Hækka hugsanlegt tilboð um 22 milljarða króna Árni Sæberg skrifar 14. desember 2023 07:45 Verulega hefur gustað um Marel undanfarin misseri. Vísir/Vilhelm Marel hefur borist uppfærð óskuldbindandi viljayfirlýsing frá John Bean Technologies Corporation, JBT, varðandi mögulegt tilboð í öll hlutabréf í félaginu. JBT lýsir yfir vilja til að greiða mögulega átta prósent meira fyrir hvern hlut í félaginu. Það gerir um 22 milljörðum króna meira en í upphaflegri yfirlýsingu. Í tilkynningu Marel til Kauphallar í gær er vísað til fyrri tilkynningar til markaðar þann 24. nóvember síðastliðinn varðandi fyrri óskuldbindandi viljayfirlýsingu JBT. Þá var fyrirhugað verð á hlut í yfirlýsingunni 3,15 evrur eða 482 krónur. Miðað við það væri Marel metið á 363 milljarða króna. Í nýrri yfirlýsingu kemur skýrt fram að ekki sé um að ræða lagalega bindandi skuldbindingu og að verði valkvætt yfirtökutilboð lagt fram á síðari stigum, yrði slíkt tilboð háð margvíslegum skilyrðum. Feðgarnir selja ekki öðrum en JBT Í uppfærðu viljayfirlýsingunni er vísað til óafturkallanlegrar yfirlýsingar Eyris Invest hf., eiganda 24,7 prósent hlutafjár í Marel, um stuðning Eyris Invest hf. við fyrri viljayfirlýsingu sem og betra tilboð frá JBT ef svo bæri undir. Jafnframt er í viljayfirlýsingunni vísað til samkomulags Eyris Invest hf. og JBT um að Eyrir gangi ekki til viðræðna við aðra en JBT um sölu hlutafjár Eyris í Marel. Eyrir Invest er í tæplega þriðjungseigu feðganna Þórðar Magnússonar og Árna Odds Þórðarsonar, sem lengi vel fóru með tögl og hagldir í Marel. Töluvert hefur dregið úr áhrifum þeirra innan félagsins eftir að Þórður lét af störfum sem stjórnarformaður Eyris og Árni Oddur lét af störfum sem forstjóri Marel. Bjóða átta prósent meira og sveigjanleika í samsetningu endurgjalds Í nýrri óskuldbindandi viljayfirlýsingu JBT er fyrirhugað verð 3,40 evrur á hlut, 511 krónur á hlut miðað við skiptigengi 150,3, fyrir allt útistandandi hlutafé í Marel. Þá er tillaga JBT að verðmati byggð á þeirri forsendu að útistandandi hlutir í Marel séu 754 milljónir og staða áhvílandi lána nemi 827 milljónum evra. Það gerir um 385,3 milljarða króna, ríflega 22 milljörðum meira en í upphaflegri yfirlýsingu. Þá segir að í viljayfirlýsingunni sé gert ráð fyrir sveigjanleika í samsetningu endurgjalds eða að allt að 50 prósent af endurgjaldinu verði greitt með reiðufé og allt að 100 prósent verði í formi hlutabréfa í sameinuðu félagi JBT og Marel. Í fyrri yfirlýsingu var gert ráð fyrir að 25 prósent yrði greitt í reiðufé og rest í hlutabréfum í sameinuðu félagi. Það kemur jafnframt fram að hluthafar Marel muni eiga um það bil 38 prósent af hlutum í sameinuðu félagi eftir möguleg viðskipti ef byggt er á 25 prósent hlutfalli reiðufjár og 75 prósent í hlutabréfum. Ef byggt er á 100 prósent greiðslu í hlutabréfum myndu hluthafar Marel eiga um 45 prósent hlutafjár í sameinuðu félagi. Engar frekari upplýsingar koma fram eða liggja fyrir um gengi hluta í JBT eða hugsanlegt skiptigengi. Marel Kaup og sala fyrirtækja Kauphöllin Tengdar fréttir Gengi Marel „sigið niður á við“ eftir mikinn sprett í kjölfar yfirtökutilboðs Gengi Marels hefur farið lækkandi að undanförnu í tiltölulega lítilli veltu eftir að hafa hækkað verulega eftir að óskuldbindandi tilboð barst frá erlendum keppinaut í félagið sem stjórn þess hafnaði. Forstöðumaður í eignastýringu segir að á meðan engin tíðindi berist af yfirtökumálum eða rekstri félagsins sé líklegt að verðþróun Marel ráðist að mestu af ytri aðstæðum og stemningu á markaði. 13. desember 2023 14:30 Árni tekur stoltur við sem forstjóri Marel Árni Sigurðsson hefur verið ráðinn forstjóri Marel. Hann hefur gengt starfinu tímabundið undanfarnar vikur eftir að Árni Oddur Þórðarson lauk störfum hjá fyrirtækinu. 11. desember 2023 17:26 Yfirtökuboðinu var ætlað að hagnast á veikri stjórn Marels og erfiðleikum Eyris Evrópski vogunarsjóðurinn Teleios Capital Partners, einn stærsti erlendi fjárfestirinn í hluthafahópi Marels með 3,3 prósenta hlut, gagnrýnir harðlega stjórn fyrirtækisins fyrir að hafa ekki gætt að umboðsskyldu sinni gagnvart öllum hluthöfum og segir vanhugsaðar ákvarðanir þáverandi stjórnenda Eyris valda því að fjárfestingafélagið rambi nú á barmi gjaldþrots. Sjóðurinn styður ákvörðun stjórnar að hafna mögulegu tilboði John Bean Technologies en segir þörf á skýrleika um eignarhald Marels, sem hafi ekki reynst farsælt með Eyri sem aðaleigenda, til framtíðar litið. 29. nóvember 2023 14:34 Stjórnin hafi hagsmuni allra hluthafa að leiðarljósi Stjórn Marel hefur svarað harðri gagnrýni evrópska vogunarsjóðsins Teleios Capital Partners, sem birti í dag opið bréf til stjórnarformannsins. Stjórnin segist hafa ýtrustu hagsmuni allra hluthafa og annarra hagaðila að leiðarljósi. 29. nóvember 2023 20:38 Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira
Í tilkynningu Marel til Kauphallar í gær er vísað til fyrri tilkynningar til markaðar þann 24. nóvember síðastliðinn varðandi fyrri óskuldbindandi viljayfirlýsingu JBT. Þá var fyrirhugað verð á hlut í yfirlýsingunni 3,15 evrur eða 482 krónur. Miðað við það væri Marel metið á 363 milljarða króna. Í nýrri yfirlýsingu kemur skýrt fram að ekki sé um að ræða lagalega bindandi skuldbindingu og að verði valkvætt yfirtökutilboð lagt fram á síðari stigum, yrði slíkt tilboð háð margvíslegum skilyrðum. Feðgarnir selja ekki öðrum en JBT Í uppfærðu viljayfirlýsingunni er vísað til óafturkallanlegrar yfirlýsingar Eyris Invest hf., eiganda 24,7 prósent hlutafjár í Marel, um stuðning Eyris Invest hf. við fyrri viljayfirlýsingu sem og betra tilboð frá JBT ef svo bæri undir. Jafnframt er í viljayfirlýsingunni vísað til samkomulags Eyris Invest hf. og JBT um að Eyrir gangi ekki til viðræðna við aðra en JBT um sölu hlutafjár Eyris í Marel. Eyrir Invest er í tæplega þriðjungseigu feðganna Þórðar Magnússonar og Árna Odds Þórðarsonar, sem lengi vel fóru með tögl og hagldir í Marel. Töluvert hefur dregið úr áhrifum þeirra innan félagsins eftir að Þórður lét af störfum sem stjórnarformaður Eyris og Árni Oddur lét af störfum sem forstjóri Marel. Bjóða átta prósent meira og sveigjanleika í samsetningu endurgjalds Í nýrri óskuldbindandi viljayfirlýsingu JBT er fyrirhugað verð 3,40 evrur á hlut, 511 krónur á hlut miðað við skiptigengi 150,3, fyrir allt útistandandi hlutafé í Marel. Þá er tillaga JBT að verðmati byggð á þeirri forsendu að útistandandi hlutir í Marel séu 754 milljónir og staða áhvílandi lána nemi 827 milljónum evra. Það gerir um 385,3 milljarða króna, ríflega 22 milljörðum meira en í upphaflegri yfirlýsingu. Þá segir að í viljayfirlýsingunni sé gert ráð fyrir sveigjanleika í samsetningu endurgjalds eða að allt að 50 prósent af endurgjaldinu verði greitt með reiðufé og allt að 100 prósent verði í formi hlutabréfa í sameinuðu félagi JBT og Marel. Í fyrri yfirlýsingu var gert ráð fyrir að 25 prósent yrði greitt í reiðufé og rest í hlutabréfum í sameinuðu félagi. Það kemur jafnframt fram að hluthafar Marel muni eiga um það bil 38 prósent af hlutum í sameinuðu félagi eftir möguleg viðskipti ef byggt er á 25 prósent hlutfalli reiðufjár og 75 prósent í hlutabréfum. Ef byggt er á 100 prósent greiðslu í hlutabréfum myndu hluthafar Marel eiga um 45 prósent hlutafjár í sameinuðu félagi. Engar frekari upplýsingar koma fram eða liggja fyrir um gengi hluta í JBT eða hugsanlegt skiptigengi.
Marel Kaup og sala fyrirtækja Kauphöllin Tengdar fréttir Gengi Marel „sigið niður á við“ eftir mikinn sprett í kjölfar yfirtökutilboðs Gengi Marels hefur farið lækkandi að undanförnu í tiltölulega lítilli veltu eftir að hafa hækkað verulega eftir að óskuldbindandi tilboð barst frá erlendum keppinaut í félagið sem stjórn þess hafnaði. Forstöðumaður í eignastýringu segir að á meðan engin tíðindi berist af yfirtökumálum eða rekstri félagsins sé líklegt að verðþróun Marel ráðist að mestu af ytri aðstæðum og stemningu á markaði. 13. desember 2023 14:30 Árni tekur stoltur við sem forstjóri Marel Árni Sigurðsson hefur verið ráðinn forstjóri Marel. Hann hefur gengt starfinu tímabundið undanfarnar vikur eftir að Árni Oddur Þórðarson lauk störfum hjá fyrirtækinu. 11. desember 2023 17:26 Yfirtökuboðinu var ætlað að hagnast á veikri stjórn Marels og erfiðleikum Eyris Evrópski vogunarsjóðurinn Teleios Capital Partners, einn stærsti erlendi fjárfestirinn í hluthafahópi Marels með 3,3 prósenta hlut, gagnrýnir harðlega stjórn fyrirtækisins fyrir að hafa ekki gætt að umboðsskyldu sinni gagnvart öllum hluthöfum og segir vanhugsaðar ákvarðanir þáverandi stjórnenda Eyris valda því að fjárfestingafélagið rambi nú á barmi gjaldþrots. Sjóðurinn styður ákvörðun stjórnar að hafna mögulegu tilboði John Bean Technologies en segir þörf á skýrleika um eignarhald Marels, sem hafi ekki reynst farsælt með Eyri sem aðaleigenda, til framtíðar litið. 29. nóvember 2023 14:34 Stjórnin hafi hagsmuni allra hluthafa að leiðarljósi Stjórn Marel hefur svarað harðri gagnrýni evrópska vogunarsjóðsins Teleios Capital Partners, sem birti í dag opið bréf til stjórnarformannsins. Stjórnin segist hafa ýtrustu hagsmuni allra hluthafa og annarra hagaðila að leiðarljósi. 29. nóvember 2023 20:38 Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira
Gengi Marel „sigið niður á við“ eftir mikinn sprett í kjölfar yfirtökutilboðs Gengi Marels hefur farið lækkandi að undanförnu í tiltölulega lítilli veltu eftir að hafa hækkað verulega eftir að óskuldbindandi tilboð barst frá erlendum keppinaut í félagið sem stjórn þess hafnaði. Forstöðumaður í eignastýringu segir að á meðan engin tíðindi berist af yfirtökumálum eða rekstri félagsins sé líklegt að verðþróun Marel ráðist að mestu af ytri aðstæðum og stemningu á markaði. 13. desember 2023 14:30
Árni tekur stoltur við sem forstjóri Marel Árni Sigurðsson hefur verið ráðinn forstjóri Marel. Hann hefur gengt starfinu tímabundið undanfarnar vikur eftir að Árni Oddur Þórðarson lauk störfum hjá fyrirtækinu. 11. desember 2023 17:26
Yfirtökuboðinu var ætlað að hagnast á veikri stjórn Marels og erfiðleikum Eyris Evrópski vogunarsjóðurinn Teleios Capital Partners, einn stærsti erlendi fjárfestirinn í hluthafahópi Marels með 3,3 prósenta hlut, gagnrýnir harðlega stjórn fyrirtækisins fyrir að hafa ekki gætt að umboðsskyldu sinni gagnvart öllum hluthöfum og segir vanhugsaðar ákvarðanir þáverandi stjórnenda Eyris valda því að fjárfestingafélagið rambi nú á barmi gjaldþrots. Sjóðurinn styður ákvörðun stjórnar að hafna mögulegu tilboði John Bean Technologies en segir þörf á skýrleika um eignarhald Marels, sem hafi ekki reynst farsælt með Eyri sem aðaleigenda, til framtíðar litið. 29. nóvember 2023 14:34
Stjórnin hafi hagsmuni allra hluthafa að leiðarljósi Stjórn Marel hefur svarað harðri gagnrýni evrópska vogunarsjóðsins Teleios Capital Partners, sem birti í dag opið bréf til stjórnarformannsins. Stjórnin segist hafa ýtrustu hagsmuni allra hluthafa og annarra hagaðila að leiðarljósi. 29. nóvember 2023 20:38