Fjármálamarkaðir Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Íslandsbanki og VÍS skrifuðu í dag undir samstarfssamning. Rauði þráðurinn í samstarfinu er að viðskiptavinir, sem eru í viðskiptum við bæði félög, njóta sérstaks ávinnings í vildarkerfum beggja félaga og eiga að njóta betri kjara og fríðinda. Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu. Neytendur 22.1.2025 08:45 Raunvextir Seðlabankans orðnir hærri en þeir mældust við síðustu vaxtalækkun Eftir skarpa lækkun á verðbólguvæntingum fyrirtækja og heimila stóðu raunstýrivextir, eins og Seðlabankinn metur þá, í hæstu hæðum í lok síðasta árs og eru þeir núna lítillega hærri en þegar peningastefnunefnd ákvað að lækka vexti um fimmtíu punkta á fundi sínum í nóvember. Að óbreyttu ætti sú þróun að auka líkur á stórri vaxtalækkun í febrúar en á sama tíma hefur undirliggjandi verðbólga haldið áfram að lækka og mælist nú ekki minni, að sögn Seðlabankans, síðan í árslok 2021. Innherji 15.1.2025 14:27 Það borgar sig að bíða Núna þegar við bjóðum nýtt ár velkomið er tilvalið að líta yfir síðasta ár á verðbréfamörkuðum. Ef horft er út fyrir landsteinana var árið 2024 heilt yfir hagfellt. Skoðun 15.1.2025 10:01 Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Fróði Steingrímsson hefur bæst í hóp eigenda Frumtak Ventures. Viðskipti innlent 15.1.2025 08:04 Lækkun verðbólguvæntinga aukið líkur á öðru „stóru skrefi“ hjá Seðlabankanum Útlit er fyrir að hlé verði á hjöðnun verðbólgunnar í janúar og árstakturinn haldist óbreyttur í 4,8 prósent, að mati aðalhagfræðings Kviku banka, sem skýrist einkum af ýmsum einskiptishækkunum um áramótin en verðbólgan muni síðan lækka myndarlega næstu mánuði á eftir. Nýleg lækkun verðbólguvæntinga heimila og fyrirtækja ætti samt að vega sem „þung lóð á vogarskálar júmbólækkunar“ upp á 50 punkta þegar peningastefnunefndin kemur næst saman í upphafi febrúarmánaðar. Innherji 14.1.2025 17:50 Saga til næsta bæjar Fólk hegðar sér að miklu leyti út frá tilfinningum þó að hagfræðingar hafi lengst af skilgreint hinn hagræna mann sem rökhugsandi. Sögur vekja tilfinningar og það er þess vegna sem það er yfirleitt besta leiðin til þess að sannfæra fólk eða hafa áhrif á hegðun. Sögur eru stór hluti af því hvernig hanna má upplifun og þjónustu. Sögur selja líka vörur, hvort sem það eru sögur um viðskiptavini eða uppruna þeirra og þróun. Umræðan 9.1.2025 09:16 Áformar að auka vægi innlendra hlutabréfa ólíkt öðrum stærri lífeyrisjóðum Ólíkt öðrum stærri lífeyrissjóðum landsins áformar Birta að auka nokkuð vægi sitt í innlendum hlutabréfaeignum á árinu 2025 frá því sem nú er á meðan sjóðurinn ætlar á sama tíma að halda hlutfalli erlendra fjárfestinga nánast óbreyttu. Lífeyrissjóður verslunarmanna hyggst hins vegar stækka enn frekar hlutdeild erlendra hlutabréfa í eignasafninu samhliða því að minni áhersla verður sett á íslensk hlutabréf. Innherji 7.1.2025 11:07 Útgáfuáætlun ríkisbréfa upp á um 180 milljarða í hærri kantinum Áætlað er að heildarútgáfa ríkisbréfa á árinu 2025 verði um 180 milljarðar króna, nokkuð meira en í fyrra, en til að mæta lánsfjárþörf ríkissjóðs kemur jafnframt til greina að ganga á innstæður í erlendum gjaldeyri hjá Seðlabankanum. Umfang nýbirtrar útgáfuáætlunar Lánamála er heldur í hærri kantinum miðað við væntingar fjárfesta og markaðsaðila og hefur ávöxtunarkrafa lengri ríkisbréfa hækkað á markaði í dag. Innherji 2.1.2025 15:06 Væntingar fjárfesta um mikinn framtíðarvöxt? Á árinu 2024 lækkaði raunhagnaður félaga í Úrvalsvísitölunni stöðugt fram á haust og náði lágmarki í september en sótti svo á fram til loka árs. Á sama tíma lækkaði Seðlabanki Íslands meginvexti sína um 75 punkta samhliða hjöðnun verðbólga í 4,8%. Umræðan 2.1.2025 09:06 76 milljón króna sekt Símans stendur Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í dag að fella niður 76,5 milljóna króna sekt fjármálaeftirlitsnefndar Seðlabankans á Símann vegna upplýsingagjafar varðandi söluna á Mílu. Viðskipti innlent 16.12.2024 22:49 Verðbólguvæntingar heimila og fyrirtækja nálgast sömu gildi og fyrir faraldur Ný könnun á verðbólguvæntingum fyrirtækja og heimila, bæði til skemmri og lengri tíma, sýnir að þær halda áfram að lækka skarpt og eru núna að nálgast sömu slóðir og fyrir farsóttina í upphafi ársins 2020. Nokkur samstaða er á meðal greinenda og hagfræðinga um verðbólguþróunina í desember og miðað við spár er útlit fyrir að hún muni haldast nánast óbreytt milli mánaða en verði síðan komin undir fjögur prósent snemma á nýju ári. Innherji 16.12.2024 15:37 Lífeyrissjóðir setja stefnuna á auknar fjárfestingar í erlendum hlutabréfum Þrír lífeyrissjóðir, sem eru samanlagt með um þúsund milljarða eignir í stýringu, setja allir stefnuna á að auka talsvert við vægi sitt í erlendum hlutabréfum á nýju ári á meðan minni áhersla verður á hlutabréfin hér heima. Fyrr á árinu færði Lífsverk stýringu á séreignarleiðum upp á tugi milljarða innanhús til sjóðsins samhliða því að setja stóraukna áherslu á fjárfestingar í erlendum hlutabréfum. Innherji 13.12.2024 12:46 Minni áhersla á innlend hlutabréf og vilja auka vægi erlendra skuldabréfa Tveir af allra stærstu lífeyrissjóðum landsins, langasamlega umsvifamestu fjárfestarnir á markaði, hafa sett sér þá stefnu fyrir komandi ár að draga heldur úr vægi innlendra hlutabréfa í eignasafni sínu á meðan áherslan verður meðal annars á að byggja upp stærri stöðu í erlendum skuldabréfum. Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins segir að eftir erfið ár og verðlækkanir á íslenskum hlutabréfamarkaði þá megi samt vænta þess að tækifæri skapist fyrir langtímafjárfesta og meiri líkur séu á góðri ávöxtun til lengri tíma litið. Innherji 8.12.2024 13:31 Verðbólguálag hækkar og fjárfestar óttast að ný ríkisstjórn sýni ekki nægt aðhald Vextir á skuldabréfamarkaði fóru hækkandi í aðdraganda Alþingiskosninga, meðal annars vegna óvissu um niðurstöðu þeirra, og eru verðbólguvæntingar fjárfesta núna farnar að rísa á nýjan leik sem kann að vera merki um að þeir „óttist“ að væntanleg ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins muni ekki sýna nægt aðhald í ríkisrekstrinum, að sögn sjóðstjóra. Útlit er fyrir að vextir Seðlabankans muni að óbreyttu lækka jafnt og þétt í hverri vaxtaákvörðun á nýju ári og verði mögulega komnir niður í 6,5 prósent í árslok. Innherji 5.12.2024 14:29 Íslensk ríkisbréf ekki „jafn krassandi“ með hækkandi langtímavöxtum erlendis Hækkandi vextir á löng ríkisskuldabréf úti í heimi að undanförnu, einkum í Bandaríkjunum, hefur leitt til þess að langtímavaxtamunur við útlönd hefur lækkað og íslensk ríkisbréf eru því „ekki jafn krassandi“ í augum erlendra fjárfesta og margir gætu haldið, að sögn seðlabankastjóra. Mikil gengisstyrking krónunnar, einkum drifin áfram af fjármagnshreyfingum, er „innan jafnvægis“ en hún hefur haldist á tiltölulega þröngu bili um langt skeið. Innherji 3.12.2024 17:20 Nýjar reglur á verðbréfamarkaði Síðastliðinn áratug eða svo hafa evrópskir verðbréfamarkaðir átt undir högg að sækja, sérstaklega samanborið við þann bandaríska. Þannig hefur nýskráningum félaga fækkað, ávöxtun hlutabréfa hefur verið slök og er nú svo komið að evrópskir útgefendur eru í síauknum mæli farnir að horfa til bandaríska verðbréfamarkaðarins í stað þess evrópska þegar kemur að því að afla fjármagns. Umræðan 3.12.2024 13:10 CAPE-hlutfall Úrvalsvísitölunnar hækkar samhliða lækkun vaxta Sé litið til hlutfall virðis á móti hagsveifluleiðréttum hagnaði (CAPE) er íslenski markaðurinn er nú metinn lægra en bandaríski markaðurinn, en það er viðbúið þar sem vaxtastig er mun hærra á Íslandi. Innherji 2.12.2024 10:25 Gæti reynst „langhlaup“ að koma verðbólgunni alla leið niður í markmið Hægari hjöðnun undirliggjandi verðbólgu kann að benda til þess að mögulega muni „síðasta mílan“ reynast peningastefnunefnd óþægur ljár í þúfu, að mati hagfræðings Kviku banka, og það verði langhlaup að koma verðbólgunni alla leið niður í 2,5 prósenta markmið. Þrátt fyrir að verðbólgulækkunin í nóvember hafi verið minni en spár greinenda gerðu ráð fyrir þá breytir það ekki væntingum um allt að hundrað punkta vaxtalækkun á fyrstu tveimur fundum nefndarinnar á nýju ári. Innherji 28.11.2024 16:20 Munum áfram „velkjast um í heimi fjögurra prósenta raunvaxta“ Þótt ný þjóðhagsspá Seðlabankans geri ráð fyrir að verðbólgan verði farin að nálgast markmið um mitt næsta ár þá ætlar peningastefnunefndin ekki að láta mun betri horfur „slá ryki í augun á sér, að sögn hagfræðinga Arion banka, en einhver bið verður á því að aðhaldsstigið fari minnkandi. Útlit er fyrir töluverðar vaxtalækkanir á næstunni ef verðbólgan þróast í takt við væntingar en peningastefnunefndin mun hins vegar eftir sem áður vera varkár. Innherji 21.11.2024 12:22 Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Allir viðskiptabankarnir ætla eða hafa gert breytingar á vaxtakjörum sínum eftir stýrivaxtalækkun Seðlabankans í morgun. Hjá Íslandsbanka hafa vextir á óverðtryggðum lánum þegar lækkað en hækkað á verðtryggðum lánum. Formaður Neytendasamtakanna gagnrýnir harðlega hækkun á verðtryggðum lánum. Innlent 20.11.2024 21:31 Stærra skref hefði gefið röng skilaboð um að Seðlabankinn vildi minnka aðhaldið Raunvaxtaaðhaldið hefur hækkað lítilega frá síðustu mælingu í ágúst en ekki er „endilega heppilegt“ að það aukist enn frekar, að sögn seðlabankastjóra, og mögulega mun það fara minnkandi á næsta ári þegar framleiðsluspennan í hagkerfinu snýst í slaka. Hann segir flesta þætti núna vera að falla með Seðlabankanum og hefur ekki sömu áhyggjur og áður af framboðsskorti á íbúðamarkaði litið til allra næstu ára. Innherji 20.11.2024 18:04 Allir spá lægri vöxtum Hagfræðingur hjá Arion greiningu telur líklegast að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands muni lækka vexti um núll komma fimm prósent á morgun, þegar vaxtaákvörðun verður kynnt. Verðbólga sé farin að hjaðna og verðbólguhorfur fari batnandi. Viðskipti innlent 19.11.2024 12:49 Gjaldeyrisáhrifin af kaupunum á Marel farin að skila sér í styrkingu krónunnar Gengi krónunnar hefur styrkst verulega á allra síðustu vikum, einkum vegna kaupa erlendra fjárfestingarsjóða á bréfum í Marel í aðdraganda væntanlegs samruna við bandaríska félagið JBT, og er núna í sínu sterkasta gildi í meira en eitt ár. Sérfræðingar segja því ljóst að áhrifin vegna kaupanna á Marel séu nú þegar farin að koma fram á gjaldeyrismarkaði en innlendir fjárfestar fara með meirihluta í félaginu og munu fá greitt að stórum hluta í reiðufé í erlendri mynt. Innherji 19.11.2024 12:23 „Allt galopið“ en mikill meirihluti telur að bankinn láti 50 punkta lækkun duga Horfur eru á að raunvaxtastigið fari ört hækkandi á komandi mánuðum, mun meira en peningastefnunefnd Seðlabankans hefur sagt nauðsynlegt til að ná niður verðbólgu í markmið, og því er nefndin undir þrýstingi um að ráðast í að lágmarki fimmtíu punkta vaxtalækkun að mati mikils meirihluta markaðsaðila. Á meðan sumir álíta að „skortur á kjarki“ muni aftra því að tekið verði enn stærra skref þótt svigrúm sé til þess, samkvæmt könnun Innherja, þá nefna aðrir að peningastefnunefndin vilji sýna varfærni og horfi meðal annars til meiri fjárlagahalla en upphaflega var ráðgert og óvissu á opinberum vinnumarkaði. Innherji 18.11.2024 07:33 Raunstýrivextir eru að „dúndrast upp“ sem gæti opnað á 75 punkta lækkun Flestir hagvísar sýna að það er að hægjast verulega um í hagkerfinu og peningastefnunefnd Seðlabankans, sem birtir síðustu vaxtaákvörðun sína á árinu um miðja næstu viku, mun að líkindum horfa mjög til þess við mat á raunstýrivöxtum á komandi mánuðum. Að óbreyttu er útlit fyrir að raunstýrivextir séu að fara „dúndrast“ upp þegar kemur inn á nýtt ár, að sögn skuldabréfamiðlara, sem telur ekki ólíklegt að nefndin muni því núna ráðast í 75 punkta vaxtalækkun. Innherji 12.11.2024 11:43 Eftirlitið staldrar við Við höfum um árabil fylgst með stríðum straumi reglna frá Evrópusambandinu sem Íslandi er gert að innleiða með einum eða öðrum hætti vegna EES samstarfsins. Sumar reglnanna falla ágætlega að íslenskum veruleika. Aðrar síður og sumar eru beinlínis fráleitar í íslenskum aðstæðum. Umræðan 8.11.2024 15:49 Hagnaður Kviku áttfaldast samtímis vexti á öllum tekjusviðum bankans Mikill viðsnúningur var í rekstri Kviku á þriðja ársfjórðungi þegar bankinn hagnaðist um ríflega 1,8 milljarða af áframhaldandi starfsemi, sem jafngildir um 22,4 prósenta arðsemi, og jókst hann um áttfalt á milli ára þar sem allar einingar voru um eða yfir áætlun. Eftir nokkurt tap á starfsemi Kviku í Bretlandi í fyrra hefur reksturinn núna skilað um 900 milljóna hagnaði á fyrstu níu mánuðum ársins en bankinn áformar að markaðssetja nýjan framtakssjóð í árslok sem á að fjárfesta í Bretlandi. Innherji 6.11.2024 18:16 Norrænir eftirlitsstjórar segja brýnt að fjármálaregluverk ESB verði einfaldað Stjórnendur norrænna fjármálaeftirlitsstofnana, meðal annars Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, hafa beint því formlega til Evrópusambandsins að það verði að einfalda hið viðamikla og flókna regluverk sem kemur frá sambandinu og nær til starfsemi fjármálafyrirtækja og verðbréfamarkaða. Í sameiginlegu bréfi til sambandsins segja þeir stjórnmálamenn og almenning ætlast til þess að reglurnar séu einfaldaðar með áherslu á áhættumiðað eftirlit og minni byrðar á fyrirtæki. Innherji 5.11.2024 07:31 Verðtryggingarmisvægi bankanna jókst um nærri hundrað milljarða Verðtryggingarmisvægi stóru viðskiptabankanna jókst um tæplega fimmtung á þriðja ársfjórðungi, langsamlega mest hjá Landsbankanum, samtímis áframhaldandi ásókn heimila í verðtryggð lán. Bankarnir hafa sögulega séð aldrei verið með eins mikla skekkju á verðtryggðum eignum og skuldum en sú staða á meðan verðbólga er að hjaðna hratt gæti sett þrýsting á vaxtatekjur þeirra. Innherji 2.11.2024 12:35 Fyrirsjáanleikinn ekki „sérlega mikill“ eftir ákvörðun Hagstofunnar Ákvörðun Hagstofunnar um að skilgreina fyrirhugað kílómetragjald á öll ökutæki sem veggjald þannig að það sé tekið inn í mælingu á vísitölu neysluverðs kemur á óvart, að mati hagfræðings, og sú nálgun ólík þeim alþjóðlegu stöðlum og regluverki sem stofnunin hefur í meginatriðum fylgt í sambærilegum málum. Hann telur að með þessari niðurstöðu sé fyrirsjáanleikinn ekki „sérlega mikill“ en ávöxtunarkrafa stuttra verðtryggðra ríkisbréfa lækkaði mikið á markaði í dag. Innherji 30.10.2024 16:48 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 12 ›
Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Íslandsbanki og VÍS skrifuðu í dag undir samstarfssamning. Rauði þráðurinn í samstarfinu er að viðskiptavinir, sem eru í viðskiptum við bæði félög, njóta sérstaks ávinnings í vildarkerfum beggja félaga og eiga að njóta betri kjara og fríðinda. Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu. Neytendur 22.1.2025 08:45
Raunvextir Seðlabankans orðnir hærri en þeir mældust við síðustu vaxtalækkun Eftir skarpa lækkun á verðbólguvæntingum fyrirtækja og heimila stóðu raunstýrivextir, eins og Seðlabankinn metur þá, í hæstu hæðum í lok síðasta árs og eru þeir núna lítillega hærri en þegar peningastefnunefnd ákvað að lækka vexti um fimmtíu punkta á fundi sínum í nóvember. Að óbreyttu ætti sú þróun að auka líkur á stórri vaxtalækkun í febrúar en á sama tíma hefur undirliggjandi verðbólga haldið áfram að lækka og mælist nú ekki minni, að sögn Seðlabankans, síðan í árslok 2021. Innherji 15.1.2025 14:27
Það borgar sig að bíða Núna þegar við bjóðum nýtt ár velkomið er tilvalið að líta yfir síðasta ár á verðbréfamörkuðum. Ef horft er út fyrir landsteinana var árið 2024 heilt yfir hagfellt. Skoðun 15.1.2025 10:01
Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Fróði Steingrímsson hefur bæst í hóp eigenda Frumtak Ventures. Viðskipti innlent 15.1.2025 08:04
Lækkun verðbólguvæntinga aukið líkur á öðru „stóru skrefi“ hjá Seðlabankanum Útlit er fyrir að hlé verði á hjöðnun verðbólgunnar í janúar og árstakturinn haldist óbreyttur í 4,8 prósent, að mati aðalhagfræðings Kviku banka, sem skýrist einkum af ýmsum einskiptishækkunum um áramótin en verðbólgan muni síðan lækka myndarlega næstu mánuði á eftir. Nýleg lækkun verðbólguvæntinga heimila og fyrirtækja ætti samt að vega sem „þung lóð á vogarskálar júmbólækkunar“ upp á 50 punkta þegar peningastefnunefndin kemur næst saman í upphafi febrúarmánaðar. Innherji 14.1.2025 17:50
Saga til næsta bæjar Fólk hegðar sér að miklu leyti út frá tilfinningum þó að hagfræðingar hafi lengst af skilgreint hinn hagræna mann sem rökhugsandi. Sögur vekja tilfinningar og það er þess vegna sem það er yfirleitt besta leiðin til þess að sannfæra fólk eða hafa áhrif á hegðun. Sögur eru stór hluti af því hvernig hanna má upplifun og þjónustu. Sögur selja líka vörur, hvort sem það eru sögur um viðskiptavini eða uppruna þeirra og þróun. Umræðan 9.1.2025 09:16
Áformar að auka vægi innlendra hlutabréfa ólíkt öðrum stærri lífeyrisjóðum Ólíkt öðrum stærri lífeyrissjóðum landsins áformar Birta að auka nokkuð vægi sitt í innlendum hlutabréfaeignum á árinu 2025 frá því sem nú er á meðan sjóðurinn ætlar á sama tíma að halda hlutfalli erlendra fjárfestinga nánast óbreyttu. Lífeyrissjóður verslunarmanna hyggst hins vegar stækka enn frekar hlutdeild erlendra hlutabréfa í eignasafninu samhliða því að minni áhersla verður sett á íslensk hlutabréf. Innherji 7.1.2025 11:07
Útgáfuáætlun ríkisbréfa upp á um 180 milljarða í hærri kantinum Áætlað er að heildarútgáfa ríkisbréfa á árinu 2025 verði um 180 milljarðar króna, nokkuð meira en í fyrra, en til að mæta lánsfjárþörf ríkissjóðs kemur jafnframt til greina að ganga á innstæður í erlendum gjaldeyri hjá Seðlabankanum. Umfang nýbirtrar útgáfuáætlunar Lánamála er heldur í hærri kantinum miðað við væntingar fjárfesta og markaðsaðila og hefur ávöxtunarkrafa lengri ríkisbréfa hækkað á markaði í dag. Innherji 2.1.2025 15:06
Væntingar fjárfesta um mikinn framtíðarvöxt? Á árinu 2024 lækkaði raunhagnaður félaga í Úrvalsvísitölunni stöðugt fram á haust og náði lágmarki í september en sótti svo á fram til loka árs. Á sama tíma lækkaði Seðlabanki Íslands meginvexti sína um 75 punkta samhliða hjöðnun verðbólga í 4,8%. Umræðan 2.1.2025 09:06
76 milljón króna sekt Símans stendur Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í dag að fella niður 76,5 milljóna króna sekt fjármálaeftirlitsnefndar Seðlabankans á Símann vegna upplýsingagjafar varðandi söluna á Mílu. Viðskipti innlent 16.12.2024 22:49
Verðbólguvæntingar heimila og fyrirtækja nálgast sömu gildi og fyrir faraldur Ný könnun á verðbólguvæntingum fyrirtækja og heimila, bæði til skemmri og lengri tíma, sýnir að þær halda áfram að lækka skarpt og eru núna að nálgast sömu slóðir og fyrir farsóttina í upphafi ársins 2020. Nokkur samstaða er á meðal greinenda og hagfræðinga um verðbólguþróunina í desember og miðað við spár er útlit fyrir að hún muni haldast nánast óbreytt milli mánaða en verði síðan komin undir fjögur prósent snemma á nýju ári. Innherji 16.12.2024 15:37
Lífeyrissjóðir setja stefnuna á auknar fjárfestingar í erlendum hlutabréfum Þrír lífeyrissjóðir, sem eru samanlagt með um þúsund milljarða eignir í stýringu, setja allir stefnuna á að auka talsvert við vægi sitt í erlendum hlutabréfum á nýju ári á meðan minni áhersla verður á hlutabréfin hér heima. Fyrr á árinu færði Lífsverk stýringu á séreignarleiðum upp á tugi milljarða innanhús til sjóðsins samhliða því að setja stóraukna áherslu á fjárfestingar í erlendum hlutabréfum. Innherji 13.12.2024 12:46
Minni áhersla á innlend hlutabréf og vilja auka vægi erlendra skuldabréfa Tveir af allra stærstu lífeyrissjóðum landsins, langasamlega umsvifamestu fjárfestarnir á markaði, hafa sett sér þá stefnu fyrir komandi ár að draga heldur úr vægi innlendra hlutabréfa í eignasafni sínu á meðan áherslan verður meðal annars á að byggja upp stærri stöðu í erlendum skuldabréfum. Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins segir að eftir erfið ár og verðlækkanir á íslenskum hlutabréfamarkaði þá megi samt vænta þess að tækifæri skapist fyrir langtímafjárfesta og meiri líkur séu á góðri ávöxtun til lengri tíma litið. Innherji 8.12.2024 13:31
Verðbólguálag hækkar og fjárfestar óttast að ný ríkisstjórn sýni ekki nægt aðhald Vextir á skuldabréfamarkaði fóru hækkandi í aðdraganda Alþingiskosninga, meðal annars vegna óvissu um niðurstöðu þeirra, og eru verðbólguvæntingar fjárfesta núna farnar að rísa á nýjan leik sem kann að vera merki um að þeir „óttist“ að væntanleg ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins muni ekki sýna nægt aðhald í ríkisrekstrinum, að sögn sjóðstjóra. Útlit er fyrir að vextir Seðlabankans muni að óbreyttu lækka jafnt og þétt í hverri vaxtaákvörðun á nýju ári og verði mögulega komnir niður í 6,5 prósent í árslok. Innherji 5.12.2024 14:29
Íslensk ríkisbréf ekki „jafn krassandi“ með hækkandi langtímavöxtum erlendis Hækkandi vextir á löng ríkisskuldabréf úti í heimi að undanförnu, einkum í Bandaríkjunum, hefur leitt til þess að langtímavaxtamunur við útlönd hefur lækkað og íslensk ríkisbréf eru því „ekki jafn krassandi“ í augum erlendra fjárfesta og margir gætu haldið, að sögn seðlabankastjóra. Mikil gengisstyrking krónunnar, einkum drifin áfram af fjármagnshreyfingum, er „innan jafnvægis“ en hún hefur haldist á tiltölulega þröngu bili um langt skeið. Innherji 3.12.2024 17:20
Nýjar reglur á verðbréfamarkaði Síðastliðinn áratug eða svo hafa evrópskir verðbréfamarkaðir átt undir högg að sækja, sérstaklega samanborið við þann bandaríska. Þannig hefur nýskráningum félaga fækkað, ávöxtun hlutabréfa hefur verið slök og er nú svo komið að evrópskir útgefendur eru í síauknum mæli farnir að horfa til bandaríska verðbréfamarkaðarins í stað þess evrópska þegar kemur að því að afla fjármagns. Umræðan 3.12.2024 13:10
CAPE-hlutfall Úrvalsvísitölunnar hækkar samhliða lækkun vaxta Sé litið til hlutfall virðis á móti hagsveifluleiðréttum hagnaði (CAPE) er íslenski markaðurinn er nú metinn lægra en bandaríski markaðurinn, en það er viðbúið þar sem vaxtastig er mun hærra á Íslandi. Innherji 2.12.2024 10:25
Gæti reynst „langhlaup“ að koma verðbólgunni alla leið niður í markmið Hægari hjöðnun undirliggjandi verðbólgu kann að benda til þess að mögulega muni „síðasta mílan“ reynast peningastefnunefnd óþægur ljár í þúfu, að mati hagfræðings Kviku banka, og það verði langhlaup að koma verðbólgunni alla leið niður í 2,5 prósenta markmið. Þrátt fyrir að verðbólgulækkunin í nóvember hafi verið minni en spár greinenda gerðu ráð fyrir þá breytir það ekki væntingum um allt að hundrað punkta vaxtalækkun á fyrstu tveimur fundum nefndarinnar á nýju ári. Innherji 28.11.2024 16:20
Munum áfram „velkjast um í heimi fjögurra prósenta raunvaxta“ Þótt ný þjóðhagsspá Seðlabankans geri ráð fyrir að verðbólgan verði farin að nálgast markmið um mitt næsta ár þá ætlar peningastefnunefndin ekki að láta mun betri horfur „slá ryki í augun á sér, að sögn hagfræðinga Arion banka, en einhver bið verður á því að aðhaldsstigið fari minnkandi. Útlit er fyrir töluverðar vaxtalækkanir á næstunni ef verðbólgan þróast í takt við væntingar en peningastefnunefndin mun hins vegar eftir sem áður vera varkár. Innherji 21.11.2024 12:22
Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Allir viðskiptabankarnir ætla eða hafa gert breytingar á vaxtakjörum sínum eftir stýrivaxtalækkun Seðlabankans í morgun. Hjá Íslandsbanka hafa vextir á óverðtryggðum lánum þegar lækkað en hækkað á verðtryggðum lánum. Formaður Neytendasamtakanna gagnrýnir harðlega hækkun á verðtryggðum lánum. Innlent 20.11.2024 21:31
Stærra skref hefði gefið röng skilaboð um að Seðlabankinn vildi minnka aðhaldið Raunvaxtaaðhaldið hefur hækkað lítilega frá síðustu mælingu í ágúst en ekki er „endilega heppilegt“ að það aukist enn frekar, að sögn seðlabankastjóra, og mögulega mun það fara minnkandi á næsta ári þegar framleiðsluspennan í hagkerfinu snýst í slaka. Hann segir flesta þætti núna vera að falla með Seðlabankanum og hefur ekki sömu áhyggjur og áður af framboðsskorti á íbúðamarkaði litið til allra næstu ára. Innherji 20.11.2024 18:04
Allir spá lægri vöxtum Hagfræðingur hjá Arion greiningu telur líklegast að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands muni lækka vexti um núll komma fimm prósent á morgun, þegar vaxtaákvörðun verður kynnt. Verðbólga sé farin að hjaðna og verðbólguhorfur fari batnandi. Viðskipti innlent 19.11.2024 12:49
Gjaldeyrisáhrifin af kaupunum á Marel farin að skila sér í styrkingu krónunnar Gengi krónunnar hefur styrkst verulega á allra síðustu vikum, einkum vegna kaupa erlendra fjárfestingarsjóða á bréfum í Marel í aðdraganda væntanlegs samruna við bandaríska félagið JBT, og er núna í sínu sterkasta gildi í meira en eitt ár. Sérfræðingar segja því ljóst að áhrifin vegna kaupanna á Marel séu nú þegar farin að koma fram á gjaldeyrismarkaði en innlendir fjárfestar fara með meirihluta í félaginu og munu fá greitt að stórum hluta í reiðufé í erlendri mynt. Innherji 19.11.2024 12:23
„Allt galopið“ en mikill meirihluti telur að bankinn láti 50 punkta lækkun duga Horfur eru á að raunvaxtastigið fari ört hækkandi á komandi mánuðum, mun meira en peningastefnunefnd Seðlabankans hefur sagt nauðsynlegt til að ná niður verðbólgu í markmið, og því er nefndin undir þrýstingi um að ráðast í að lágmarki fimmtíu punkta vaxtalækkun að mati mikils meirihluta markaðsaðila. Á meðan sumir álíta að „skortur á kjarki“ muni aftra því að tekið verði enn stærra skref þótt svigrúm sé til þess, samkvæmt könnun Innherja, þá nefna aðrir að peningastefnunefndin vilji sýna varfærni og horfi meðal annars til meiri fjárlagahalla en upphaflega var ráðgert og óvissu á opinberum vinnumarkaði. Innherji 18.11.2024 07:33
Raunstýrivextir eru að „dúndrast upp“ sem gæti opnað á 75 punkta lækkun Flestir hagvísar sýna að það er að hægjast verulega um í hagkerfinu og peningastefnunefnd Seðlabankans, sem birtir síðustu vaxtaákvörðun sína á árinu um miðja næstu viku, mun að líkindum horfa mjög til þess við mat á raunstýrivöxtum á komandi mánuðum. Að óbreyttu er útlit fyrir að raunstýrivextir séu að fara „dúndrast“ upp þegar kemur inn á nýtt ár, að sögn skuldabréfamiðlara, sem telur ekki ólíklegt að nefndin muni því núna ráðast í 75 punkta vaxtalækkun. Innherji 12.11.2024 11:43
Eftirlitið staldrar við Við höfum um árabil fylgst með stríðum straumi reglna frá Evrópusambandinu sem Íslandi er gert að innleiða með einum eða öðrum hætti vegna EES samstarfsins. Sumar reglnanna falla ágætlega að íslenskum veruleika. Aðrar síður og sumar eru beinlínis fráleitar í íslenskum aðstæðum. Umræðan 8.11.2024 15:49
Hagnaður Kviku áttfaldast samtímis vexti á öllum tekjusviðum bankans Mikill viðsnúningur var í rekstri Kviku á þriðja ársfjórðungi þegar bankinn hagnaðist um ríflega 1,8 milljarða af áframhaldandi starfsemi, sem jafngildir um 22,4 prósenta arðsemi, og jókst hann um áttfalt á milli ára þar sem allar einingar voru um eða yfir áætlun. Eftir nokkurt tap á starfsemi Kviku í Bretlandi í fyrra hefur reksturinn núna skilað um 900 milljóna hagnaði á fyrstu níu mánuðum ársins en bankinn áformar að markaðssetja nýjan framtakssjóð í árslok sem á að fjárfesta í Bretlandi. Innherji 6.11.2024 18:16
Norrænir eftirlitsstjórar segja brýnt að fjármálaregluverk ESB verði einfaldað Stjórnendur norrænna fjármálaeftirlitsstofnana, meðal annars Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, hafa beint því formlega til Evrópusambandsins að það verði að einfalda hið viðamikla og flókna regluverk sem kemur frá sambandinu og nær til starfsemi fjármálafyrirtækja og verðbréfamarkaða. Í sameiginlegu bréfi til sambandsins segja þeir stjórnmálamenn og almenning ætlast til þess að reglurnar séu einfaldaðar með áherslu á áhættumiðað eftirlit og minni byrðar á fyrirtæki. Innherji 5.11.2024 07:31
Verðtryggingarmisvægi bankanna jókst um nærri hundrað milljarða Verðtryggingarmisvægi stóru viðskiptabankanna jókst um tæplega fimmtung á þriðja ársfjórðungi, langsamlega mest hjá Landsbankanum, samtímis áframhaldandi ásókn heimila í verðtryggð lán. Bankarnir hafa sögulega séð aldrei verið með eins mikla skekkju á verðtryggðum eignum og skuldum en sú staða á meðan verðbólga er að hjaðna hratt gæti sett þrýsting á vaxtatekjur þeirra. Innherji 2.11.2024 12:35
Fyrirsjáanleikinn ekki „sérlega mikill“ eftir ákvörðun Hagstofunnar Ákvörðun Hagstofunnar um að skilgreina fyrirhugað kílómetragjald á öll ökutæki sem veggjald þannig að það sé tekið inn í mælingu á vísitölu neysluverðs kemur á óvart, að mati hagfræðings, og sú nálgun ólík þeim alþjóðlegu stöðlum og regluverki sem stofnunin hefur í meginatriðum fylgt í sambærilegum málum. Hann telur að með þessari niðurstöðu sé fyrirsjáanleikinn ekki „sérlega mikill“ en ávöxtunarkrafa stuttra verðtryggðra ríkisbréfa lækkaði mikið á markaði í dag. Innherji 30.10.2024 16:48
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent