitur í búningi Schalke í vetur og skorað 40 mörk í 39 leikjum. Það er því eðlilega mikill áhugi á honum frá öðrum liðum.

Fótbolti