Landslið karla í fótbolta

Fréttamynd

„Þetta er nú bara svona á hverju ári“

Það má með sanni segja að Orri Steinn Óskarsson hafi tekið stór skref á sínum fótboltaferli ár árinu sem nú er að líða. Eftir að hafa verið sendur á láni til liðs í næst efstu deild Dan­merkur í upp­hafi árs þá sneri Orri Steinn til baka þaðan í lið FC Kaup­manna­hafnar, meira reiðu­búinn en áður til þess að láta til sín taka.

Fótbolti
Fréttamynd

Bannað að kjósa Albert

Albert Guðmundsson kemur ekki til greina sem knattspyrnumaður ársins hjá KSÍ, vegna kæru fyrir kynferðisbrot sem hann kveðst saklaus af.

Fótbolti
Fréttamynd

Lars fylgist grannt með ís­lenska lands­liðinu

Þrátt fyrir að nokkur ár séu liðin frá því Lars Lagerbäck starfaði sem lands­liðs­þjálfari Ís­lands í fót­bolta, fylgist hann enn grannt með gengi liðsins. Ís­lenska lands­liðið hefur gengið í gegnum brös­ótta tíma í ár. Þjálfara­skipti urðu hjá liðinu um mitt ár þegar að Age Hareide var ráðinn inn í stað Arnars Þórs Viðars­sonar.

Fótbolti
Fréttamynd

Mál Alberts komið til héraðssaksóknara

Héraðssaksóknari tekur ákvörðun hvort knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson verði ákærður fyrir kynferðisbrot. Málið er komið á borð héraðssaksóknara að lokinni rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Litlar sem engar líkur taldar á EM sæti Ís­lands

Töl­fræði­veitan Foot­ball Meets Data hefur reiknað út líkur þeirra liða, sem taka þátt í um­spili um laust sæti á EM 2024 í fót­bolta, á að tryggja sér sæti á EM í gegnum um­spilið. Ís­land er á meðal þátt­töku­þjóða í um­spilinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Åge hefur trú á Ís­landi í um­spilinu: „Í fót­bolta er ekkert ó­mögu­legt“

Age Hareide, lands­liðs­þjálfari ís­lenska karla­lands­liðsins í fót­bolta lýst vel á mögu­leika liðsins í um­spili fyrir EM. Ís­land mætir Ísrael í undan­úr­slitum um­spilsins og hefur Hareide trú á því að liðið geti tryggt sér sæti á EM. Hann vonast til að allir bestu og reyndustu leik­menn Ís­lands verði klárir í bar­áttuna í mars.

Fótbolti
Fréttamynd

„Leikur gegn Ísrael mjög á­lit­legur kostur fyrir okkur“

Jóhannes Karl Guð­jóns­son, að­stoðar­lands­liðs­þjálfari ís­lenska karla­lands­liðsins í fót­bolta, segir leið liðsins að EM sæti í gegnum um­spil í mars á næsta ári vera leið sem hægt sé að sætta sig við. Ís­land mun mæta Ísrael í undan­úr­slitum um­spilsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Benóný Breki með tvö gegn Eist­lendingum

KR-ingurinn Benóný Breki Andrésson skoraði tvö mörk þegar íslenska fótboltalandsliðið skipað leikmönnum nítján ára og yngri sigraði það eistneska, 0-3, í lokaleik sínum í riðli 1 í fyrstu umferð undankeppni EM.

Fótbolti
Fréttamynd

Jón Dagur um Ronaldo: „Hann ýtti mér eitt­hvað“

„Við vorum helvíti þéttir. Auðvitað fengu þeir einhverja sénsa í endann en frammistaðan, sérstaklega varnarleikurinn, er eitthvað sem við getum byggt á,“ sagði Jón Dagur Þorsteinsson, kantmaður Íslands, eftir 2-0 tapið gegn Portúgal í lokaleik undankeppni EM í fótbolta í kvöld.

Fótbolti