Tímamót í Vesturbænum: Hræðilega sárt að selja „barnið hans Þóris“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. október 2023 19:29 Ásta Björk Sveinbjörnsdóttir fyrir framan Blómatorgið í Vesturbæ. Hún harmar mjög að þurfa að selja búðina og reksturinn. Vísir/Einar Elsta starfandi blómabúð landsins, sem hefur verið rekin af sömu fjölskyldunni frá stofnun, er komin á sölu. Eigandi segir það skelfilega sárt að selja búðina en ekkert annað sé í stöðunni. Ásta Björk Sveinbjörnsdóttir eigandi Blómatorgsins var aðeins sextán ára þegar hún byrjaði að afgreiða í búðinni. Sigurður Guðmundsson, tengdafaðir hennar og stofnandi Blómatorgsins, rak þá búðina og hafði gert síðan 1949. Hann hóf rekstur sinn á að selja blóm út um lúgu á litlum skúr þarna á horni Birkimels og Hringbrautar, við Melavöllinn sáluga - þar sem oft var margt um manninn. Heimsókn kvöldfrétta Stöðvar 2 í Blómatorgið á tímamótum má horfa á hér fyrir neðan. Þórir, sonur Sigurðar og maður Ástu, byrjaði þrettán ára að vinna í Blómatorginu með pabba sínum og tók alfarið við rekstrinum um 1990. „Og nú lést hann í desember á síðasta ári og þá fék ég eiginlega blómabúðina í fangið. Við getum sagt það. Og ég er með gott fólk í vinnu, meðal annars þessi tvö barnabörn mín hérna, sem hjálpa mér og nú er komið að því að ég get ekki haldið þessu áfram sjálf. Því miður verð ég að selja barnið hans Þóris, mannsins míns,“ segir Ásta. Þórir Sigurðsson, sem tók við rekstri Blómatorgsins af föður sínum, lést í desember í fyrra.úr einkasafni Er ekki eilíf og verður að selja Ákvörðun um sölu var því sannarlega ekki tekin af léttúð. „Það er bara mjög sárt og mér finnst það mjög erfitt. En ég verð, því ég er ekki eilíf. Og afkomendur mínir eru ekki tilbúnir að taka við og hann [Þórir] sagði það sjálfur við mig: ekki reyna að slíta þér út við þetta, haltu áfram í þínu.“ Vonarðu að það verði hérna áfram blómabúð, það er kannski ekki sjálfgefið? „Já, ég vona það svo sannarlega að það verði blómabúð. Og ég bara hvet til þess,“ segir Ásta. Svona muna Vesturbæingar margir eftir Blómatorginu, áður en skúrinn var rifinn og verslunin reis í nýrri mynd árið 2017. Þórir sjálfur hafði veg og vanda af þeirri uppbyggingu og náði fimm árum í nýja rýminu áður en hann lést.úr einkasafni Markús Marteinn Rúnarsson og Ásta Eir Sveinsdóttir, barnabörn Ástu og Þóris sem standa vaktina en hyggja ekki á feril í blómasölu, eru þegar full söknuðar. „Þetta hefur svo mikið mikilvægi innan fjölskyldunnar og það verður skrýtið að kveðja þetta,“ segir Markús. Ásta Eir tekur undir. „Ég tala oft við vini mína um búðina og er að monta mig smá. Þannig að ég mun ekki lengur geta montað mig af búðinni,“ segir Ásta Eir. Svona var um að litast á horni Birkimels og Hringbrautar þegar Sigurður Guðmundsson hóf blómasöluna. Melavöllurinn trekkti sannarlega að. Verslun Tímamót Reykjavík Blóm Kaup og sala fyrirtækja Fasteignamarkaður Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Sjá meira
Ásta Björk Sveinbjörnsdóttir eigandi Blómatorgsins var aðeins sextán ára þegar hún byrjaði að afgreiða í búðinni. Sigurður Guðmundsson, tengdafaðir hennar og stofnandi Blómatorgsins, rak þá búðina og hafði gert síðan 1949. Hann hóf rekstur sinn á að selja blóm út um lúgu á litlum skúr þarna á horni Birkimels og Hringbrautar, við Melavöllinn sáluga - þar sem oft var margt um manninn. Heimsókn kvöldfrétta Stöðvar 2 í Blómatorgið á tímamótum má horfa á hér fyrir neðan. Þórir, sonur Sigurðar og maður Ástu, byrjaði þrettán ára að vinna í Blómatorginu með pabba sínum og tók alfarið við rekstrinum um 1990. „Og nú lést hann í desember á síðasta ári og þá fék ég eiginlega blómabúðina í fangið. Við getum sagt það. Og ég er með gott fólk í vinnu, meðal annars þessi tvö barnabörn mín hérna, sem hjálpa mér og nú er komið að því að ég get ekki haldið þessu áfram sjálf. Því miður verð ég að selja barnið hans Þóris, mannsins míns,“ segir Ásta. Þórir Sigurðsson, sem tók við rekstri Blómatorgsins af föður sínum, lést í desember í fyrra.úr einkasafni Er ekki eilíf og verður að selja Ákvörðun um sölu var því sannarlega ekki tekin af léttúð. „Það er bara mjög sárt og mér finnst það mjög erfitt. En ég verð, því ég er ekki eilíf. Og afkomendur mínir eru ekki tilbúnir að taka við og hann [Þórir] sagði það sjálfur við mig: ekki reyna að slíta þér út við þetta, haltu áfram í þínu.“ Vonarðu að það verði hérna áfram blómabúð, það er kannski ekki sjálfgefið? „Já, ég vona það svo sannarlega að það verði blómabúð. Og ég bara hvet til þess,“ segir Ásta. Svona muna Vesturbæingar margir eftir Blómatorginu, áður en skúrinn var rifinn og verslunin reis í nýrri mynd árið 2017. Þórir sjálfur hafði veg og vanda af þeirri uppbyggingu og náði fimm árum í nýja rýminu áður en hann lést.úr einkasafni Markús Marteinn Rúnarsson og Ásta Eir Sveinsdóttir, barnabörn Ástu og Þóris sem standa vaktina en hyggja ekki á feril í blómasölu, eru þegar full söknuðar. „Þetta hefur svo mikið mikilvægi innan fjölskyldunnar og það verður skrýtið að kveðja þetta,“ segir Markús. Ásta Eir tekur undir. „Ég tala oft við vini mína um búðina og er að monta mig smá. Þannig að ég mun ekki lengur geta montað mig af búðinni,“ segir Ásta Eir. Svona var um að litast á horni Birkimels og Hringbrautar þegar Sigurður Guðmundsson hóf blómasöluna. Melavöllurinn trekkti sannarlega að.
Verslun Tímamót Reykjavík Blóm Kaup og sala fyrirtækja Fasteignamarkaður Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Sjá meira