Voru sérstaklega varaðir við árás frá ISKP Samúel Karl Ólason skrifar 28. mars 2024 19:59 Vladimír Pútín, forseti Rússlands. AP/Sergei Karpukhin Degi áður en sendiráð Bandaríkjanna í Moskvu gaf út opinbera viðvörun um mögulegar árásir öfgamanna á tónleika eða aðra samkomustaði í Moskvu höfðu starfsmenn Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA) í Moskvu sent rússneskum kollegum sínum sambærileg skilaboð. Viðvörunin innihélt meiri upplýsingar en birtar voru degi síðar en Bandaríkjamenn vöruðu sérstaklega við árás frá vígamönnum Íslamska ríkisins í Khorasan, eða ISKP. Bandaríkjamenn sögðust hafa fylgst náið með hópnum og töldu ógnina trúverðuga, samkvæmt heimildarmönnum New York Times úr leyniþjónustusamfélagi Bandaríkjanna. Degi síðar, þann 7. mars, þegar opinbera viðvörunin var birt lýstu forsvarsmenn Leyniþjónustu Rússlands (FSB) því yfir að komið hefði verið í veg fyrir árás vígamanna ISKP á bænahús gyðinga í Moskvu. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, lýsti því þó yfir, nokkrum dögum síðar, að opinbera viðvörunin væri tilraun til kúgunar og henni hefði verið ætlað að „ógna“ rússnesku samfélagi og efla til deilna. Þremur dögum eftir það, ruddust fjórir menn inn í tónleikahúsið og hófu þar skothríð. Á þrettán mínútum er talið að þeir hafi skotið um fimm hundruð skotum og kveikt í húsinu. Að minnsta kosti 143 eru dánir vegna árásarinnar og er óttast að talan gæti hækkað enn frekar þar sem fregnir hafa borist af því að margra sé saknað. Mennirnir flúðu af vettvangi eftir árásina og eru sagðir hafa verið handteknir á leið til Úkraínu. Pútín, aðrir ráðamenn í Rússlandi og málpípur Kreml í ríkisreknum miðlum og annars staðar hafa ítrekað haldið því fram að árásarmennirnir tengist Úkraínu og hafa einnig bendlað Bandaríkin og Bretland við árásina. Í frétt New York Times segir að í nýlegu minnisblaði frá leyniþjónustum Rússlands hafi verið varað við aukinni hættu á árásum öfgamanna frá Tadsíkistan sem tengdust ISKP. Mennirnir fjórir sem hafa verið handteknir fyrir að fremja árásina eru allir frá Tadsíkistan. Íslamska ríkið lýsti fljótt yfir ábyrgð á árásinni og birti myndefni frá henni sem árásarmennirnir tóku upp. Talsmaður samtakanna ítrekaði í yfirlýsingu sem birt var í dag vegna tíu ára afmælis stofnunar Kalífadæmisins að vígamenn samtakanna hefðu gert árásina í Moskvu og aðrar í Mið-Asíu, einkum í Íran. Íslamska ríkið í Khorasan er iðulega kallað ISIS-K en réttara er að kalla þau ISKP, þar sem skammstöfunin ISIS er tilvísun í Íslamska ríkið í Írak og Sýrlandi. ISKP er Íslamska ríkið í Khorasan. Talsmaðurinn vísaði til þess að vígamenn Íslamska ríkisins hefðu barist við rússneska hermenn bæði í Afríku og í Sýrlandi og hrósaði hann ISKP vegna árásarinnar í Moskvu. Þá kallaði hann eftir frekari árásum um heiminn allan. Þúsundir Rússa gengu til liðs við kalífadæmi ISIS á árum áður. Hafa einbeint sér að annars konar „öfgamönnum“ Í viðtölum við NYT segja embættismenn í Bandaríkjunum og Evrópu að þó viðvörun hafi verið gefin út um mögulega hættu sé erfitt að koma í veg fyrir árásir af þessu tagi. Þeir segja þó að Pútín hafi notað leyniþjónustur Rússlands gegn mótmælendum og andstæðingum ríkisstjórnar sinnar í Rússlandi og að starfsmenn FSB hafi sömuleiðis einblínt á Úkraínu og Vesturlönd. Sjá einnig : Segir árásarmennina hafa ætlað til Belarús Sú deild FSB sem á að stöðva öfgamenn af ýmsu tagi hefur tekið við sífellt fleiri verkefnum þar sem skilgreiningin á öfgamönnum hefur víkkað töluvert. Á undanförnum árum hefur þessi deild að mestu beitt sér gegn íslömskum öfgamönnum og ný-nasistum en við listann hafa bæst pólitískir aðgerðasinnar, stuðningsmenn Alexei Navalní, hinsegin fólk, Vottar Jehófa og alls konar aðgerðasinnar. Ráðamenn í Bandaríkjunum telja útsendara þessarar deildar hafa komið að því að eitra fyrir Navalní á sínum tíma. Listi yfir skráð öfgasamtök í Rússlandi hefur lengst gífurlega á undanförnum árum. Hundruðum samtaka hefur verið bætt við hann. „Í raun er FSB pólitískt afl og endurspeglar áhyggjur Kreml,“ segir einn sérfræðingur bresku hugveitunnar RUSI, elstu hugveitu heims sem fjallar um hernaðarmál. Hann segir stjórnvöld í Rússlandi einbeita sér að því að beita FSB gegn pólitískum andstæðingum og Úkraínumönnum. Rússland Vladimír Pútín Hryðjuverkaárás í Moskvu Úkraína Bandaríkin Bretland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Beinir spjótunum enn að Úkraínu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir öfgamenn úr röðum íslamista hafa gert árásina á tónleikahöllina í Crocus um helgina en beinir spjótum sínum þó áfram að Úkraínu og Bandaríkjunum. Í ræðu í kvöld gaf hann í skyn að árásarmennirnir hefðu fengið borgað fyrir árásina og frá Úkraínu. 25. mars 2024 22:01 Heita hefndum en freista þess enn að bendla Úkraínu við árásina Stjórnvöld í Rússlandi virðast enn staðráðin í því að reyna að sannfæra umheiminn um að Úkraínumenn hafi átt þátt í hryðjuverkaárásinni á Crocus City tónleikahöllina í Moskvu á föstudag, þar sem 137 létu lífið. 25. mars 2024 10:47 Fjórir menn fyrir dómara vegna hryðjuverkanna Fjórir menn hafa verið leiddir fyrir dómara vegna aðildar sinnar að hryðjuverkaárásunum í nágrenni Moskvu á föstudagskvöldið. Tveir þeirra játuðu skýlaust að hafa framið voðaverkin. 137 manns létu lífið þegar hópur manna hófu skothríð í Crocus City-tónleikahöllinni og meira en 150 særðust. 24. mars 2024 21:37 ISIS birtir hryllingsmyndbönd af árásinni Íslamska ríkið birti í dag ný myndbönd af hryðjuverkaárásinni í útjaðri Moskvuborgar sem átti sér stað á föstudagskvöld. 133 létust en myndböndin staðfesta fyrri yfirlýsingu íslamska ríkisins þar sem ábyrgð á árásinni var lýst yfir. Rússar hafa aftur á móti bendlað Úkraínumenn við árásina. 24. mars 2024 15:02 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Viðvörunin innihélt meiri upplýsingar en birtar voru degi síðar en Bandaríkjamenn vöruðu sérstaklega við árás frá vígamönnum Íslamska ríkisins í Khorasan, eða ISKP. Bandaríkjamenn sögðust hafa fylgst náið með hópnum og töldu ógnina trúverðuga, samkvæmt heimildarmönnum New York Times úr leyniþjónustusamfélagi Bandaríkjanna. Degi síðar, þann 7. mars, þegar opinbera viðvörunin var birt lýstu forsvarsmenn Leyniþjónustu Rússlands (FSB) því yfir að komið hefði verið í veg fyrir árás vígamanna ISKP á bænahús gyðinga í Moskvu. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, lýsti því þó yfir, nokkrum dögum síðar, að opinbera viðvörunin væri tilraun til kúgunar og henni hefði verið ætlað að „ógna“ rússnesku samfélagi og efla til deilna. Þremur dögum eftir það, ruddust fjórir menn inn í tónleikahúsið og hófu þar skothríð. Á þrettán mínútum er talið að þeir hafi skotið um fimm hundruð skotum og kveikt í húsinu. Að minnsta kosti 143 eru dánir vegna árásarinnar og er óttast að talan gæti hækkað enn frekar þar sem fregnir hafa borist af því að margra sé saknað. Mennirnir flúðu af vettvangi eftir árásina og eru sagðir hafa verið handteknir á leið til Úkraínu. Pútín, aðrir ráðamenn í Rússlandi og málpípur Kreml í ríkisreknum miðlum og annars staðar hafa ítrekað haldið því fram að árásarmennirnir tengist Úkraínu og hafa einnig bendlað Bandaríkin og Bretland við árásina. Í frétt New York Times segir að í nýlegu minnisblaði frá leyniþjónustum Rússlands hafi verið varað við aukinni hættu á árásum öfgamanna frá Tadsíkistan sem tengdust ISKP. Mennirnir fjórir sem hafa verið handteknir fyrir að fremja árásina eru allir frá Tadsíkistan. Íslamska ríkið lýsti fljótt yfir ábyrgð á árásinni og birti myndefni frá henni sem árásarmennirnir tóku upp. Talsmaður samtakanna ítrekaði í yfirlýsingu sem birt var í dag vegna tíu ára afmælis stofnunar Kalífadæmisins að vígamenn samtakanna hefðu gert árásina í Moskvu og aðrar í Mið-Asíu, einkum í Íran. Íslamska ríkið í Khorasan er iðulega kallað ISIS-K en réttara er að kalla þau ISKP, þar sem skammstöfunin ISIS er tilvísun í Íslamska ríkið í Írak og Sýrlandi. ISKP er Íslamska ríkið í Khorasan. Talsmaðurinn vísaði til þess að vígamenn Íslamska ríkisins hefðu barist við rússneska hermenn bæði í Afríku og í Sýrlandi og hrósaði hann ISKP vegna árásarinnar í Moskvu. Þá kallaði hann eftir frekari árásum um heiminn allan. Þúsundir Rússa gengu til liðs við kalífadæmi ISIS á árum áður. Hafa einbeint sér að annars konar „öfgamönnum“ Í viðtölum við NYT segja embættismenn í Bandaríkjunum og Evrópu að þó viðvörun hafi verið gefin út um mögulega hættu sé erfitt að koma í veg fyrir árásir af þessu tagi. Þeir segja þó að Pútín hafi notað leyniþjónustur Rússlands gegn mótmælendum og andstæðingum ríkisstjórnar sinnar í Rússlandi og að starfsmenn FSB hafi sömuleiðis einblínt á Úkraínu og Vesturlönd. Sjá einnig : Segir árásarmennina hafa ætlað til Belarús Sú deild FSB sem á að stöðva öfgamenn af ýmsu tagi hefur tekið við sífellt fleiri verkefnum þar sem skilgreiningin á öfgamönnum hefur víkkað töluvert. Á undanförnum árum hefur þessi deild að mestu beitt sér gegn íslömskum öfgamönnum og ný-nasistum en við listann hafa bæst pólitískir aðgerðasinnar, stuðningsmenn Alexei Navalní, hinsegin fólk, Vottar Jehófa og alls konar aðgerðasinnar. Ráðamenn í Bandaríkjunum telja útsendara þessarar deildar hafa komið að því að eitra fyrir Navalní á sínum tíma. Listi yfir skráð öfgasamtök í Rússlandi hefur lengst gífurlega á undanförnum árum. Hundruðum samtaka hefur verið bætt við hann. „Í raun er FSB pólitískt afl og endurspeglar áhyggjur Kreml,“ segir einn sérfræðingur bresku hugveitunnar RUSI, elstu hugveitu heims sem fjallar um hernaðarmál. Hann segir stjórnvöld í Rússlandi einbeita sér að því að beita FSB gegn pólitískum andstæðingum og Úkraínumönnum.
Rússland Vladimír Pútín Hryðjuverkaárás í Moskvu Úkraína Bandaríkin Bretland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Beinir spjótunum enn að Úkraínu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir öfgamenn úr röðum íslamista hafa gert árásina á tónleikahöllina í Crocus um helgina en beinir spjótum sínum þó áfram að Úkraínu og Bandaríkjunum. Í ræðu í kvöld gaf hann í skyn að árásarmennirnir hefðu fengið borgað fyrir árásina og frá Úkraínu. 25. mars 2024 22:01 Heita hefndum en freista þess enn að bendla Úkraínu við árásina Stjórnvöld í Rússlandi virðast enn staðráðin í því að reyna að sannfæra umheiminn um að Úkraínumenn hafi átt þátt í hryðjuverkaárásinni á Crocus City tónleikahöllina í Moskvu á föstudag, þar sem 137 létu lífið. 25. mars 2024 10:47 Fjórir menn fyrir dómara vegna hryðjuverkanna Fjórir menn hafa verið leiddir fyrir dómara vegna aðildar sinnar að hryðjuverkaárásunum í nágrenni Moskvu á föstudagskvöldið. Tveir þeirra játuðu skýlaust að hafa framið voðaverkin. 137 manns létu lífið þegar hópur manna hófu skothríð í Crocus City-tónleikahöllinni og meira en 150 særðust. 24. mars 2024 21:37 ISIS birtir hryllingsmyndbönd af árásinni Íslamska ríkið birti í dag ný myndbönd af hryðjuverkaárásinni í útjaðri Moskvuborgar sem átti sér stað á föstudagskvöld. 133 létust en myndböndin staðfesta fyrri yfirlýsingu íslamska ríkisins þar sem ábyrgð á árásinni var lýst yfir. Rússar hafa aftur á móti bendlað Úkraínumenn við árásina. 24. mars 2024 15:02 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Beinir spjótunum enn að Úkraínu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir öfgamenn úr röðum íslamista hafa gert árásina á tónleikahöllina í Crocus um helgina en beinir spjótum sínum þó áfram að Úkraínu og Bandaríkjunum. Í ræðu í kvöld gaf hann í skyn að árásarmennirnir hefðu fengið borgað fyrir árásina og frá Úkraínu. 25. mars 2024 22:01
Heita hefndum en freista þess enn að bendla Úkraínu við árásina Stjórnvöld í Rússlandi virðast enn staðráðin í því að reyna að sannfæra umheiminn um að Úkraínumenn hafi átt þátt í hryðjuverkaárásinni á Crocus City tónleikahöllina í Moskvu á föstudag, þar sem 137 létu lífið. 25. mars 2024 10:47
Fjórir menn fyrir dómara vegna hryðjuverkanna Fjórir menn hafa verið leiddir fyrir dómara vegna aðildar sinnar að hryðjuverkaárásunum í nágrenni Moskvu á föstudagskvöldið. Tveir þeirra játuðu skýlaust að hafa framið voðaverkin. 137 manns létu lífið þegar hópur manna hófu skothríð í Crocus City-tónleikahöllinni og meira en 150 særðust. 24. mars 2024 21:37
ISIS birtir hryllingsmyndbönd af árásinni Íslamska ríkið birti í dag ný myndbönd af hryðjuverkaárásinni í útjaðri Moskvuborgar sem átti sér stað á föstudagskvöld. 133 létust en myndböndin staðfesta fyrri yfirlýsingu íslamska ríkisins þar sem ábyrgð á árásinni var lýst yfir. Rússar hafa aftur á móti bendlað Úkraínumenn við árásina. 24. mars 2024 15:02