Gabrielle Petito

Fréttamynd

Játaði að hafa myrt Petito áður en hann svipti sig lífi

Þegar Brian Laundrie fannst látinn í feni í Flórída fannst skrifblokk nærri honum. Í skrifblokkina hafði hann skrifað að hann hefði myrt Gabrielle Petito, kærustu sína. Alríkislögregla Bandaríkjanna (FBI) tilkynnti þetta í gærkvöldi en Laundrie hvarf skömmu eftir að hann sneri einn úr ferðalagi sem þau höfðu bæði farið í í fyrra.

Erlent
Fréttamynd

Kærasti Petito svipti sig lífi

Brian Laundrie, kærasti Gabrielle Petito sem fannst látin eftir ferðalag parsins í september, svipti sig lífi, að sögn lögmanns Laundrie-fjölskyldunnar. Hann lét sig hverfa eftir að hann sneri einn heim úr ferðalaginu en lík hans fannst í síðasta mánuði.

Erlent
Fréttamynd

Brian Laundrie sá sem fannst látinn í gær

Líkamsleifar sem fundust á náttúruverndarsvæðinu Myakkahatchee Creek í Flórída í gær eru sagðar tilheyra Brian Laundrie, sem Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, hefur leitað í rúman mánuð í tengslum við morðið á kærustu hans, Gabrielle Petito. 

Erlent
Fréttamynd

Staðfesta dánarorsök Petito

Dánarstjóri í Wyoming-ríki Bandaríkjanna hefur úrskurðað að dánarorsök Gabrielle Petito, ungrar konu sem fannst myrt í ríkinu, lést af völdum kyrkingar.

Erlent
Fréttamynd

Al­ríkis­lög­reglan leitar að unnusta Petito

Alríkislögregla Bandaríkjanna hefur óskað eftir aðstoð almennings til að finna unnusta hinnar 22 ára gömlu Gabrielle Petito, sem fannst myrt í þjóðgarði í Wyoming á dögunum. Dánardómstjóri skar um það í gær að Petito hafi verið ráðinn bani.

Erlent
Fréttamynd

Húsleit á heimili kærasta ungu konunnar sem hvarf

Fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar gerðu húsleit á heimili unnusta Gabrielle Petito sem hvarf þegar þau voru saman á ferðalagi um Bandaríkin í sumar. Til stendur að kryfja lík sem talið er vera af Petito í dag.

Erlent
Fréttamynd

Telja sig hafa fundið lík ungrar konu sem hvarf á ferðalagi með kærastanum

Bandaríska alríkislögreglan staðfesti í gær að lík Gabrielle Petito, sem var saknað eftir að hún fór í ferðalag með kærastanum þvert yfir Bandaríkin, hefði að líkindum fundist í Wyoming. Kærasta hennar er nú einnig saknað og fór umfangsmikil leit fram á náttúruverndarsvæði á Flórída um helgina. 

Erlent