Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar 11. desember 2025 12:31 Það er hreinn óþolandi hroki sem embættismenn og stjórnendur ríkisrekinna eða ríkisstyrktra stofnana komast upp með að kasta fram fyrir almenning oft og tíðum. Ég hef ekki tíma né áhuga á að grennslast fyrir um það hvernig fjármögnun Hrafnistu er háttað – það er aukaatriði. Kjarni málsins er að afhjúpa þann fúla, mannfyrirlitandi hroka og yfirlæti sem við, aðstandendur, þurfum að þola á meðan okkar nánasta fólk er hreinlega geymt í þessum stofnunum. Við megum þola þennan hroka, eins og kom fram í viðtali á Bylgjunni í fyrradag. Fólkið sem er að reyna gera það besta fyrir fjölskyldumeðlimi sem hafa enga aðra málsvara en sitt eigið fólk, og ég segi hvernig er þá farið með fólk sem hefur engan að. Þetta eru staðir sem eru ekki annað en biðstofa á meðan Færni- og heilsufarsnefnd fer yfir umsóknir og reynir að finna framtíðarvistun fyrir fólkið okkar sem á nú að njóta síðustu metra ævinnar. Lylgar sem ollu mér velgju og ógleði En það sem tók steininn úr, það sem fékk mig til að hlusta með ógleði, var viðtal við Maríu Fjólu Harðardóttur, hjúkrunarforstjóra Hrafnistu, á Bylgjunni. Yfirlætið og mannfyrirlitningin sem steyptist upp úr henni var slík að mér varð illt. Hún dirfðist að halda því blákalt fram að við, sem berjumst fyrir reisn okkar nánustu, værum að bera alls konar lygum upp á starfsemi hjúkrunarheimila! Það kom illa við mig, sérstaklega í ljósi þess að ég skrifaði nýlega greinina „Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði?“ þar sem ég gagnrýndi þetta kerfi sem leyfir það að okkar besta fólk, eldri kynslóðin, fari ekki í bað nema einu sinni í viku. Það er þannig og ég spurði starfsmann að þessu og hann viðurkenndi það fyrir mér. Móðir mín í þrjár vikur án baðs - sönnuð mistök Þetta eru undirmannaðar stofnanir og stærsti hluti starfsmanna er af erlendum uppruna, og auðvitað höfum við skilning á því upp að ákveðnu marki. En ástandið hjá minni eigin móður varð til þess að mælirinn sprakk. Að hún hafi ekki fengið bað í þrjár vikur, og ég efast ekki um orð hennar. Bróðir minn fór í málið og fékk það staðfest að vegna mistaka hafi það klikkað. Þetta mynstur er ítrekað; áður hafði stofnunin neitað atviki harðlega, aðeins til þess að koma í ljós við rannsókn að mamma væri ekki að ljúga. Ég ætlaði ekki að opna þetta mál aftur, því menn fóru nánast niður á knén og báðust afsökunar – en í ljósi þess sem var haldið fram í þættinum í gær og í ljósi áratugalangrar baráttu okkar við þetta rotna kerfi er ég kominn alveg upp í kok af þessu (við vorum búin að fara í gegnum það sama með föður okkar sem fékk tvær vikur á hjúkrunarheimili áður en hann dó!), þá get ég ekki þagnað. Samskipti brostin og virðingin farin Móðir mín, 84 ára, er að berjast við þrálátan kvilla sem tengist þrifum. Hún hefur orðið fyrir þeirri niðurlægingu að vera þvegin í klofinu af karlmanni, innflytjanda sem varla talar íslensku á meðan hún getur ekki talað ensku sjálf. Það er ekki það að innflytjendur vinni þessa vinnu, heldur að henni hafi ekki verið sýnd sú virðing að kona hafi tekið þetta að sér. Það er óvirðing og með hreinum ólíkindum að þetta hafi gerst. Ég geri mér fulla grein fyrir því að yfirgnæfandi meirihluti starfsmanna eru erlendir ríkisborgarar en það sem er ekki hægt að sætta sig við er að sannleikurinn var ekki sagður til að byrja með og þess vegna er virðingin farin og samskiptin brostin. Svo þegar hún segir mér að bað hafi farið forgörðum í vikur – miðað við hinn atburðinn þar sem stofnunin reyndi fyrst að kveða niður sannleikann – þá rengi ég hana ekki. Þessi málaflokkur er augljóslega í rúst í ljósi þess hroka og þeirrar mannfyrirlitningar sem ég heyrði í viðtalinu. Mín skoðun er sú að svona fólk ræður augljóslega ekki við starfið sitt. Þó svo við vitum að þessi málaflokkur er þannig að við leggjum dýrustu spítalaplássin á landinu undir, því við getum ekki þjónustað þetta fólk, og við getum dælt peningum endalaust á vígvelli úti í heimi á sama tíma. Þetta fólk okkar verðskuldar betri meðferð og það hefur svo sannarlega unnið fyrir því í gegnum árin með blóði, svita og tárum kannski líka, og því ber að sýna virðingu en ekki hroka! Forstjórinn ætti að hafa vit á því að þegja í staðinn fyrir að slengja svona óróðri út og vera að rengja fólk sem upplifir að þjónustustigið sé komið undir frostmark. Ekki á Hrafnistu Ég vona þess vegna, móður minnar vegna og okkar allra sem erum í kringum hana, að hún fái inni á almennilegu heimili og fái vonandi lengri tíma en faðir minn (sem fékk 14 daga áður en hann dó, aðeins mánuði frá 91 árs afmæli), svo hún geti loksins notið síðustu ævikvöldanna í sátt við Guð og menn og fái þjónustu við hæfi en sitji ekki í biðsal dauðans, og að það verði í hennar heimabæ, en ekki einhvers staðar úti á landi sem hún hefur engin tengsl við eins og faðir okkar fékk að upplifa síðustu 14 dagana sem hann lifði. Eitt er víst: Það verður aldrei á Hrafnistu með svona stjórnendur. Höfundur er áhugamaður um betra samfélag og Miðflokksmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Bergmann Mest lesið Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Snjór í Ártúnsbrekku Stefán Pálsson skrifar Sjá meira
Það er hreinn óþolandi hroki sem embættismenn og stjórnendur ríkisrekinna eða ríkisstyrktra stofnana komast upp með að kasta fram fyrir almenning oft og tíðum. Ég hef ekki tíma né áhuga á að grennslast fyrir um það hvernig fjármögnun Hrafnistu er háttað – það er aukaatriði. Kjarni málsins er að afhjúpa þann fúla, mannfyrirlitandi hroka og yfirlæti sem við, aðstandendur, þurfum að þola á meðan okkar nánasta fólk er hreinlega geymt í þessum stofnunum. Við megum þola þennan hroka, eins og kom fram í viðtali á Bylgjunni í fyrradag. Fólkið sem er að reyna gera það besta fyrir fjölskyldumeðlimi sem hafa enga aðra málsvara en sitt eigið fólk, og ég segi hvernig er þá farið með fólk sem hefur engan að. Þetta eru staðir sem eru ekki annað en biðstofa á meðan Færni- og heilsufarsnefnd fer yfir umsóknir og reynir að finna framtíðarvistun fyrir fólkið okkar sem á nú að njóta síðustu metra ævinnar. Lylgar sem ollu mér velgju og ógleði En það sem tók steininn úr, það sem fékk mig til að hlusta með ógleði, var viðtal við Maríu Fjólu Harðardóttur, hjúkrunarforstjóra Hrafnistu, á Bylgjunni. Yfirlætið og mannfyrirlitningin sem steyptist upp úr henni var slík að mér varð illt. Hún dirfðist að halda því blákalt fram að við, sem berjumst fyrir reisn okkar nánustu, værum að bera alls konar lygum upp á starfsemi hjúkrunarheimila! Það kom illa við mig, sérstaklega í ljósi þess að ég skrifaði nýlega greinina „Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði?“ þar sem ég gagnrýndi þetta kerfi sem leyfir það að okkar besta fólk, eldri kynslóðin, fari ekki í bað nema einu sinni í viku. Það er þannig og ég spurði starfsmann að þessu og hann viðurkenndi það fyrir mér. Móðir mín í þrjár vikur án baðs - sönnuð mistök Þetta eru undirmannaðar stofnanir og stærsti hluti starfsmanna er af erlendum uppruna, og auðvitað höfum við skilning á því upp að ákveðnu marki. En ástandið hjá minni eigin móður varð til þess að mælirinn sprakk. Að hún hafi ekki fengið bað í þrjár vikur, og ég efast ekki um orð hennar. Bróðir minn fór í málið og fékk það staðfest að vegna mistaka hafi það klikkað. Þetta mynstur er ítrekað; áður hafði stofnunin neitað atviki harðlega, aðeins til þess að koma í ljós við rannsókn að mamma væri ekki að ljúga. Ég ætlaði ekki að opna þetta mál aftur, því menn fóru nánast niður á knén og báðust afsökunar – en í ljósi þess sem var haldið fram í þættinum í gær og í ljósi áratugalangrar baráttu okkar við þetta rotna kerfi er ég kominn alveg upp í kok af þessu (við vorum búin að fara í gegnum það sama með föður okkar sem fékk tvær vikur á hjúkrunarheimili áður en hann dó!), þá get ég ekki þagnað. Samskipti brostin og virðingin farin Móðir mín, 84 ára, er að berjast við þrálátan kvilla sem tengist þrifum. Hún hefur orðið fyrir þeirri niðurlægingu að vera þvegin í klofinu af karlmanni, innflytjanda sem varla talar íslensku á meðan hún getur ekki talað ensku sjálf. Það er ekki það að innflytjendur vinni þessa vinnu, heldur að henni hafi ekki verið sýnd sú virðing að kona hafi tekið þetta að sér. Það er óvirðing og með hreinum ólíkindum að þetta hafi gerst. Ég geri mér fulla grein fyrir því að yfirgnæfandi meirihluti starfsmanna eru erlendir ríkisborgarar en það sem er ekki hægt að sætta sig við er að sannleikurinn var ekki sagður til að byrja með og þess vegna er virðingin farin og samskiptin brostin. Svo þegar hún segir mér að bað hafi farið forgörðum í vikur – miðað við hinn atburðinn þar sem stofnunin reyndi fyrst að kveða niður sannleikann – þá rengi ég hana ekki. Þessi málaflokkur er augljóslega í rúst í ljósi þess hroka og þeirrar mannfyrirlitningar sem ég heyrði í viðtalinu. Mín skoðun er sú að svona fólk ræður augljóslega ekki við starfið sitt. Þó svo við vitum að þessi málaflokkur er þannig að við leggjum dýrustu spítalaplássin á landinu undir, því við getum ekki þjónustað þetta fólk, og við getum dælt peningum endalaust á vígvelli úti í heimi á sama tíma. Þetta fólk okkar verðskuldar betri meðferð og það hefur svo sannarlega unnið fyrir því í gegnum árin með blóði, svita og tárum kannski líka, og því ber að sýna virðingu en ekki hroka! Forstjórinn ætti að hafa vit á því að þegja í staðinn fyrir að slengja svona óróðri út og vera að rengja fólk sem upplifir að þjónustustigið sé komið undir frostmark. Ekki á Hrafnistu Ég vona þess vegna, móður minnar vegna og okkar allra sem erum í kringum hana, að hún fái inni á almennilegu heimili og fái vonandi lengri tíma en faðir minn (sem fékk 14 daga áður en hann dó, aðeins mánuði frá 91 árs afmæli), svo hún geti loksins notið síðustu ævikvöldanna í sátt við Guð og menn og fái þjónustu við hæfi en sitji ekki í biðsal dauðans, og að það verði í hennar heimabæ, en ekki einhvers staðar úti á landi sem hún hefur engin tengsl við eins og faðir okkar fékk að upplifa síðustu 14 dagana sem hann lifði. Eitt er víst: Það verður aldrei á Hrafnistu með svona stjórnendur. Höfundur er áhugamaður um betra samfélag og Miðflokksmaður
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun