Kaup og sala fyrirtækja

Fréttamynd

Síldarvinnslan blæs til sóknar og samlegðar

Kaup Síldarvinnslunnar á Vísi eru um margt merkileg. Ekki aðeins vegna stærðargráðunnar – heildarkaupverðið nemur 31 milljarði að teknu tilliti til vaxtaberandi skulda að upphæð 11 milljarða – heldur eins að þau eru að meirihluta (70%) fjármögnuð með hlutabréfum í Síldarvinnslunni. Eigendur Vísis munu þannig verða fimmti stærsti hluthafinn í útgerðarrisanum fyrir austan með liðlega 8,5 prósenta hlut þegar viðskiptin klárast.

Klinkið
Fréttamynd

Olís selur Mjöll Frigg

Olís ehf., dótturfélag Haga hf. og Takk Hreinlæti ehf. undirrituðu í dag kaupsamning um kaup Takk Hreinlætis á öllu hlutafé Mjallar Friggjar. Kaupin eru gerð með fyrirvara um afstöðu Samkeppniseftirlitsins

Viðskipti innlent
Fréttamynd

SKE heimilar kaup Rapyd á Valitor

Samkeppniseftirlitið hefur heimilað sölu Arion banka á færsluhirðinum Valitor til Rapyd með því skilyrði að Rapyd selji ákveðinn hluta af færsluhirðingarsamningum sameinaðs félags til Kviku banka. Arion hefur jafnframt óskað eftir heimild til að hrinda 10 milljarða króna endurkaupaáætlun í framkvæmd.

Innherji
Fréttamynd

Alfa framtak bætti við hlut sinn í Nox og hækkaði verðmatið

Framtakssjóðastýringin Alfa framtak verðmetur Nox Holding, sem heldur á um 76 prósenta hlut í heilsutæknisamstæðunni Nox Health, á nærri 12 milljarða króna og hækkaði verðmatið töluvert milli ára. Þetta má lesa úr ársreikningi framtakssjóðsins Umbreytingar.

Innherji
Fréttamynd

Musk í­hugar að rukka vissa aðila fyrir notkun Twitter

Auðkýfingurinn Elon Musk, sem vinnur nú að því að ganga frá kaupum sínum á Twitter, segir að samfélagsmiðilinn komi mögulega til með að rukka stjórnvöld og aðila sem noti Twitter í viðskiptalegum tilgangi „vægt“ gjald fyrir notkunina. Þó muni almennir notendur ávallt geta notað Twitter að endurgjaldslausu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Íslandsbanki kominn í einkaviðræður um sölu á gagnaverinu á Korputorgi

Íslandsbanki er samkvæmt heimildum Innherja kominn í einkaviðræður um sölu á hátæknigagnaverinu Reykjavík DC á Korputorgi en bankinn tók yfir gagnaverið á síðasta ári vegna fjárhagsvandræða. Um er að ræða innlenda aðila sem njóta stuðnings frá erlendum fjárfestum og gæti salan gengið í gegn á næstu vikum. 

Innherji
Fréttamynd

SE heimilar sam­runa Ferða­skrif­stofu Ís­lands og Heims­ferða

Samkeppniseftirlitið (SE) hefur heimilað kaup Ferðaskrifstofu Íslands á rekstri Heimsferða á grundvelli sáttar sem fyrirtækin hafa gert við eftirlitið. Fyrir heimsfaraldur fóru þrjár ferðaskrifstofur með 75 til 80% markaðshlutdeild á markaði fyrir sölu pakkaferða frá Íslandi. Fyrirtækin verða nú tvö en hinn stóri aðilinn er Icelandair samstæðan. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Advania kaupir Azzure IT

Advania hefur fest kaup á breska fyrirtækinu Azzure IT sem sérhæfir sig í viðskiptakerfum Microsoft í skýinu. Með kaupunum bætast sextíu nýir sérfræðingar á því sviði í hóp Advania-samstæðunnar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hundrað daga plan leggur grunn að umbreytingum Alfa Framtaks

Fjárfestingar Alfa Framtaks, sem nýlega gekk frá fjármögnun á 15 milljarða króna framtakssjóði, í fjölskyldufyrirtækjum hafa miðað að því að gera fyrirtækin óháð eigendum þeirra svo að þeir verði með seljanlega eign í höndunum og ekki bundnir við reksturinn til elífðarnóns. Gunnar Páll Tryggvason, framkvæmdastjóri segir að eftir hverja fjárfestingu sé ráðist í hundrað daga plan sem leggur grunninn að ábatasömu eignarhaldi.

Innherji