Kaup og sala fyrirtækja Fíll í postulínsbúð? Svigrúm ríkisins til athafna á samkeppnismarkaði Þegar ríkisfyrirtæki kaupir eignir eða rekstur þarf að sama skapi að sýna fram á að ákvörðun standist prófið um skynsamlega hegðun markaðsaðila. Ef leiða má að því líkur að eignarhald ríkisins feli í sér einhvers konar forskot, til dæmis að því er varðar fjármögnun kaupanna eða arðsemiskröfu, fellur ríkið á prófinu og þá er um ríkisaðstoð í skilningi EES samningsins að ræða, að sögn lögmanns og sérfræðings í Evrópurétti. Umræðan 29.3.2024 11:15 Festi vill sættast við Samkeppniseftirlitið Festi hefur óskað eftir formlegum sáttaviðræðum við Samkeppniseftirlitið um möguleg skilyrði vegna kaupa félagsins á Lyfju. Viðskipti innlent 26.3.2024 10:05 Brýnt að undið verði ofan af kaupunum Þingmaður Viðreisnar segir brýnt að undið verði ofan af kaupum Landsbanks á TM tryggingum. Ekki gangi upp að banki sem er nánast að fullu í eigu ríkisins taki sér það vald, án þess að spyrja kóng eða prest, að að kaupa tryggingafélaga og færa þannig út kvíarnar inn á nýjan markað. Þingmaður Samfylkingar segir fjármálaráðherra hafa brugðist skyldum sínum. Innlent 20.3.2024 22:55 „Sjálfgræðismenn“ vilji koma Landsbankanum í hendur auðmanna Stefán Ólafsson, prófessor emeritus við Háskóla Íslands, segir „sjálfgræðismenn“ í Sjálfstæðisflokknum hafa önnur áform en að láta rekstur Landsbankans skila góðum árangri á meðan hann er í eigu ríkisins. Pólitískt upphlaup Sjálfstæðismanna vegna kaupa Landsbankans á TM sé vegna þessa áforma. Innlent 19.3.2024 22:53 KEA eignast Ferro Zink hf. að fullu KEA hefur keypt 30 prósenta hlut í Ferro Zink hf. af Jóni Dan Jóhannssyni og á eftir viðskiptin allt hlutafé í félaginu, sem er með starfsemi á Akureyri og í Hafnarfirði. Viðskipti innlent 19.3.2024 08:23 Telur að Kvika greiði út um fimmtán milljarða við söluna á TM Söluverð Kviku á TM var í samræmi við væntingar hlutabréfagreinenda sem telur að Kvika verði „sterkari“ eftir söluna en segir slæmt að fjárþurfa ríkissjóður sé með þessum kaupum Landsbankans að „dæla peningum inn í hagkerfið með vinstri hendinni.“ Sjóðstjóri reiknar með að Kvika muni greiða út um fimmtán milljarða samhliða sölunni í formi arðgreiðslna eða endurkaupum á eigin bréfum og hluthafar fái því ríflegan hluta söluverðsins til sín. Innherji 18.3.2024 15:58 Ardian hyggst fjórfalda umsvif Verne og leggja gagnaverunum til 163 milljarða Franska sjóðastýringarfyrirtækið Ardian mun leggja gagnaverum Verne, sem meðal annars er með starfsemi á Íslandi, til 1,2 milljarða Bandaríkjadala, jafnvirði 163 milljarða króna, til að vaxa í Norður-Evrópu og fjórfalda þannig umsvifin. Eftir kaupin hefur Ardian, sem á Mílu, fjárfest fyrir jafnvirði um það bil 120 milljarða á Íslandi. „Við erum einn stærsti erlendi fjárfestir á Íslandi og höfum mikla trú á landinu,“ segir framkvæmdastjóri hjá félaginu. Innherji 15.3.2024 07:14 Lífeyrissjóðir fái eignir Heimstaden á 15 milljarða afslætti Sjóður í eigu nokkurra lífeyrissjóða í stýringu Stefnis er sagður munu greiða 61 milljarð króna fyrir allt hlutafé í leigufélaginu Heimstaden. Fasteignamat eigna Heimstaden er tæpir 76 milljarðar króna. Viðskipti innlent 10.3.2024 13:00 Sverrir Viðar kaupir og sameinar tvö félög sem velta munu þremur milljörðum Sverrir Viðar Hauksson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Lykli og Heklu, og sjóður á vegum Ísafold Capital Partners hafa keypt Verslunartækni og Bako Ísberg í því skyni að sameina félögin. Sameinað félag munu að líkindum velta þremur milljörðum króna í ár. Innherji 8.3.2024 14:25 Þögull sem gröfin um söluna á Wok On til Davíðs Kristján Ólafur Sigríðarson, stofnandi og fyrrverandi eigandi og framkvæmdastjóri Wok on veitingastaðanna, segir lögreglu ekki hafa rætt við sig í tengslum við umfangsmiklar aðgerðir embættisins víða um land í gær. Hann segist enda ekki tengjast málinu með nokkrum hætti. Viðskipti innlent 6.3.2024 15:56 Starfsfólki hefur fjölgað hjá Kerecis eftir söluna Fjöldi starfsmanna fyrirtækisins Kerecis á Ísafirði hefur nærri tvöfaldast á tólf mánuðum og framleiðslan vaxið. Framleiðslustjórinn segir fyrirtækið leggja mikla áherslu að styðja við samfélagið í bænum. Viðskipti innlent 6.3.2024 08:00 ECIT Virtus kaupir bókhalds- og launaþjónustu PwC Bókhalds- og launaþjónusta PwC í Reykjavík hefur færst yfir til félagsins ECIT Virtus. Starfsemin verður héðan í frá rekin undir merkjum Virtus. Viðskipti innlent 1.3.2024 17:06 Skoða enn hvort Samherji og Síldarvinnslan séu sama fyrirtækið Samkeppniseftirlitið hefur hafið athugun á því hvort samband Samherja og Síldarvinnslunnar sé svo náið að félögin jafngildi einni efnahagslegri einingu en ekki samstarfi sjálfstæðra keppinauta. Viðskipti innlent 28.2.2024 11:30 Noona kaupir SalesCloud Noona Labs ehf., sem á og rekur markaðstorgið Noona og rekstrarumsjónarkerfið Noona HQ, hefur fest kaup á öllu hlutafé í hugbúnaðarfyrirtækinu SalesCloud ehf., sem hefur um áraraðir þróað sölu- og greiðslukerfi fyrir veitingastaði, bari, hótel og ýmsa afþreyingu hér á landi og í Svíþjóð. Viðskipti innlent 27.2.2024 10:26 Kaldbakur festir kaup á Optimar Fjárfestingafélagið Kaldbakur, sem er í eigu tveggja stofnenda Samherja, hefur gengið frá kaupum á hátæknifyrirtækinu Optimar af þýska eignarhaldsfélaginu Haniel. Optimar framleiðir sjálfvirk fiskvinnslukerfi til notkunar um borð í fiskiskipum, á landi og í fiskeldi og er með viðskiptavini í meira en 30 löndum. Viðskipti innlent 26.2.2024 11:03 Kaupa gagnaver í Finnlandi Borealis Data Center, sem rekur þrjú gagnaver hér á landi, hefur fest kaup á á gagnaveri í Kajaani í Norður-Finnlandi sem verður fyrsta starfsstöð félagsins erlendis. Viðskipti innlent 15.2.2024 09:08 Set velti fimm milljörðum og sett í söluferli Fjölskyldufyrirtækið Set á Selfossi, sem sérhæfir sig í fjölbreyttri starfsemi á lagnasviði, hefur verið sett í söluferli. Set velti um fimm milljörðum króna í fyrra og jukust tekjur um 33 prósent á milli ára. Að auki voru tekjur erlendra félaga innan samsteypunnar samanlagt um 2,5 milljarðar króna árið 2023. Innherji 13.2.2024 16:39 Halda fullum launum í fæðingarorlofi Verkfræðistofan Mannvit sem starfað hefur frá árinu 1963 heitir COWI frá og með næstu viku. COWI keypti íslensku verkfræðistofuna í fyrra og er nafnabreytingin hluti af sameiningarferli Mannvits við COWI-samstæðuna. Íslensku starfsfólki bjóðast fríðindi á borð við full laun í fæðingarorlofi. COWI sér fyrir sér vöxt og leitar að öflugu starfsfólki. Viðskipti innlent 9.2.2024 12:56 Næstum þrefaldur hagnaður af því að reisa Urðarfellsvirkjun Heildarvirði Urðarfellsvirkjunar var tæplega 17 sinnum hagnaður fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA) við kaup bresks orkusjóðs á virkjuninni í janúar. Munur á stofnverði og söluverði er næstum þrefaldur en virkjunin hóf að framleiða rafmagn fyrir um sex árum. Innherji 5.2.2024 14:31 Héðinn kaupir tvö félög Véltæknifyrirtækið Héðinn hf. gekk nýlega frá samningum um kaup á rekstri félaganna El-Rún ehf. og Hind ehf. Viðskipti innlent 29.1.2024 08:50 Breskur orkusjóður kaupir Urðarfellsvirkjun á 900 milljónir Breskur orku- og innviðasjóður hefur keypt Urðarfellsvirkjun á um fimm milljónir punda, jafnvirði tæplega 900 milljónir króna. Stærsti eigandi vatnsaflsvirkjunarinnar með um 90 prósent hlut var Bergþór Kristleifsson. Innherji 26.1.2024 15:10 Guðbjörg kaupir þrjú fyrirtæki Guðbjörg Magnea Matthíasdóttir útgerðarkona í Eyjum hefur keypt fyrirtækin Expert, Expert kæling og GS Import í gegnum félag sitt Fastus ehf sem sérhæfir sig í heildsöluverslun. Hið sameinaða fyrirtæki ber heitið Fastus ehf., en starfsemi þess skiptist nú í tvö meginsvið; Fastus heilsu og Expert. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fastus. Viðskipti innlent 23.1.2024 10:26 Viðræður hafnar um samruna Samkaupa við Heimkaup og Orkuna Fjárfestingafélagið Skel og Samkaup hafa undirritað yfirlýsingu um að hefja könnunarviðræður vegna mögulegs samruna Samkaupa við Orkuna og Heimkaup. Þetta kemur fram í tilkynningu Skeljar til Kauphallar. Viðskipti innlent 19.1.2024 17:39 Össur kaupir þýskt stoðtækjafyrirtæki Össur hefur undirritað samning um kaup á öllum hlutum þýska stoðtækjafyrirtækisins Fior & Gentz. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Össuri en tilkynnt var um kaupin rétt í þessu. Viðskipti innlent 16.1.2024 08:08 158 milljón króna gjaldþrot félags Ásgeirs Kolbeins Lýstar kröfur í þrotabú félagsins Soho Veitingar ehf. námu 158 milljónum króna. Félagið var í meirihlutaeigu hjónanna Sólveigar Birnu Gísladóttur og Einars Jóhannesar Lárussonar en athafnamaðurinn Ásgeir Kolbeinsson átti tuttugu prósenta hlut í því. Félagið sá um rekstur veitingastaðarins Pünk á Hverfisgötu en Ásgeir var um tíma framkvæmdastjóri staðarins. Viðskipti innlent 15.1.2024 12:58 Lyfjarisar keppast um að kaupa líftæknifyrirtæki Stærstu lyfjafyrirtæki í heimi keppast um að kaupa líftæknifyrirtæki til að efla framleiðslu sína. Stjórnendur lyfjaframleiðenda vilja hafa hraða hendur því einkaréttur á allt að 170 lyfjum mun falla úr gildi við upphaf næsta áratugar sem standa undir næstum 400 milljarða Bandaríkjadala í tekjum fyrir stærstu fyrirtækin. Innherji 12.1.2024 16:10 Sólar og Mánar sameinast Sólar ehf. og Mánar ehf. hafa náð samkomulagi um að sameina félögin undir nafni Sólar. Viðskipti innlent 11.1.2024 13:28 JBT fær tveggja vikna frest Marel hefur verið upplýst um að fjármálaeftirlit Seðlabankans hafi veitt JBT tveggja vikna framlengingu á fresti til þess að birta lokaákvörðun um hvort það hyggist gera yfirtökutilboð í Marel. Viðskipti innlent 5.1.2024 15:56 Skel gerði tilboð sem KEA gat ekki hafnað KEA hefur selt fjárfestingafélaginu Skel allt hlutafé sitt í Eignarhaldsfélaginu Bjarma ehf. sem haldið hefur utan um fimm prósenta eignarhlut KEA í matvörukeðjunni Samkaup hf. Viðskipti innlent 3.1.2024 11:45 Nokkur óskuldbindandi tilboð gerð í TM Nokkur óskuldbindandi tilboð hafa borist Kviku í hlutabréf TM, bæði í félagið í heild og að hluta. Fjórum aðilum hefur verið boðið að halda áfram í söluferlinu. Viðskipti innlent 22.12.2023 12:53 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 8 9 … 13 ›
Fíll í postulínsbúð? Svigrúm ríkisins til athafna á samkeppnismarkaði Þegar ríkisfyrirtæki kaupir eignir eða rekstur þarf að sama skapi að sýna fram á að ákvörðun standist prófið um skynsamlega hegðun markaðsaðila. Ef leiða má að því líkur að eignarhald ríkisins feli í sér einhvers konar forskot, til dæmis að því er varðar fjármögnun kaupanna eða arðsemiskröfu, fellur ríkið á prófinu og þá er um ríkisaðstoð í skilningi EES samningsins að ræða, að sögn lögmanns og sérfræðings í Evrópurétti. Umræðan 29.3.2024 11:15
Festi vill sættast við Samkeppniseftirlitið Festi hefur óskað eftir formlegum sáttaviðræðum við Samkeppniseftirlitið um möguleg skilyrði vegna kaupa félagsins á Lyfju. Viðskipti innlent 26.3.2024 10:05
Brýnt að undið verði ofan af kaupunum Þingmaður Viðreisnar segir brýnt að undið verði ofan af kaupum Landsbanks á TM tryggingum. Ekki gangi upp að banki sem er nánast að fullu í eigu ríkisins taki sér það vald, án þess að spyrja kóng eða prest, að að kaupa tryggingafélaga og færa þannig út kvíarnar inn á nýjan markað. Þingmaður Samfylkingar segir fjármálaráðherra hafa brugðist skyldum sínum. Innlent 20.3.2024 22:55
„Sjálfgræðismenn“ vilji koma Landsbankanum í hendur auðmanna Stefán Ólafsson, prófessor emeritus við Háskóla Íslands, segir „sjálfgræðismenn“ í Sjálfstæðisflokknum hafa önnur áform en að láta rekstur Landsbankans skila góðum árangri á meðan hann er í eigu ríkisins. Pólitískt upphlaup Sjálfstæðismanna vegna kaupa Landsbankans á TM sé vegna þessa áforma. Innlent 19.3.2024 22:53
KEA eignast Ferro Zink hf. að fullu KEA hefur keypt 30 prósenta hlut í Ferro Zink hf. af Jóni Dan Jóhannssyni og á eftir viðskiptin allt hlutafé í félaginu, sem er með starfsemi á Akureyri og í Hafnarfirði. Viðskipti innlent 19.3.2024 08:23
Telur að Kvika greiði út um fimmtán milljarða við söluna á TM Söluverð Kviku á TM var í samræmi við væntingar hlutabréfagreinenda sem telur að Kvika verði „sterkari“ eftir söluna en segir slæmt að fjárþurfa ríkissjóður sé með þessum kaupum Landsbankans að „dæla peningum inn í hagkerfið með vinstri hendinni.“ Sjóðstjóri reiknar með að Kvika muni greiða út um fimmtán milljarða samhliða sölunni í formi arðgreiðslna eða endurkaupum á eigin bréfum og hluthafar fái því ríflegan hluta söluverðsins til sín. Innherji 18.3.2024 15:58
Ardian hyggst fjórfalda umsvif Verne og leggja gagnaverunum til 163 milljarða Franska sjóðastýringarfyrirtækið Ardian mun leggja gagnaverum Verne, sem meðal annars er með starfsemi á Íslandi, til 1,2 milljarða Bandaríkjadala, jafnvirði 163 milljarða króna, til að vaxa í Norður-Evrópu og fjórfalda þannig umsvifin. Eftir kaupin hefur Ardian, sem á Mílu, fjárfest fyrir jafnvirði um það bil 120 milljarða á Íslandi. „Við erum einn stærsti erlendi fjárfestir á Íslandi og höfum mikla trú á landinu,“ segir framkvæmdastjóri hjá félaginu. Innherji 15.3.2024 07:14
Lífeyrissjóðir fái eignir Heimstaden á 15 milljarða afslætti Sjóður í eigu nokkurra lífeyrissjóða í stýringu Stefnis er sagður munu greiða 61 milljarð króna fyrir allt hlutafé í leigufélaginu Heimstaden. Fasteignamat eigna Heimstaden er tæpir 76 milljarðar króna. Viðskipti innlent 10.3.2024 13:00
Sverrir Viðar kaupir og sameinar tvö félög sem velta munu þremur milljörðum Sverrir Viðar Hauksson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Lykli og Heklu, og sjóður á vegum Ísafold Capital Partners hafa keypt Verslunartækni og Bako Ísberg í því skyni að sameina félögin. Sameinað félag munu að líkindum velta þremur milljörðum króna í ár. Innherji 8.3.2024 14:25
Þögull sem gröfin um söluna á Wok On til Davíðs Kristján Ólafur Sigríðarson, stofnandi og fyrrverandi eigandi og framkvæmdastjóri Wok on veitingastaðanna, segir lögreglu ekki hafa rætt við sig í tengslum við umfangsmiklar aðgerðir embættisins víða um land í gær. Hann segist enda ekki tengjast málinu með nokkrum hætti. Viðskipti innlent 6.3.2024 15:56
Starfsfólki hefur fjölgað hjá Kerecis eftir söluna Fjöldi starfsmanna fyrirtækisins Kerecis á Ísafirði hefur nærri tvöfaldast á tólf mánuðum og framleiðslan vaxið. Framleiðslustjórinn segir fyrirtækið leggja mikla áherslu að styðja við samfélagið í bænum. Viðskipti innlent 6.3.2024 08:00
ECIT Virtus kaupir bókhalds- og launaþjónustu PwC Bókhalds- og launaþjónusta PwC í Reykjavík hefur færst yfir til félagsins ECIT Virtus. Starfsemin verður héðan í frá rekin undir merkjum Virtus. Viðskipti innlent 1.3.2024 17:06
Skoða enn hvort Samherji og Síldarvinnslan séu sama fyrirtækið Samkeppniseftirlitið hefur hafið athugun á því hvort samband Samherja og Síldarvinnslunnar sé svo náið að félögin jafngildi einni efnahagslegri einingu en ekki samstarfi sjálfstæðra keppinauta. Viðskipti innlent 28.2.2024 11:30
Noona kaupir SalesCloud Noona Labs ehf., sem á og rekur markaðstorgið Noona og rekstrarumsjónarkerfið Noona HQ, hefur fest kaup á öllu hlutafé í hugbúnaðarfyrirtækinu SalesCloud ehf., sem hefur um áraraðir þróað sölu- og greiðslukerfi fyrir veitingastaði, bari, hótel og ýmsa afþreyingu hér á landi og í Svíþjóð. Viðskipti innlent 27.2.2024 10:26
Kaldbakur festir kaup á Optimar Fjárfestingafélagið Kaldbakur, sem er í eigu tveggja stofnenda Samherja, hefur gengið frá kaupum á hátæknifyrirtækinu Optimar af þýska eignarhaldsfélaginu Haniel. Optimar framleiðir sjálfvirk fiskvinnslukerfi til notkunar um borð í fiskiskipum, á landi og í fiskeldi og er með viðskiptavini í meira en 30 löndum. Viðskipti innlent 26.2.2024 11:03
Kaupa gagnaver í Finnlandi Borealis Data Center, sem rekur þrjú gagnaver hér á landi, hefur fest kaup á á gagnaveri í Kajaani í Norður-Finnlandi sem verður fyrsta starfsstöð félagsins erlendis. Viðskipti innlent 15.2.2024 09:08
Set velti fimm milljörðum og sett í söluferli Fjölskyldufyrirtækið Set á Selfossi, sem sérhæfir sig í fjölbreyttri starfsemi á lagnasviði, hefur verið sett í söluferli. Set velti um fimm milljörðum króna í fyrra og jukust tekjur um 33 prósent á milli ára. Að auki voru tekjur erlendra félaga innan samsteypunnar samanlagt um 2,5 milljarðar króna árið 2023. Innherji 13.2.2024 16:39
Halda fullum launum í fæðingarorlofi Verkfræðistofan Mannvit sem starfað hefur frá árinu 1963 heitir COWI frá og með næstu viku. COWI keypti íslensku verkfræðistofuna í fyrra og er nafnabreytingin hluti af sameiningarferli Mannvits við COWI-samstæðuna. Íslensku starfsfólki bjóðast fríðindi á borð við full laun í fæðingarorlofi. COWI sér fyrir sér vöxt og leitar að öflugu starfsfólki. Viðskipti innlent 9.2.2024 12:56
Næstum þrefaldur hagnaður af því að reisa Urðarfellsvirkjun Heildarvirði Urðarfellsvirkjunar var tæplega 17 sinnum hagnaður fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA) við kaup bresks orkusjóðs á virkjuninni í janúar. Munur á stofnverði og söluverði er næstum þrefaldur en virkjunin hóf að framleiða rafmagn fyrir um sex árum. Innherji 5.2.2024 14:31
Héðinn kaupir tvö félög Véltæknifyrirtækið Héðinn hf. gekk nýlega frá samningum um kaup á rekstri félaganna El-Rún ehf. og Hind ehf. Viðskipti innlent 29.1.2024 08:50
Breskur orkusjóður kaupir Urðarfellsvirkjun á 900 milljónir Breskur orku- og innviðasjóður hefur keypt Urðarfellsvirkjun á um fimm milljónir punda, jafnvirði tæplega 900 milljónir króna. Stærsti eigandi vatnsaflsvirkjunarinnar með um 90 prósent hlut var Bergþór Kristleifsson. Innherji 26.1.2024 15:10
Guðbjörg kaupir þrjú fyrirtæki Guðbjörg Magnea Matthíasdóttir útgerðarkona í Eyjum hefur keypt fyrirtækin Expert, Expert kæling og GS Import í gegnum félag sitt Fastus ehf sem sérhæfir sig í heildsöluverslun. Hið sameinaða fyrirtæki ber heitið Fastus ehf., en starfsemi þess skiptist nú í tvö meginsvið; Fastus heilsu og Expert. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fastus. Viðskipti innlent 23.1.2024 10:26
Viðræður hafnar um samruna Samkaupa við Heimkaup og Orkuna Fjárfestingafélagið Skel og Samkaup hafa undirritað yfirlýsingu um að hefja könnunarviðræður vegna mögulegs samruna Samkaupa við Orkuna og Heimkaup. Þetta kemur fram í tilkynningu Skeljar til Kauphallar. Viðskipti innlent 19.1.2024 17:39
Össur kaupir þýskt stoðtækjafyrirtæki Össur hefur undirritað samning um kaup á öllum hlutum þýska stoðtækjafyrirtækisins Fior & Gentz. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Össuri en tilkynnt var um kaupin rétt í þessu. Viðskipti innlent 16.1.2024 08:08
158 milljón króna gjaldþrot félags Ásgeirs Kolbeins Lýstar kröfur í þrotabú félagsins Soho Veitingar ehf. námu 158 milljónum króna. Félagið var í meirihlutaeigu hjónanna Sólveigar Birnu Gísladóttur og Einars Jóhannesar Lárussonar en athafnamaðurinn Ásgeir Kolbeinsson átti tuttugu prósenta hlut í því. Félagið sá um rekstur veitingastaðarins Pünk á Hverfisgötu en Ásgeir var um tíma framkvæmdastjóri staðarins. Viðskipti innlent 15.1.2024 12:58
Lyfjarisar keppast um að kaupa líftæknifyrirtæki Stærstu lyfjafyrirtæki í heimi keppast um að kaupa líftæknifyrirtæki til að efla framleiðslu sína. Stjórnendur lyfjaframleiðenda vilja hafa hraða hendur því einkaréttur á allt að 170 lyfjum mun falla úr gildi við upphaf næsta áratugar sem standa undir næstum 400 milljarða Bandaríkjadala í tekjum fyrir stærstu fyrirtækin. Innherji 12.1.2024 16:10
Sólar og Mánar sameinast Sólar ehf. og Mánar ehf. hafa náð samkomulagi um að sameina félögin undir nafni Sólar. Viðskipti innlent 11.1.2024 13:28
JBT fær tveggja vikna frest Marel hefur verið upplýst um að fjármálaeftirlit Seðlabankans hafi veitt JBT tveggja vikna framlengingu á fresti til þess að birta lokaákvörðun um hvort það hyggist gera yfirtökutilboð í Marel. Viðskipti innlent 5.1.2024 15:56
Skel gerði tilboð sem KEA gat ekki hafnað KEA hefur selt fjárfestingafélaginu Skel allt hlutafé sitt í Eignarhaldsfélaginu Bjarma ehf. sem haldið hefur utan um fimm prósenta eignarhlut KEA í matvörukeðjunni Samkaup hf. Viðskipti innlent 3.1.2024 11:45
Nokkur óskuldbindandi tilboð gerð í TM Nokkur óskuldbindandi tilboð hafa borist Kviku í hlutabréf TM, bæði í félagið í heild og að hluta. Fjórum aðilum hefur verið boðið að halda áfram í söluferlinu. Viðskipti innlent 22.12.2023 12:53