Eiríkur Rögnvaldsson

Fréttamynd

Gerum ís­lensku að kosninga­máli

Þótt oft sé lögð áherslu á gildi og mikilvægi íslenskrar tungu og menningar í stjórnmálaumræðu skora þau mál ekki hátt þegar kjósendur eru spurðir um áherslumál sín – í könnun Prósents í ágúst nefndu aðeins 2% þátttakenda menningarmál sem eitt af mikilvægustu málunum.

Skoðun
Fréttamynd

„Heim­ferða- og fylgdadeild“

Ég hafði aldrei heyrt minnst á Heimferða- og fylgdadeild Ríkislögreglustjóra fyrr en í gær og einu eldri dæmi sem ég finn á netinu eru í frétt frá því í júlí og annarri frá í ágúst. Á vef Lögreglunnar er vissulega síða með fyrirsögninni „Heimferða- og fylgdadeild“ og í upphafi textans á síðunni segir: „Heimferða- og fylgdadeild (áður Stoðdeild) ríkislögreglustjóra annast framkvæmd lögreglufylgda úr landi þeirra umsækjenda um alþjóðlega vernd sem hafa fengið endanlega synjun á umsókn sinni og hafa ekki annan rétt til dvalar á Íslandi.“ 

Skoðun
Fréttamynd

Viður­kennum þjóðar­morð á Armenum

Í gær kom ég á einn áhrifamesta og jafnframt dapurlegasta stað sem ég veit um – stað sem jafnast alveg á við Auschwitz í hryllingi og óhugnaði. Þetta er minningarsafn í Jerevan um þjóðarmorð Tyrkja á Armenum fyrir rúmum hundrað árum. Grimmdin og illskan var ólýsanleg.

Skoðun
Fréttamynd

Er maðurinn í út­rýmingar­hættu?

Fyrr í vikunni skrifaði Vala Hafstað grein á Vísi með titlinum „Útrýming mannsins á RÚV“. Þar heldur hún því fram að undanfarin ár hafi „óprúttinn nýlenskuher gert aðför að tungumálinu okkar úr ýmsum áttum, staðráðinn í að innleiða hina kynlausu nýlensku í nafni jafnréttisbaráttu“. Það er fullkomlega eðlilegt að breytingar á máli og málnotkun í nafni kynhlutleysis og jafnréttisbaráttu falli fólki misvel í geð, og sjálfsagt og nauðsynlegt að ræða þær breytingar á málefnalegan hátt.

Skoðun
Fréttamynd

Leitum lausna – í sátt og sam­lyndi

Íslenskan í vanda um þessar mundir – við erum í vanda. Það hefur komið fram í umræðum undanfarið, á samfélagsmiðlum, í fjölmiðlum og víðar, að mikið og vaxandi óþol ríkir gagnvart ensku­notkun á Íslandi, ekki síst á kaffihúsum, veitingahúsum og í verslunum þar sem oft er ekki hægt að fá afgreiðslu á íslensku.

Skoðun
Fréttamynd

For­sendur krafna um ís­lensku­kunn­áttu

Ég sé að ýmsum finnst skjóta skökku við að ég skuli í grein fyrir helgi hafa lagst gegn áformuðu frumvarpi um kröfur til leigubílstjóra um íslenskukunnáttu, í ljósi þess að ég hafi gefið mig út fyrir að vera sérstakur talsmaður íslenskunnar og lagt áherslu á að hún sé notuð við allar aðstæður.

Skoðun
Fréttamynd

Stöðvum á­form um mis­notkun ís­lenskunnar!

Aðalfyrirsögnin á forsíðu Morgunblaðsins í dag er „Íslenska verði skilyrði leigubílaleyfis“. Í fréttinni segir: „Áform eru uppi á Alþingi um framlagningu frumvarps til breytinga á lögum um leigubifreiðaakstur þar sem próf í íslensku verði gert að skilyrði fyrir því að menn geti aflað sér réttinda til aksturs leigubíla.

Skoðun
Fréttamynd

Ís­lendingar, inn­flytj­endur – og ís­lenska

Innflytjenda- og útlendingamál eru heitasta umræðuefnið í samfélaginu um þessar mundir. Í „Torginu“, ágætum umræðuþætti í Ríkissjónvarpinu í gær, voru þátttakendur sammála um að íslenskan væri mikilvægasti þátturinn í inngildingu innflytjenda og rótfestingu þeirra í íslensku samfélagi.

Skoðun
Fréttamynd

Heggur sá er hlífa skyldi

Hinn 8. nóvember birtist á vef Stjórnarráðsins tilkynning frá Mennta- og barnamálaráðuneytinu undir fyrirsögninni „Vinnum gullið – TEAM-Iceland til árangurs“. Í tilkynningunni segir: „TEAM-Iceland er framtíðarsýn starfshóps mennta- og barnamálaráðherra um íþrótta- og afreksmiðstöð.“ Framtíðarsýn ráðuneytisins er sem sé á ensku.

Skoðun
Fréttamynd

Það sem bankastjórinn meinti

Það er athyglisvert að stjórnandi fyrirtækis sem þarf að greiða 1200 milljónir í sekt vegna brota á lögum og reglum hefur ekki íhugað að segja af sér heldur segir bara „Ég nýt trausts innan stjórnar bankans og mun gegna starfi mínu áfram“

Skoðun
Fréttamynd

Fjár­mála­á­ætlun án fram­tíðar­sýnar fyrir ís­lensku­kennslu

Langstærsta áskorun íslenskunnar um þessar mundir og á næstu árum er mikil fjölgun íbúa með annað móðurmál en íslensku. Í haust varð töluverð umræða um nauðsyn þess að efla kennslu í íslensku sem öðru máli og þá lýsti forsætisráðherra þeirri skoðun sinni að það hefði „alls ekki verið nóg gert í því að styðja við íslenskukennslu fyrir útlendinga“.

Skoðun
Fréttamynd

Ís­lensku­kennsla og kjara­samningar

Smágrein sem ég skrifaði hér á föstudaginn hefur valdið meira uppþoti en ég hafði ímyndað mér, allt út af einni málsgrein: „Þess vegna væri upplagt að verkalýðshreyfingin gerði þá kröfu í væntanlegum samningum að erlendu starfsfólki yrði gefinn kostur á vandaðri íslenskukennslu í vinnutíma.“

Skoðun