Tímamót í Vesturbænum: Hræðilega sárt að selja „barnið hans Þóris“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. október 2023 19:29 Ásta Björk Sveinbjörnsdóttir fyrir framan Blómatorgið í Vesturbæ. Hún harmar mjög að þurfa að selja búðina og reksturinn. Vísir/Einar Elsta starfandi blómabúð landsins, sem hefur verið rekin af sömu fjölskyldunni frá stofnun, er komin á sölu. Eigandi segir það skelfilega sárt að selja búðina en ekkert annað sé í stöðunni. Ásta Björk Sveinbjörnsdóttir eigandi Blómatorgsins var aðeins sextán ára þegar hún byrjaði að afgreiða í búðinni. Sigurður Guðmundsson, tengdafaðir hennar og stofnandi Blómatorgsins, rak þá búðina og hafði gert síðan 1949. Hann hóf rekstur sinn á að selja blóm út um lúgu á litlum skúr þarna á horni Birkimels og Hringbrautar, við Melavöllinn sáluga - þar sem oft var margt um manninn. Heimsókn kvöldfrétta Stöðvar 2 í Blómatorgið á tímamótum má horfa á hér fyrir neðan. Þórir, sonur Sigurðar og maður Ástu, byrjaði þrettán ára að vinna í Blómatorginu með pabba sínum og tók alfarið við rekstrinum um 1990. „Og nú lést hann í desember á síðasta ári og þá fék ég eiginlega blómabúðina í fangið. Við getum sagt það. Og ég er með gott fólk í vinnu, meðal annars þessi tvö barnabörn mín hérna, sem hjálpa mér og nú er komið að því að ég get ekki haldið þessu áfram sjálf. Því miður verð ég að selja barnið hans Þóris, mannsins míns,“ segir Ásta. Þórir Sigurðsson, sem tók við rekstri Blómatorgsins af föður sínum, lést í desember í fyrra.úr einkasafni Er ekki eilíf og verður að selja Ákvörðun um sölu var því sannarlega ekki tekin af léttúð. „Það er bara mjög sárt og mér finnst það mjög erfitt. En ég verð, því ég er ekki eilíf. Og afkomendur mínir eru ekki tilbúnir að taka við og hann [Þórir] sagði það sjálfur við mig: ekki reyna að slíta þér út við þetta, haltu áfram í þínu.“ Vonarðu að það verði hérna áfram blómabúð, það er kannski ekki sjálfgefið? „Já, ég vona það svo sannarlega að það verði blómabúð. Og ég bara hvet til þess,“ segir Ásta. Svona muna Vesturbæingar margir eftir Blómatorginu, áður en skúrinn var rifinn og verslunin reis í nýrri mynd árið 2017. Þórir sjálfur hafði veg og vanda af þeirri uppbyggingu og náði fimm árum í nýja rýminu áður en hann lést.úr einkasafni Markús Marteinn Rúnarsson og Ásta Eir Sveinsdóttir, barnabörn Ástu og Þóris sem standa vaktina en hyggja ekki á feril í blómasölu, eru þegar full söknuðar. „Þetta hefur svo mikið mikilvægi innan fjölskyldunnar og það verður skrýtið að kveðja þetta,“ segir Markús. Ásta Eir tekur undir. „Ég tala oft við vini mína um búðina og er að monta mig smá. Þannig að ég mun ekki lengur geta montað mig af búðinni,“ segir Ásta Eir. Svona var um að litast á horni Birkimels og Hringbrautar þegar Sigurður Guðmundsson hóf blómasöluna. Melavöllurinn trekkti sannarlega að. Verslun Tímamót Reykjavík Blóm Kaup og sala fyrirtækja Fasteignamarkaður Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Ásta Björk Sveinbjörnsdóttir eigandi Blómatorgsins var aðeins sextán ára þegar hún byrjaði að afgreiða í búðinni. Sigurður Guðmundsson, tengdafaðir hennar og stofnandi Blómatorgsins, rak þá búðina og hafði gert síðan 1949. Hann hóf rekstur sinn á að selja blóm út um lúgu á litlum skúr þarna á horni Birkimels og Hringbrautar, við Melavöllinn sáluga - þar sem oft var margt um manninn. Heimsókn kvöldfrétta Stöðvar 2 í Blómatorgið á tímamótum má horfa á hér fyrir neðan. Þórir, sonur Sigurðar og maður Ástu, byrjaði þrettán ára að vinna í Blómatorginu með pabba sínum og tók alfarið við rekstrinum um 1990. „Og nú lést hann í desember á síðasta ári og þá fék ég eiginlega blómabúðina í fangið. Við getum sagt það. Og ég er með gott fólk í vinnu, meðal annars þessi tvö barnabörn mín hérna, sem hjálpa mér og nú er komið að því að ég get ekki haldið þessu áfram sjálf. Því miður verð ég að selja barnið hans Þóris, mannsins míns,“ segir Ásta. Þórir Sigurðsson, sem tók við rekstri Blómatorgsins af föður sínum, lést í desember í fyrra.úr einkasafni Er ekki eilíf og verður að selja Ákvörðun um sölu var því sannarlega ekki tekin af léttúð. „Það er bara mjög sárt og mér finnst það mjög erfitt. En ég verð, því ég er ekki eilíf. Og afkomendur mínir eru ekki tilbúnir að taka við og hann [Þórir] sagði það sjálfur við mig: ekki reyna að slíta þér út við þetta, haltu áfram í þínu.“ Vonarðu að það verði hérna áfram blómabúð, það er kannski ekki sjálfgefið? „Já, ég vona það svo sannarlega að það verði blómabúð. Og ég bara hvet til þess,“ segir Ásta. Svona muna Vesturbæingar margir eftir Blómatorginu, áður en skúrinn var rifinn og verslunin reis í nýrri mynd árið 2017. Þórir sjálfur hafði veg og vanda af þeirri uppbyggingu og náði fimm árum í nýja rýminu áður en hann lést.úr einkasafni Markús Marteinn Rúnarsson og Ásta Eir Sveinsdóttir, barnabörn Ástu og Þóris sem standa vaktina en hyggja ekki á feril í blómasölu, eru þegar full söknuðar. „Þetta hefur svo mikið mikilvægi innan fjölskyldunnar og það verður skrýtið að kveðja þetta,“ segir Markús. Ásta Eir tekur undir. „Ég tala oft við vini mína um búðina og er að monta mig smá. Þannig að ég mun ekki lengur geta montað mig af búðinni,“ segir Ásta Eir. Svona var um að litast á horni Birkimels og Hringbrautar þegar Sigurður Guðmundsson hóf blómasöluna. Melavöllurinn trekkti sannarlega að.
Verslun Tímamót Reykjavík Blóm Kaup og sala fyrirtækja Fasteignamarkaður Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira