Umferðarátak 2024

Fréttamynd

Aukið öryggi og lífs­gæði með bættri sam­göngu­menningu

Umferðaröryggi er okkur öllum mikilvægt. Við kennum börnunum okkar á umferðarreglurnar, spennum beltin í bílnum, notum hjálma og annan öryggisbúnað og pöntum leigubíl fyrir vin sem gleymdi sér og ætlaði að aka heim eftir einn. Vísir, Bylgjan og Stöð 2 standa nú fyrir umferðarátaki í samstarfi við Samgöngustofu.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Umferðarofsi stofnar veg­far­endum í hættu

Vísir, Bylgjan, Stöð 2 og Samgöngustofa standa fyrir sérstöku umferðarátaki í sumar og undir þeim merkjum var meðal annars fjallað um hvert hliðarbilið milli ökutækja og reiðhjóla á að vera þegar tekið er fram úr.

Samstarf
Fréttamynd

Eftir­vagnar breyta aksturseigileikum bílsins

Hjólhýsi, tjaldvagnar og fellihýsi verða nú fyrirferðarmikil á vegum landsins enda frábær leið til að elta góða veðrið í sumarfríinu. Margt þarf að hafa í huga þegar ekið er með eftirvagna og gæta fyllsta öryggis.

Samstarf
Fréttamynd

„Í fyrra­kvöld bjargaði Tesla bif­reið lífi mínu“

Atvinnubílstjórinn og mótorhjólamaðurinn Mikkó lenti í afar erfiðri lífsreynslu síðasta sunnudagskvöld þegar hann tók léttan mótorhjólarúnt á Harley Davidson hjólinu sínu. Ökumaður Teslu bifreiðar var næstum búinn að keyra á hann en svo virtist vera sem hann hafi ekki verið með hugann við aksturinn á því augnabliki.

Lífið samstarf
Fréttamynd

„Viltu passa mig?“ Sniglar höfða til kær­leikans í um­ferðinni

„Við erum alltaf að skamma fólk, „Hættu í símanum! Ekki drepa mig!“ Okkur langar að breyta þessu og höfða til kærleikans. Við erum öll manneskjur á ólíkum farartækjum og viljum bara fá að koma heil heim eins og allir,“ segir Jokka, sem er í stjórn Snigla Bifhjólasamtaka lýðveldisins, en í nýrri herferð samtakanna á Tiktok biður mótorhjólafólk bílstjóra í umferðinn um að passa það.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Verum vakandi í um­ferðinni í sumar

Enn eitt ferðasumarið er framundan með tilheyrandi ferðalögum landsmanna landshorna á milli. Umferðin á þjóðvegum landsins eykst með hverju árinu, ekki síst vegna fjölgunar ferðamanna, og því hefur aldrei verið nauðsynlegra en nú að vera vel vakandi undir stýri.

Lífið samstarf