Landslið karla í körfubolta

Fréttamynd

Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við

Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, hefði mátt bregðast fyrr við í upphafi seinni hálfleiks í leiknum gegn Ísrael á EM í gær. Þetta er mat Maté Dalmay sem gerði leikinn upp í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar, ásamt þeim Stefáni Árna Pálssyni og Tómasi Steindórssyni.

Körfubolti
Fréttamynd

EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn?

Ísland tapaði fyrir Ísrael í fyrsta leik liðsins á EM karla í körfubolta í Katowice í Póllandi. Margt gott má taka úr leik sem hefði hæglega getað farið á annan veg.

Körfubolti
Fréttamynd

„Ég biðst af­sökunar“

„Mér líður persónulega alveg ömurlega. Ég er hrikalega svekktur með sjálfan mig, fyrst og fremst“ sagði Martin Hermannsson eftir 83-71 tap Íslands gegn Ísrael í fyrsta leik á EM í körfubolta.

Körfubolti
Fréttamynd

„Verðum að geta skotið betur“

„Við gerðum fullt af góðum hlutum. Við skutum bara ekki nógu vel,“ sagði Craig Pedersen, þjálfari Íslands, eftir tólf stiga tap gegn Ísrael í fyrsta leik á EM í körfubolta í Katowice í dag.

Körfubolti
Fréttamynd

„Við erum bara að hugsa um körfu­bolta“

„Það er fiðringur og þetta er frábært. Þetta er að kikka inn núna eftir mikinn aðdraganda og bið. Það er loksins komið að þessu og partíið er að byrja,“ sagði spenntur Martin Hermannsson á hóteli körfuboltalandsliðsins í Katowice í gær.

Körfubolti
Fréttamynd

„Þetta var sjokk fyrir hann“

Craig Pedersen, landsliðsþjálfari karla í körfubolta, segir leikmenn liðsins sjaldan, eða jafnvel aldrei, hafa verið eins vel undirbúna og þeir eru fyrir komandi Evrópumót sem hefst í dag. Ísland mætir Ísrael klukkan tólf.

Körfubolti
Fréttamynd

Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael

„Við höfum beðið lengi eftir þessu. Síðustu fimm eða sex mánuðir hafa farið í undirbúning fyrir þetta augnablik. Það er kominn fiðringur í magann,“ segir Elvar Már Friðriksson, landsliðsmaður í körfubolta, í aðdraganda fyrsta leik Íslands á EM sem er við Ísrael á morgun.

Körfubolti
Fréttamynd

Svona var EM-Pallborðið

Íslenska landsliðið hefur leik á EM í körfubolta í hádeginu á morgun með leik gegn Ísrael. Hitað var upp fyrir leik morgundagsins og mótið allt í EM-Pallborðinu sem var í beinni útsendingu á Vísi klukkan 14:00. Sigurður Pétursson og Ólafur Ólafsson mættu í settið.

Körfubolti
Fréttamynd

Tap í síðasta leik fyrir EM

Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði fyrir Litáen, 96-83, í síðasta æfingaleik sínum fyrir EM sem hefst í næstu viku. Leikið var í Alytus í Litáen í dag.

Körfubolti
Fréttamynd

Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin

Haukur Helgi Pálsson brast í grát þegar hann tilkynnti liðsfélögum sínum að hann færi ekki með þeim á komandi Evrópumót karla í körfubolta. Hann er á leið í aðgerð á barka en vonast til að geta stutt liðsfélaga sína af hliðarlínunni í Póllandi.

Körfubolti
Fréttamynd

Beittu sér fyrir keppnis­banni Ís­raela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“

Mikill þrýstingur hefur verið á Körfuknattleikssambandi Íslands að sniðganga leik karlalandsliðsins við Ísrael á EM en mótið hefst eftir eina viku. Framkvæmdastjóri sambandsins segir slíka sniðgöngu myndu hafa í för með sér brottrekstur af mótinu og slæm áhrif á framtíð greinarinnar hér á landi. Ísland hafi beitt sér fyrir að Ísrael verði sett í keppnisbann.

Körfubolti
Fréttamynd

Yfir­lýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael

Körfuknattleikssamband Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu í aðdraganda fyrsta leiks Íslands á Evrópumótinu, þegar liðið mætir Ísrael í Katowice í Póllandi eftir slétta viku. KKÍ muni ekki hætta við að mæta Ísraelsmönnum enda sé það ávísun á bönn og sektir.

Körfubolti