Landslið karla í körfubolta

Fréttamynd

„Leikur sem verður að vinnast ef draumurinn á að lifa“

Brynjar Þór Björnsson, fyrrverandi landsliðsmaður í körfubolta, er vongóður á íslenskan sigur gegn Úkraínu í undankeppni HM 2023 í dag. Hann telur að íslenska liðið sé búið að hrista af sér vonbrigðin eftir tapið sára fyrir Georgíu á föstudaginn.

Körfubolti
Fréttamynd

„Þetta er mikið högg og mjög sárt tap“

Elvar Már Friðriksson var stigahæstur í íslenska körfuboltalandsliðinu þegar það tapaði fyrir Georgíu, 85-88, í undankeppni HM 2023. Ísland hafði unnið mikla spennuleiki á heimavelli í undankeppninni en fékk að kynnast hinni hliðinni á þeim peningi í kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

„Ætlum ekki að vera litlir í okkur“

Ægir Þór Steinarsson var að vonum vonsvikinn eftir tap Íslands fyrir Georgíu, 85-88, í undankeppni HM 2023 í körfubolta karla í kvöld. Hann bar sig þó vel og reyndi að horfa fram á veginn.

Körfubolti
Fréttamynd

Sá þaulsætnasti í sögunni stýrir Íslandi áfram

Eini landsliðsþjálfarinn sem komið hefur Íslandi í lokakeppni stórmóts í körfubolta, Kanadamaðurinn Craig Pedersen, skrifaði í Laugardalshöllinni í dag undir samning þess efnis að hann þjálfi áfram íslenska karlalandsliðið.

Körfubolti
Fréttamynd

„Að vinna þá núna yrði risastórt“

„Það er mjög skemmtileg upplifun að spila um eitthvað svona stórt. Það er mikil spenna og menn verða mjög tilbúnir fyrir þennan leik,“ segir Tryggvi Snær Hlinason. Mikið kemur til með að mæða á honum í leiknum mikilvæga á föstudag við Georgíu, þar sem nánast má segja að sæti á HM í körfubolta sé í húfi.

Körfubolti
Fréttamynd

„Vissi ekki hvað ég ætti að setja mikið salt í pastavatnið“

Körfuboltamaðurinn Hilmar Pétursson segist njóta sín vel í Þýskalandi þrátt fyrir að það hafi verið stórt stökk að fara frá Breiðabliki og út í atvinnumennsku í sumar. Hann er þakklátur fyrir að vera í íslenska landsliðshópnum sem á möguleika á að komast á HM í fyrsta sinn en mætir Georgíu í afar krefjandi leik á föstudaginn.

Körfubolti
Fréttamynd

Ísland gæti unnið sig inn á HM á næstu dögum

Íslenska karlalandsliðið í körfubolta á raunhæfa möguleika á því að komast í lokakeppni HM í fyrsta sinn frá upphafi. Samkvæmt styrkleikaröðun FIBA, alþjóða körfuboltasambandsins, er Ísland í hópi þeirra 12 Evrópuþjóða sem líklegastar eru til að komast á HM.

Körfubolti