Með hálendið í hjartanu Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar 5. október 2023 12:01 Í hvert skiptið sem ég er á leið upp á hálendið til þess að sinna landvarðarstarfi sem ég hef tekið að mér á sumrin, er eftirvæntingin áþreifanleg. Ég er ekki fyrr sest við matarborðið hjá ömmu og afa en þau byrja að segja mér sögur. Þau sinntu landvarðarstarfi líkt og ég geri, fyrst árið 1973 og einhver fleiri sumur. Þau voru á sama svæði og ég, í Krepputungu milli tveggja beljandi jökulfljóta, Kreppu og Jökulsár á fjöllum. Gleðin, væntumþykjan og töfrarnir skína úr augum þeirra á meðan sögurnar koma hver af annarri um fjallgöngur, stikun slóða, ískaldar baðferðir í Lindána og furðulega ferðamenn. Það er svo augljóst að þessar stundir á hálendinu hafa haft mótandi áhrif á þau og hálendið á alveg sérstakan stað í hjörtum þeirra. Þorgerður María Þorbjarnardóttir Sjálf á ég svo ótal margar sögur af því hvernig ég hef farið upp á fjöll með hugann fullan af óreiðu eftir veturinn og hvernig nálægðin við allt þetta hráa landslag sem er svo innilega lifandi þegar maður skoðar það nánar, greiðir úr öllum flækjum og setur starf mitt sem aktívisti fyrir umhverfið í samhengi. Það eru ekki bara jöklarnir, fjöllin, sandarnir, árnar, lífseigur gróðurinn og stöku fuglar sem veita mér innblástur, heldur eru það líka ferðamennirnir. Það skemmtilegasta sem ég geri er að segja ferðamönnum frá svæðinu og dýpka upplifun þeirra á náttúrunni með fræðslu og túlkun. Þá fæ ég líka að sjá og upplifa landið í gegn um þeirra augu. En ég er líka heppin að starfa á svæði þar sem fjöldinn er viðráðanlegur og ég get gefið mér tíma til þess að spjalla við þau sem leggja leið sína inn á öræfin. Það geta ekki allir sagt það sama í dag. Mikilvægt er að grípa í taumana núna Eins og alls staðar annarsstaðar í heiminum þá er eftirsóknin eftir svæðum sem þessum að aukast og stöðugt sótt að þeim úr fleiri áttum. Ferðamönnum fjölgar ört og þegar ferðamönnunum fjölgar fáum við fleira fólk sem ætlast til þess að fá alls konar þjónustu sem myndi kalla á enn fleira fólk sem kallar á enn meiri þjónustu og þannig fer snjóboltinn að rúlla ef ekki er skýr framtíðarsýn fyrir sjónum. Atvikið með 14 tonna hertrukkinn í Þjórsárverum er gott dæmi um ágang sem hægt er að koma í veg fyrir með því að viðhafa stýringu, til dæmis með upplýsingagjöf, og eftirlit hvort sem það er innan ramma þjóðgarðs, friðlands eða einhvers annars. Á sama tíma eru komin áform um ýmsa hluti, uppbyggða vegi, vindorkuver, háspennulínur, fleiri vatnsaflsvirkjanir og í grein sinni: Hálendið í hakkavélina bendir Kristín Helga Gunnarsdóttir, stjórnarmeðlimur í Landvernd á hvernig hugmyndir um uppbyggingu og nýtingu virðast engin hafa takmörk. En leggjum nú áhyggjur okkar til hliðar í örskotsstund og fögnum því að við eigum enn þessar perlur. Landvernd boðar til Hálendishátíðar 11. Október þar sem listamenn og náttúruunnendur koma saman til að deila væntumþykju og gleði fyrir þessum stórkostlegu víðernum sem við eigum. Hálendið á sérstakan stað í hjarta mínu. Hálendið er eini staðurinn þar sem ég hef upplifað algjöra kyrrð og þá tilfinningu að hér geti ekki verið að nokkur maður hafi stigið niður fæti áður, hvort sem það er nú rétt eða ekki. Þessir staðir verða æ sjaldgæfari í heiminum öllum og eru verðmæti sem okkur ber að varðveita. Höfundur er formaður Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Þorgerður María Þorbjarnardóttir Mest lesið Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Í hvert skiptið sem ég er á leið upp á hálendið til þess að sinna landvarðarstarfi sem ég hef tekið að mér á sumrin, er eftirvæntingin áþreifanleg. Ég er ekki fyrr sest við matarborðið hjá ömmu og afa en þau byrja að segja mér sögur. Þau sinntu landvarðarstarfi líkt og ég geri, fyrst árið 1973 og einhver fleiri sumur. Þau voru á sama svæði og ég, í Krepputungu milli tveggja beljandi jökulfljóta, Kreppu og Jökulsár á fjöllum. Gleðin, væntumþykjan og töfrarnir skína úr augum þeirra á meðan sögurnar koma hver af annarri um fjallgöngur, stikun slóða, ískaldar baðferðir í Lindána og furðulega ferðamenn. Það er svo augljóst að þessar stundir á hálendinu hafa haft mótandi áhrif á þau og hálendið á alveg sérstakan stað í hjörtum þeirra. Þorgerður María Þorbjarnardóttir Sjálf á ég svo ótal margar sögur af því hvernig ég hef farið upp á fjöll með hugann fullan af óreiðu eftir veturinn og hvernig nálægðin við allt þetta hráa landslag sem er svo innilega lifandi þegar maður skoðar það nánar, greiðir úr öllum flækjum og setur starf mitt sem aktívisti fyrir umhverfið í samhengi. Það eru ekki bara jöklarnir, fjöllin, sandarnir, árnar, lífseigur gróðurinn og stöku fuglar sem veita mér innblástur, heldur eru það líka ferðamennirnir. Það skemmtilegasta sem ég geri er að segja ferðamönnum frá svæðinu og dýpka upplifun þeirra á náttúrunni með fræðslu og túlkun. Þá fæ ég líka að sjá og upplifa landið í gegn um þeirra augu. En ég er líka heppin að starfa á svæði þar sem fjöldinn er viðráðanlegur og ég get gefið mér tíma til þess að spjalla við þau sem leggja leið sína inn á öræfin. Það geta ekki allir sagt það sama í dag. Mikilvægt er að grípa í taumana núna Eins og alls staðar annarsstaðar í heiminum þá er eftirsóknin eftir svæðum sem þessum að aukast og stöðugt sótt að þeim úr fleiri áttum. Ferðamönnum fjölgar ört og þegar ferðamönnunum fjölgar fáum við fleira fólk sem ætlast til þess að fá alls konar þjónustu sem myndi kalla á enn fleira fólk sem kallar á enn meiri þjónustu og þannig fer snjóboltinn að rúlla ef ekki er skýr framtíðarsýn fyrir sjónum. Atvikið með 14 tonna hertrukkinn í Þjórsárverum er gott dæmi um ágang sem hægt er að koma í veg fyrir með því að viðhafa stýringu, til dæmis með upplýsingagjöf, og eftirlit hvort sem það er innan ramma þjóðgarðs, friðlands eða einhvers annars. Á sama tíma eru komin áform um ýmsa hluti, uppbyggða vegi, vindorkuver, háspennulínur, fleiri vatnsaflsvirkjanir og í grein sinni: Hálendið í hakkavélina bendir Kristín Helga Gunnarsdóttir, stjórnarmeðlimur í Landvernd á hvernig hugmyndir um uppbyggingu og nýtingu virðast engin hafa takmörk. En leggjum nú áhyggjur okkar til hliðar í örskotsstund og fögnum því að við eigum enn þessar perlur. Landvernd boðar til Hálendishátíðar 11. Október þar sem listamenn og náttúruunnendur koma saman til að deila væntumþykju og gleði fyrir þessum stórkostlegu víðernum sem við eigum. Hálendið á sérstakan stað í hjarta mínu. Hálendið er eini staðurinn þar sem ég hef upplifað algjöra kyrrð og þá tilfinningu að hér geti ekki verið að nokkur maður hafi stigið niður fæti áður, hvort sem það er nú rétt eða ekki. Þessir staðir verða æ sjaldgæfari í heiminum öllum og eru verðmæti sem okkur ber að varðveita. Höfundur er formaður Landverndar.
Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun