Gerum íslensku að kosningamáli Eiríkur Rögnvaldsson skrifar 20. október 2024 10:00 Þótt oft sé lögð áherslu á gildi og mikilvægi íslenskrar tungu og menningar í stjórnmálaumræðu skora þau mál ekki hátt þegar kjósendur eru spurðir um áherslumál sín – í könnun Prósents í ágúst nefndu aðeins 2% þátttakenda menningarmál sem eitt af mikilvægustu málunum. Vissulega má að einhverju leyti fella málið og menninguna undir menntamál sem 25% nefndu, og mannréttindamál sem 14% nefndu – og tengist að sumra mati líklega málefnum flóttafólks sem 11% nefndu. En eftir stendur að íslensk tunga út af fyrir sig er ekki ofarlega í huga kjósenda sem mikilvægt mál. Nú er hins vegar kominn fram frambjóðandi sem vill breyta þessu og gera íslensku að kosningamáli. Það er gott, en öllu máli skiptir þó á hvaða forsendum það er gert. Frambjóðandinn sakar fáfarandi ríkisstjórn um að „missa gjörsamlega stjórn á ástandinu“, hafa sofið á verðinum og horft aðgerðalaus upp á „meiriháttar hrun í stöðu íslenskrar tungu á mörgum sviðum“ enda „sannleikurinn sá að stjórnvöld hafa ekki komist nálægt því að tryggja að innflytjendur í íslenskt samfélag tileinki sér tungumálið upp til hópa“. Það er sitthvað til í þessu – ég hef margoft skrifað um nauðsyn þess að setja meira fé í íslenskukennslu og gagnrýnt stjórnvöld fyrir aðgerðaleysi og metnaðarleysi á því sviði. En reyndar verður ekki heldur séð að stjórnarandstaðan hafi beitt sér fyrir auknu fé til þessara mála að frátalinni breytingartillögu Pírata við fjárlagafrumvarp þessa árs sem var felld – og þingmenn Miðflokksins studdu ekki. Íslenskan kemur aðeins betur út úr fjárlagafrumvarpi næsta árs en undanfarin ár þótt miklu meira þurfi að koma til. Það er sannarlega ekki hægt að hrósa fráfarandi ríkisstjórn fyrir frammistöðu á sviði íslenskukennslu, en það þýðir samt ekki að hún hafi brugðist íslenskunni algerlega. Hún hefur þrátt fyrir allt varið meira fé til stuðnings íslenskunni en nokkur önnur ríkisstjórn með því að hrinda af stað og fjármagna – í góðri sátt allra flokka – metnaðarfulla máltækniáætlun sem er alger forsenda fyrir því að íslenskan verði gjaldgeng og lifi af í þeirri stafrænu veröld sem við lifum í. Máltæknin mun gagnast almenningi á ótal sviðum, veldur algerri byltingu í lífsgæðum margra hópa fatlaðs fólks, nýtist við íslenskukennslu o.s.frv. Barátta fyrir íslenskunni er sannarlega mikilvæg, en það er hins vegar ekki heppilegt eða skynsamlegt að reka hana undir formerkjum andstöðu gegn inngildingu og fjölmenningu. Inngilding gengur út á að öll séu með og fái notið sín, óháð uppruna, kyni, hæfni eða fötlun, og barátta gegn henni er ekki líkleg til að auka áhuga innflytjenda á að læra íslensku. Sú barátta gerir ekki annað en kljúfa samfélagið, búa til málfarslega lágstétt, auka útlendingaandúð og efla flokkadrætti. Á endanum töpum við öll á þessu, bæði Íslendingar og innflytjendur – og ekki síst íslenskan. Gerum íslenskuna endilega að kosningamáli, en ekki á forsendum þess sem ekki hefur verið gert – látum gert vera gert og étið það sem étið er, eins og Bangsapabbi sagði. Gerum íslenskuna þess í stað að kosningamáli á forsendum þess sem þarf að gera og hægt er að gera – þar ættu öll dýrin í skóginum að geta verið vinir. Á afmælismálþingi Íslenskrar málnefndar fyrr í vikunni tók menningar- og viðskiptaráðherra undir það að ekki hefði verið nóg að gert í kennslu íslensku sem annars máls og hvatti til þess að ráðist yrði í stórátak á þessu sviði. Máltækniáætlunin hefur sýnt hvers við erum megnug þegar gerð er vönduð og ítarleg áætlun sem fylgt er eftir með umtalsverðu fjármagni og góðu samstarfi allra sem málið varðar. Þetta ætti að verða kosningamál – en ekki mál sem deilt er um, ekki mál þar sem flokkarnir keppast við að yfirbjóða hver annan. Gerum þetta að sameiginlegu kosningamáli allra flokka. Höfundur er uppgjafaprófessor í íslenskri málfræði og málfarslegur aðgerðasinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Eiríkur Rögnvaldsson Mest lesið Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þótt oft sé lögð áherslu á gildi og mikilvægi íslenskrar tungu og menningar í stjórnmálaumræðu skora þau mál ekki hátt þegar kjósendur eru spurðir um áherslumál sín – í könnun Prósents í ágúst nefndu aðeins 2% þátttakenda menningarmál sem eitt af mikilvægustu málunum. Vissulega má að einhverju leyti fella málið og menninguna undir menntamál sem 25% nefndu, og mannréttindamál sem 14% nefndu – og tengist að sumra mati líklega málefnum flóttafólks sem 11% nefndu. En eftir stendur að íslensk tunga út af fyrir sig er ekki ofarlega í huga kjósenda sem mikilvægt mál. Nú er hins vegar kominn fram frambjóðandi sem vill breyta þessu og gera íslensku að kosningamáli. Það er gott, en öllu máli skiptir þó á hvaða forsendum það er gert. Frambjóðandinn sakar fáfarandi ríkisstjórn um að „missa gjörsamlega stjórn á ástandinu“, hafa sofið á verðinum og horft aðgerðalaus upp á „meiriháttar hrun í stöðu íslenskrar tungu á mörgum sviðum“ enda „sannleikurinn sá að stjórnvöld hafa ekki komist nálægt því að tryggja að innflytjendur í íslenskt samfélag tileinki sér tungumálið upp til hópa“. Það er sitthvað til í þessu – ég hef margoft skrifað um nauðsyn þess að setja meira fé í íslenskukennslu og gagnrýnt stjórnvöld fyrir aðgerðaleysi og metnaðarleysi á því sviði. En reyndar verður ekki heldur séð að stjórnarandstaðan hafi beitt sér fyrir auknu fé til þessara mála að frátalinni breytingartillögu Pírata við fjárlagafrumvarp þessa árs sem var felld – og þingmenn Miðflokksins studdu ekki. Íslenskan kemur aðeins betur út úr fjárlagafrumvarpi næsta árs en undanfarin ár þótt miklu meira þurfi að koma til. Það er sannarlega ekki hægt að hrósa fráfarandi ríkisstjórn fyrir frammistöðu á sviði íslenskukennslu, en það þýðir samt ekki að hún hafi brugðist íslenskunni algerlega. Hún hefur þrátt fyrir allt varið meira fé til stuðnings íslenskunni en nokkur önnur ríkisstjórn með því að hrinda af stað og fjármagna – í góðri sátt allra flokka – metnaðarfulla máltækniáætlun sem er alger forsenda fyrir því að íslenskan verði gjaldgeng og lifi af í þeirri stafrænu veröld sem við lifum í. Máltæknin mun gagnast almenningi á ótal sviðum, veldur algerri byltingu í lífsgæðum margra hópa fatlaðs fólks, nýtist við íslenskukennslu o.s.frv. Barátta fyrir íslenskunni er sannarlega mikilvæg, en það er hins vegar ekki heppilegt eða skynsamlegt að reka hana undir formerkjum andstöðu gegn inngildingu og fjölmenningu. Inngilding gengur út á að öll séu með og fái notið sín, óháð uppruna, kyni, hæfni eða fötlun, og barátta gegn henni er ekki líkleg til að auka áhuga innflytjenda á að læra íslensku. Sú barátta gerir ekki annað en kljúfa samfélagið, búa til málfarslega lágstétt, auka útlendingaandúð og efla flokkadrætti. Á endanum töpum við öll á þessu, bæði Íslendingar og innflytjendur – og ekki síst íslenskan. Gerum íslenskuna endilega að kosningamáli, en ekki á forsendum þess sem ekki hefur verið gert – látum gert vera gert og étið það sem étið er, eins og Bangsapabbi sagði. Gerum íslenskuna þess í stað að kosningamáli á forsendum þess sem þarf að gera og hægt er að gera – þar ættu öll dýrin í skóginum að geta verið vinir. Á afmælismálþingi Íslenskrar málnefndar fyrr í vikunni tók menningar- og viðskiptaráðherra undir það að ekki hefði verið nóg að gert í kennslu íslensku sem annars máls og hvatti til þess að ráðist yrði í stórátak á þessu sviði. Máltækniáætlunin hefur sýnt hvers við erum megnug þegar gerð er vönduð og ítarleg áætlun sem fylgt er eftir með umtalsverðu fjármagni og góðu samstarfi allra sem málið varðar. Þetta ætti að verða kosningamál – en ekki mál sem deilt er um, ekki mál þar sem flokkarnir keppast við að yfirbjóða hver annan. Gerum þetta að sameiginlegu kosningamáli allra flokka. Höfundur er uppgjafaprófessor í íslenskri málfræði og málfarslegur aðgerðasinni.
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun