Fótbolti á Norðurlöndum Kristján Örn lenti í slagsmálum á æfingu Kristján Örn Sigurðsson og félagar í norska liðinu Brann mættu á sína fyrstu æfingu eftir sumarfrí í dag og ekki vildi betur til en svo að Kristján Örn lenti í áflogum við framherjann Robbie Winters eftir að þeir lentu í samstuði. Leikmennirnir sættust eftir uppákomuna, en greinilegt er að ekkert verður gefið eftir í baráttunni í herbúðum Brann á komandi leiktíð. Fótbolti 20.6.2006 16:18 Laudrup hættir hjá Bröndby Danska knattspyrnugoðsögnin Michael Laudrup tilkynnti í dag að hann muni ekki framlengja samning sinn sem knattspyrnustjóri danska liðsins Bröndby. Þessi tíðindi hafa nú kynt undir þrálátan orðróm sem uppi hefur verið í Danmörku undanfarna mánuði þess efnis að Laudrup sé að fara að taka við spænska stórliðinu Real Madrid. Fótbolti 21.5.2006 21:31 Hörður skoraði í sigri Silkeborg Hörður Sveinsson skoraði fyrsta mark Silkeborg í óvæntum 3-2 útisigri liðsins á meistudum FC Kaupmannahöfn í dönsku úrvalsdeildinni í dag. Silkeborg hafnaði því í 8. sæti deildarinnar, en Kaupmannahafnarliðið sigraði í deildinni. Fótbolti 14.5.2006 20:04 FC København Danmerkurmeistari FC København fagnaði í dag danska meistaratitlinum í knattspyrnu þrátt fyrir 1-0 tap gegn OB í Óðinsvéum. Tapið skipti engu máli fyrir Kaupmannahafnarliðið því Brøndby steinlá fyrir Horsens, 4-1. Þetta fimmti Danmerkurmeistaratitill København síðan félagið var stofnað árið 1992. Fótbolti 7.5.2006 16:59 Tap hjá Silkeborg Íslendingaliðið Silkeborg tapaði í kvöld 1-0 fyrir AaB í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Hörður Sveinsson og Bjarni Ólafur Eiríksson spiluðu báðir allar 90 mínútunar í liði Silkeborg. Fótbolti 4.5.2006 19:53 Hörður skoraði tvö mörk gegn Brøndby Keflvíkingurinn Hörður Sveinsson hefur heldur betur stimplað sig inn í danska fótboltann en hann skoraði bæði mörk Silkeborg í 2-0 sigri á danska stórveldinu Brøndby í dag. Mörkin komu bæði í fyrri hálfleik. "Þetta er frábært. Að skora tvö mörk á móti Brøndby er alveg frábært." sagði Hörður eftir leikinn. Fótbolti 18.3.2006 18:51 Skoraði tvö og lagði upp eitt Hörður Sveinsson og Bjarni Ólafur Eiríksson spiluðu sinn fyrsta leik fyrir Silkeborg í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag og ekki er hægt að segja annað en að þeir hafi átt fljúgandi start. Hörður skoraði tvö mörk og lagði upp eitt í 3-2 sigri liðsins á Viborg á útivelli. Fótbolti 12.3.2006 18:37 « ‹ 115 116 117 118 ›
Kristján Örn lenti í slagsmálum á æfingu Kristján Örn Sigurðsson og félagar í norska liðinu Brann mættu á sína fyrstu æfingu eftir sumarfrí í dag og ekki vildi betur til en svo að Kristján Örn lenti í áflogum við framherjann Robbie Winters eftir að þeir lentu í samstuði. Leikmennirnir sættust eftir uppákomuna, en greinilegt er að ekkert verður gefið eftir í baráttunni í herbúðum Brann á komandi leiktíð. Fótbolti 20.6.2006 16:18
Laudrup hættir hjá Bröndby Danska knattspyrnugoðsögnin Michael Laudrup tilkynnti í dag að hann muni ekki framlengja samning sinn sem knattspyrnustjóri danska liðsins Bröndby. Þessi tíðindi hafa nú kynt undir þrálátan orðróm sem uppi hefur verið í Danmörku undanfarna mánuði þess efnis að Laudrup sé að fara að taka við spænska stórliðinu Real Madrid. Fótbolti 21.5.2006 21:31
Hörður skoraði í sigri Silkeborg Hörður Sveinsson skoraði fyrsta mark Silkeborg í óvæntum 3-2 útisigri liðsins á meistudum FC Kaupmannahöfn í dönsku úrvalsdeildinni í dag. Silkeborg hafnaði því í 8. sæti deildarinnar, en Kaupmannahafnarliðið sigraði í deildinni. Fótbolti 14.5.2006 20:04
FC København Danmerkurmeistari FC København fagnaði í dag danska meistaratitlinum í knattspyrnu þrátt fyrir 1-0 tap gegn OB í Óðinsvéum. Tapið skipti engu máli fyrir Kaupmannahafnarliðið því Brøndby steinlá fyrir Horsens, 4-1. Þetta fimmti Danmerkurmeistaratitill København síðan félagið var stofnað árið 1992. Fótbolti 7.5.2006 16:59
Tap hjá Silkeborg Íslendingaliðið Silkeborg tapaði í kvöld 1-0 fyrir AaB í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Hörður Sveinsson og Bjarni Ólafur Eiríksson spiluðu báðir allar 90 mínútunar í liði Silkeborg. Fótbolti 4.5.2006 19:53
Hörður skoraði tvö mörk gegn Brøndby Keflvíkingurinn Hörður Sveinsson hefur heldur betur stimplað sig inn í danska fótboltann en hann skoraði bæði mörk Silkeborg í 2-0 sigri á danska stórveldinu Brøndby í dag. Mörkin komu bæði í fyrri hálfleik. "Þetta er frábært. Að skora tvö mörk á móti Brøndby er alveg frábært." sagði Hörður eftir leikinn. Fótbolti 18.3.2006 18:51
Skoraði tvö og lagði upp eitt Hörður Sveinsson og Bjarni Ólafur Eiríksson spiluðu sinn fyrsta leik fyrir Silkeborg í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag og ekki er hægt að segja annað en að þeir hafi átt fljúgandi start. Hörður skoraði tvö mörk og lagði upp eitt í 3-2 sigri liðsins á Viborg á útivelli. Fótbolti 12.3.2006 18:37