Íslenskukennsla og kjarasamningar Eiríkur Rögnvaldsson skrifar 12. september 2022 15:01 Smágrein sem ég skrifaði hér á föstudaginn hefur valdið meira uppþoti en ég hafði ímyndað mér, allt út af einni málsgrein: „Þess vegna væri upplagt að verkalýðshreyfingin gerði þá kröfu í væntanlegum samningum að erlendu starfsfólki yrði gefinn kostur á vandaðri íslenskukennslu í vinnutíma.“ Það er tæpast hægt að kalla þetta tillögu, fremur ábendingu eða hugmynd, enda þykist ég vita að kröfugerð hafi þegar verið mótuð eins og fram kom í greininni. En vegna þessa var ég kallaður elíta sem talaði úr fílabeinsturni og mér voru gerðar upp ýmsar ástæður og hvatir – sagður leggja fram „útsmogið rasískt útspil“, vera handbendi verkalýðsarms Samfylkingarinnar, og ég veit ekki hvað og hvað. Þetta truflar mig svo sem ekki neitt. En ástæðan fyrir því að ég nefndi þessa hugmynd, sem annað fólk hefur reyndar nefnt á undan mér, er sú að ég er sannfærður um að það er mikilvægt fyrir erlent starfsfólk að læra íslensku til að bæta stöðu sína á vinnumarkaði og í samfélaginu, og hef séð fjölmarga vitnisburði þess efnis. Það er t.d. vitað að margt vel menntað fólk er hér fast í láglaunastörfum sem tengjast menntun þess ekkert og getur ekki unnið við sitt fag vegna skorts á íslenskukunnáttu. Ég held hins vegar að það sé nokkuð almenn skoðun að íslenskukennsla sem fer fram að loknum löngum vinnudegi sé ekki vænleg til árangurs. Grundvallaratriði sé að kennslan fari fram á vinnutíma. Eins og víða var nefnt í umræðunni hefði auðvitað verið hægt að beina kröfum um íslenskukennslu beint til ríkisins, í stað þess að tengja þær kjarasamningum. En ástæðan fyrir því að ég nefndi kjarasamninga í tengslum við þetta er sú að ef fólki á að vera heimilt að nýta hluta vinnutímans til íslenskunáms hlýtur það að verða að koma fram í kjarasamningi. Það þarf alls ekki að þýða, eins og víða er haldið fram, að verkalýðshreyfingin þyrfti þar með að lækka launakröfur sínar eða hverfa frá einhverjum öðrum kröfum. Það má vel hugsa sér að verkalýðshreyfingin og atvinnurekendur semdu um að fólki gæfist kostur á íslenskunámi í vinnutímanum en sendu svo ríkinu reikninginn. Annað eins hefur nú gerst. Höfundur er uppgjafaprófessor í íslensku og málfarslegur aðgerðasinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eiríkur Rögnvaldsson Íslenska á tækniöld Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Sjá meira
Smágrein sem ég skrifaði hér á föstudaginn hefur valdið meira uppþoti en ég hafði ímyndað mér, allt út af einni málsgrein: „Þess vegna væri upplagt að verkalýðshreyfingin gerði þá kröfu í væntanlegum samningum að erlendu starfsfólki yrði gefinn kostur á vandaðri íslenskukennslu í vinnutíma.“ Það er tæpast hægt að kalla þetta tillögu, fremur ábendingu eða hugmynd, enda þykist ég vita að kröfugerð hafi þegar verið mótuð eins og fram kom í greininni. En vegna þessa var ég kallaður elíta sem talaði úr fílabeinsturni og mér voru gerðar upp ýmsar ástæður og hvatir – sagður leggja fram „útsmogið rasískt útspil“, vera handbendi verkalýðsarms Samfylkingarinnar, og ég veit ekki hvað og hvað. Þetta truflar mig svo sem ekki neitt. En ástæðan fyrir því að ég nefndi þessa hugmynd, sem annað fólk hefur reyndar nefnt á undan mér, er sú að ég er sannfærður um að það er mikilvægt fyrir erlent starfsfólk að læra íslensku til að bæta stöðu sína á vinnumarkaði og í samfélaginu, og hef séð fjölmarga vitnisburði þess efnis. Það er t.d. vitað að margt vel menntað fólk er hér fast í láglaunastörfum sem tengjast menntun þess ekkert og getur ekki unnið við sitt fag vegna skorts á íslenskukunnáttu. Ég held hins vegar að það sé nokkuð almenn skoðun að íslenskukennsla sem fer fram að loknum löngum vinnudegi sé ekki vænleg til árangurs. Grundvallaratriði sé að kennslan fari fram á vinnutíma. Eins og víða var nefnt í umræðunni hefði auðvitað verið hægt að beina kröfum um íslenskukennslu beint til ríkisins, í stað þess að tengja þær kjarasamningum. En ástæðan fyrir því að ég nefndi kjarasamninga í tengslum við þetta er sú að ef fólki á að vera heimilt að nýta hluta vinnutímans til íslenskunáms hlýtur það að verða að koma fram í kjarasamningi. Það þarf alls ekki að þýða, eins og víða er haldið fram, að verkalýðshreyfingin þyrfti þar með að lækka launakröfur sínar eða hverfa frá einhverjum öðrum kröfum. Það má vel hugsa sér að verkalýðshreyfingin og atvinnurekendur semdu um að fólki gæfist kostur á íslenskunámi í vinnutímanum en sendu svo ríkinu reikninginn. Annað eins hefur nú gerst. Höfundur er uppgjafaprófessor í íslensku og málfarslegur aðgerðasinni.
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar