Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar 11. desember 2025 12:31 Það er hreinn óþolandi hroki sem embættismenn og stjórnendur ríkisrekinna eða ríkisstyrktra stofnana komast upp með að kasta fram fyrir almenning oft og tíðum. Ég hef ekki tíma né áhuga á að grennslast fyrir um það hvernig fjármögnun Hrafnistu er háttað – það er aukaatriði. Kjarni málsins er að afhjúpa þann fúla, mannfyrirlitandi hroka og yfirlæti sem við, aðstandendur, þurfum að þola á meðan okkar nánasta fólk er hreinlega geymt í þessum stofnunum. Við megum þola þennan hroka, eins og kom fram í viðtali á Bylgjunni í fyrradag. Fólkið sem er að reyna gera það besta fyrir fjölskyldumeðlimi sem hafa enga aðra málsvara en sitt eigið fólk, og ég segi hvernig er þá farið með fólk sem hefur engan að. Þetta eru staðir sem eru ekki annað en biðstofa á meðan Færni- og heilsufarsnefnd fer yfir umsóknir og reynir að finna framtíðarvistun fyrir fólkið okkar sem á nú að njóta síðustu metra ævinnar. Lylgar sem ollu mér velgju og ógleði En það sem tók steininn úr, það sem fékk mig til að hlusta með ógleði, var viðtal við Maríu Fjólu Harðardóttur, hjúkrunarforstjóra Hrafnistu, á Bylgjunni. Yfirlætið og mannfyrirlitningin sem steyptist upp úr henni var slík að mér varð illt. Hún dirfðist að halda því blákalt fram að við, sem berjumst fyrir reisn okkar nánustu, værum að bera alls konar lygum upp á starfsemi hjúkrunarheimila! Það kom illa við mig, sérstaklega í ljósi þess að ég skrifaði nýlega greinina „Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði?“ þar sem ég gagnrýndi þetta kerfi sem leyfir það að okkar besta fólk, eldri kynslóðin, fari ekki í bað nema einu sinni í viku. Það er þannig og ég spurði starfsmann að þessu og hann viðurkenndi það fyrir mér. Móðir mín í þrjár vikur án baðs - sönnuð mistök Þetta eru undirmannaðar stofnanir og stærsti hluti starfsmanna er af erlendum uppruna, og auðvitað höfum við skilning á því upp að ákveðnu marki. En ástandið hjá minni eigin móður varð til þess að mælirinn sprakk. Að hún hafi ekki fengið bað í þrjár vikur, og ég efast ekki um orð hennar. Bróðir minn fór í málið og fékk það staðfest að vegna mistaka hafi það klikkað. Þetta mynstur er ítrekað; áður hafði stofnunin neitað atviki harðlega, aðeins til þess að koma í ljós við rannsókn að mamma væri ekki að ljúga. Ég ætlaði ekki að opna þetta mál aftur, því menn fóru nánast niður á knén og báðust afsökunar – en í ljósi þess sem var haldið fram í þættinum í gær og í ljósi áratugalangrar baráttu okkar við þetta rotna kerfi er ég kominn alveg upp í kok af þessu (við vorum búin að fara í gegnum það sama með föður okkar sem fékk tvær vikur á hjúkrunarheimili áður en hann dó!), þá get ég ekki þagnað. Samskipti brostin og virðingin farin Móðir mín, 84 ára, er að berjast við þrálátan kvilla sem tengist þrifum. Hún hefur orðið fyrir þeirri niðurlægingu að vera þvegin í klofinu af karlmanni, innflytjanda sem varla talar íslensku á meðan hún getur ekki talað ensku sjálf. Það er ekki það að innflytjendur vinni þessa vinnu, heldur að henni hafi ekki verið sýnd sú virðing að kona hafi tekið þetta að sér. Það er óvirðing og með hreinum ólíkindum að þetta hafi gerst. Ég geri mér fulla grein fyrir því að yfirgnæfandi meirihluti starfsmanna eru erlendir ríkisborgarar en það sem er ekki hægt að sætta sig við er að sannleikurinn var ekki sagður til að byrja með og þess vegna er virðingin farin og samskiptin brostin. Svo þegar hún segir mér að bað hafi farið forgörðum í vikur – miðað við hinn atburðinn þar sem stofnunin reyndi fyrst að kveða niður sannleikann – þá rengi ég hana ekki. Þessi málaflokkur er augljóslega í rúst í ljósi þess hroka og þeirrar mannfyrirlitningar sem ég heyrði í viðtalinu. Mín skoðun er sú að svona fólk ræður augljóslega ekki við starfið sitt. Þó svo við vitum að þessi málaflokkur er þannig að við leggjum dýrustu spítalaplássin á landinu undir, því við getum ekki þjónustað þetta fólk, og við getum dælt peningum endalaust á vígvelli úti í heimi á sama tíma. Þetta fólk okkar verðskuldar betri meðferð og það hefur svo sannarlega unnið fyrir því í gegnum árin með blóði, svita og tárum kannski líka, og því ber að sýna virðingu en ekki hroka! Forstjórinn ætti að hafa vit á því að þegja í staðinn fyrir að slengja svona óróðri út og vera að rengja fólk sem upplifir að þjónustustigið sé komið undir frostmark. Ekki á Hrafnistu Ég vona þess vegna, móður minnar vegna og okkar allra sem erum í kringum hana, að hún fái inni á almennilegu heimili og fái vonandi lengri tíma en faðir minn (sem fékk 14 daga áður en hann dó, aðeins mánuði frá 91 árs afmæli), svo hún geti loksins notið síðustu ævikvöldanna í sátt við Guð og menn og fái þjónustu við hæfi en sitji ekki í biðsal dauðans, og að það verði í hennar heimabæ, en ekki einhvers staðar úti á landi sem hún hefur engin tengsl við eins og faðir okkar fékk að upplifa síðustu 14 dagana sem hann lifði. Eitt er víst: Það verður aldrei á Hrafnistu með svona stjórnendur. Höfundur er áhugamaður um betra samfélag og Miðflokksmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Bergmann Mest lesið Múslimar Evrópu einangraðir Fastir pennar Tímamót Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Róttæk hugsun Fastir pennar Refsivöndur Moskvuvaldsins Auðunn Arnórsson Fastir pennar Lærum af reynslunni Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Lúxusverkir Lára G. Sigurðardóttir Bakþankar Skítlegt eðli kvótakerfisins Skoðun Opinberar yfirheyrslur Jón Kaldal Fastir pennar Undirfjármagnaður Háskóli Aron Ólafsson Skoðun Bæði betra Sara McMahon Bakþankar Skoðun Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Sjá meira
Það er hreinn óþolandi hroki sem embættismenn og stjórnendur ríkisrekinna eða ríkisstyrktra stofnana komast upp með að kasta fram fyrir almenning oft og tíðum. Ég hef ekki tíma né áhuga á að grennslast fyrir um það hvernig fjármögnun Hrafnistu er háttað – það er aukaatriði. Kjarni málsins er að afhjúpa þann fúla, mannfyrirlitandi hroka og yfirlæti sem við, aðstandendur, þurfum að þola á meðan okkar nánasta fólk er hreinlega geymt í þessum stofnunum. Við megum þola þennan hroka, eins og kom fram í viðtali á Bylgjunni í fyrradag. Fólkið sem er að reyna gera það besta fyrir fjölskyldumeðlimi sem hafa enga aðra málsvara en sitt eigið fólk, og ég segi hvernig er þá farið með fólk sem hefur engan að. Þetta eru staðir sem eru ekki annað en biðstofa á meðan Færni- og heilsufarsnefnd fer yfir umsóknir og reynir að finna framtíðarvistun fyrir fólkið okkar sem á nú að njóta síðustu metra ævinnar. Lylgar sem ollu mér velgju og ógleði En það sem tók steininn úr, það sem fékk mig til að hlusta með ógleði, var viðtal við Maríu Fjólu Harðardóttur, hjúkrunarforstjóra Hrafnistu, á Bylgjunni. Yfirlætið og mannfyrirlitningin sem steyptist upp úr henni var slík að mér varð illt. Hún dirfðist að halda því blákalt fram að við, sem berjumst fyrir reisn okkar nánustu, værum að bera alls konar lygum upp á starfsemi hjúkrunarheimila! Það kom illa við mig, sérstaklega í ljósi þess að ég skrifaði nýlega greinina „Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði?“ þar sem ég gagnrýndi þetta kerfi sem leyfir það að okkar besta fólk, eldri kynslóðin, fari ekki í bað nema einu sinni í viku. Það er þannig og ég spurði starfsmann að þessu og hann viðurkenndi það fyrir mér. Móðir mín í þrjár vikur án baðs - sönnuð mistök Þetta eru undirmannaðar stofnanir og stærsti hluti starfsmanna er af erlendum uppruna, og auðvitað höfum við skilning á því upp að ákveðnu marki. En ástandið hjá minni eigin móður varð til þess að mælirinn sprakk. Að hún hafi ekki fengið bað í þrjár vikur, og ég efast ekki um orð hennar. Bróðir minn fór í málið og fékk það staðfest að vegna mistaka hafi það klikkað. Þetta mynstur er ítrekað; áður hafði stofnunin neitað atviki harðlega, aðeins til þess að koma í ljós við rannsókn að mamma væri ekki að ljúga. Ég ætlaði ekki að opna þetta mál aftur, því menn fóru nánast niður á knén og báðust afsökunar – en í ljósi þess sem var haldið fram í þættinum í gær og í ljósi áratugalangrar baráttu okkar við þetta rotna kerfi er ég kominn alveg upp í kok af þessu (við vorum búin að fara í gegnum það sama með föður okkar sem fékk tvær vikur á hjúkrunarheimili áður en hann dó!), þá get ég ekki þagnað. Samskipti brostin og virðingin farin Móðir mín, 84 ára, er að berjast við þrálátan kvilla sem tengist þrifum. Hún hefur orðið fyrir þeirri niðurlægingu að vera þvegin í klofinu af karlmanni, innflytjanda sem varla talar íslensku á meðan hún getur ekki talað ensku sjálf. Það er ekki það að innflytjendur vinni þessa vinnu, heldur að henni hafi ekki verið sýnd sú virðing að kona hafi tekið þetta að sér. Það er óvirðing og með hreinum ólíkindum að þetta hafi gerst. Ég geri mér fulla grein fyrir því að yfirgnæfandi meirihluti starfsmanna eru erlendir ríkisborgarar en það sem er ekki hægt að sætta sig við er að sannleikurinn var ekki sagður til að byrja með og þess vegna er virðingin farin og samskiptin brostin. Svo þegar hún segir mér að bað hafi farið forgörðum í vikur – miðað við hinn atburðinn þar sem stofnunin reyndi fyrst að kveða niður sannleikann – þá rengi ég hana ekki. Þessi málaflokkur er augljóslega í rúst í ljósi þess hroka og þeirrar mannfyrirlitningar sem ég heyrði í viðtalinu. Mín skoðun er sú að svona fólk ræður augljóslega ekki við starfið sitt. Þó svo við vitum að þessi málaflokkur er þannig að við leggjum dýrustu spítalaplássin á landinu undir, því við getum ekki þjónustað þetta fólk, og við getum dælt peningum endalaust á vígvelli úti í heimi á sama tíma. Þetta fólk okkar verðskuldar betri meðferð og það hefur svo sannarlega unnið fyrir því í gegnum árin með blóði, svita og tárum kannski líka, og því ber að sýna virðingu en ekki hroka! Forstjórinn ætti að hafa vit á því að þegja í staðinn fyrir að slengja svona óróðri út og vera að rengja fólk sem upplifir að þjónustustigið sé komið undir frostmark. Ekki á Hrafnistu Ég vona þess vegna, móður minnar vegna og okkar allra sem erum í kringum hana, að hún fái inni á almennilegu heimili og fái vonandi lengri tíma en faðir minn (sem fékk 14 daga áður en hann dó, aðeins mánuði frá 91 árs afmæli), svo hún geti loksins notið síðustu ævikvöldanna í sátt við Guð og menn og fái þjónustu við hæfi en sitji ekki í biðsal dauðans, og að það verði í hennar heimabæ, en ekki einhvers staðar úti á landi sem hún hefur engin tengsl við eins og faðir okkar fékk að upplifa síðustu 14 dagana sem hann lifði. Eitt er víst: Það verður aldrei á Hrafnistu með svona stjórnendur. Höfundur er áhugamaður um betra samfélag og Miðflokksmaður
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar