Þorgerður María Þorbjarnardóttir

Fréttamynd

Ég er ekki alki

Það er til fullt af fólki sem drekkur meira en ég. Fullyrðingin er sönn í þetta skiptið. Það er líka til fólk sem er miklu dónalegra en ég, fólk sem er gráðugra en ég, þunglyndara og kvíðnara en ég, frekari en ég. En hvað á ég að gera í því og er ég þá bara stikkfrí?

Skoðun
Fréttamynd

Ég er eigin­lega al­veg hætt að borða sykur

Samkvæmt könnun neyta Íslendingar miklu minni sykurs heldur en sölutölur benda til. Það er nefnilega þannig að einstaklingar eru tregir til að segja frá raunneyslu sinni eða gleyma að minnast á matvæli sem neytt er milli mála.

Skoðun
Fréttamynd

Mun Bjark­ey Ol­sen Gunnars­dóttir banna hval­veiðar?

Mun Bjark­ey Ol­sen Gunnars­dóttir banna hval­veiðar eða gefa út nýtt leyfi?Staðan í dag er sú að Matvælastofnun sem sektaði Hval hf. fyrir brot á dýravelferðarlögum þegar 30 mínútur liðu milli skota á langreyði september í fyrra vinnur nú að skýrslu um veiðarnar á síðasta ári. Væntanlega verður hún gefin út fljótlega.

Skoðun
Fréttamynd

Skila­boð til náttúru­unn­enda Ís­lands

Í kjölfar þess að loftslagsvandinn verður óðum viðurkenndari í öllum sínum alvarleika hefur hafist leit að lausnum. Leitað er að lausnum þar sem allir vinna. Neysla okkar og lifnaðarhættir eru komin langt yfir mörk jarðar á mörgum sviðum.

Skoðun
Fréttamynd

Það er í­þyngjandi að þurfa að vaska upp eftir partý

Nú hefur umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra látið vinna skýrslu um svokallaða gullhúðun í innleiðingum á EES tilskipunum með tilvísan í lög nr. 55/1991. Lögin kveða á um að sérstaklega skuli tekið fram ef gengið er lengra en lágmarkskröfur gera ráð fyrir. Í skýrslunni er skoðað hvenær gengið hefur verið lengra og hvenær hefði þurft að rökstyðja það betur.

Skoðun
Fréttamynd

Trú­verðug­leiki Ís­lands í lofts­lags­málum

Yfir 80 íslenskir fulltrúar sækja loftslagsþing Sameinuðu þjóðanna í Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmnum sem lýkur 12. desember. Þar á meðal eru Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis- orku-, og loftslagsráðherra.

Skoðun
Fréttamynd

Hlutaveikin

Ég hef mjög gaman að jólasögu Þórarins Eldjárns sem heitir Hlutaveikin og er um barn sem hendir sér í jörðina og öskrar af löngun í alls kyns dót fyrir jólin. Boðskapur sögunnar er að jólin snúast um samveru og væntumþykju, ekki dót og óþarfa.

Skoðun
Fréttamynd

Með há­lendið í hjartanu

Í hvert skiptið sem ég er á leið upp á hálendið til þess að sinna landvarðarstarfi sem ég hef tekið að mér á sumrin, er eftirvæntingin áþreifanleg. Ég er ekki fyrr sest við matarborðið hjá ömmu og afa en þau byrja að segja mér sögur. 

Skoðun
Fréttamynd

Raforkuþurrð eða lé­leg for­gangs­röðun?

„Ísland getur orðið fyrsta landið í heiminum til að nota eingöngu græna, endurnýjanlega orku. Við notum um milljón tonn af olíu á ári og borgum 100 milljarða króna fyrir. Gætum við hætt því, fengið hreinna loft og bætt lífskjör á Íslandi í leiðinni?“

Skoðun
Fréttamynd

Við skulum ekki skjóta okkur í fótinn

Á meðan raddir unga fólksins óma frá Loftslagsverkfallinu og flestir virðast vera að átta sig á stærð vandans sem við stöndum frammi fyrir vegna hamfarahlýnunar er líkt og margir setji annan fótinn inn um dyragættina án þess að stíga skrefið til fulls.

Skoðun