Munaði engu að ökumaður straujaði niður nítján hjólreiðamenn Ólafur Björn Sverrisson skrifar 16. júlí 2024 16:37 Skjáskot úr myndbandinu þar sem ökumaður bílsins tekur glæfralega fram úr hjólreiðamönnum. Litlu mátti muna að illa færi þegar ökumaður jeppa, með kerru í afturdragi, tók fram úr nítján hjólreiðamönnum á leið til Þingvalla. Ökumaðurinn verður kærður fyrir aksturinn, sem náðist á myndband. Hjólreiðafélagið Tindur fer reglulega í hjólreiðatúra frá Reykjavík til Þingvalla. Í það skipti sem umrætt atvik átti sér stað var annar hjólreiðahópur Tinds, sem telur nítján hjólreiðamenn, á leið til Þingvalla á Mosfellsheiði. Um tvo kílómetra vestan við Skálafellsafleggjara. Birgir Birgisson formaður Reiðhjólabænda var með í för, en þó ekki í þeim hópi sem lenti í atvikinu. Hann ræddi atvikið í samtali við Vísi, sem sjá má í spilaranum hér að neðan. „Það vildi svo til að þjóðvegur eitt á Kjalarnesi var lokaður. Umferð sem fer venjulega þar um var því beint upp á Mosfellsheiði og síðan um Hvalfjörð. Það var því óvenjumikil umferð um heiðina og þá eru ansi margir óþolinmóðir bílstjórar og meðal annars þessi sem sést á myndbandinu. Hann liggur á flautunni á meðan hann tekur fram úr hópnum, og er allt of nálægt,“ segir Birgir. „Hann flautar ekki til þess að gefa merki um að hann ætli fram úr, heldur liggur hann á flautunni allan tímann. Og fer mun nær en hinir bílarnir á undan.“ Birgir Birgisson er formaður Reiðhjólabænda. Birgir vísar til þeirrar lagagreinar umferðarlaga sem mælir fyrir um ákveðið lágmarksbil þegar bíl er ekið fram úr hjólandi umferð. „Og bara til að taka af allan vafa, hjólreiðafólki er leyfilegt að hjóla samhliða, samkvæmt 2. málsgrein 42. greinar umferðarlaga, jafnvel þó það sé mjög útbreiddur misskilningur að það sé ekki leyfilegt. Að hjóla samhliða styttir mikið þá vegalengd sem ökumenn þurfa til framúraksturs og liðkar þannig fyrir flæði umferðar.“ Tilgangslaus lagagrein „Þessi sker sig alveg augljóslega úr, en þetta er langt frá því að vera eitthvað einstakt tilvik. Þarna næst þetta á myndband og það er auðvelt að sjá bílnúmer. Ef þetta dugar ekki sem sönnunargagn, þá veit ég ekki hvað sönnunargagnið á að vera.“ Birgir kveðst hafa kært um tuttugu sambærileg atvik, sem öll hafa verið felld niður af lögreglunni. „Það er mismunandi hvort það tekur tvær vikur eða tvö ár. Frægasta tilvikið er frá ágústmánuði 2022, þar sem einn bílstjóri tók fram úr þrettán hjólreiðamönnum á sömu mínútunni. Og tók það upp með mælaborðsmyndavél. Hann setur það sjálfur á samfélagsmiðla klukkutíma síðar. Það var kært en fellt niður innan tveggja vikna. Þetta er alltaf svona, þessi lagagrein er tilgangslaus ef enginn ætlar að fylgja henni.“ „Það sést á þessu myndskeiði að það mátti ekki miklu skeika að þessi bílstjóri straujaði niður nítján manns.“ Umferð Umferðarátak 2024 Umferðaröryggi Samgöngur Hjólreiðar Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Hjólreiðafélagið Tindur fer reglulega í hjólreiðatúra frá Reykjavík til Þingvalla. Í það skipti sem umrætt atvik átti sér stað var annar hjólreiðahópur Tinds, sem telur nítján hjólreiðamenn, á leið til Þingvalla á Mosfellsheiði. Um tvo kílómetra vestan við Skálafellsafleggjara. Birgir Birgisson formaður Reiðhjólabænda var með í för, en þó ekki í þeim hópi sem lenti í atvikinu. Hann ræddi atvikið í samtali við Vísi, sem sjá má í spilaranum hér að neðan. „Það vildi svo til að þjóðvegur eitt á Kjalarnesi var lokaður. Umferð sem fer venjulega þar um var því beint upp á Mosfellsheiði og síðan um Hvalfjörð. Það var því óvenjumikil umferð um heiðina og þá eru ansi margir óþolinmóðir bílstjórar og meðal annars þessi sem sést á myndbandinu. Hann liggur á flautunni á meðan hann tekur fram úr hópnum, og er allt of nálægt,“ segir Birgir. „Hann flautar ekki til þess að gefa merki um að hann ætli fram úr, heldur liggur hann á flautunni allan tímann. Og fer mun nær en hinir bílarnir á undan.“ Birgir Birgisson er formaður Reiðhjólabænda. Birgir vísar til þeirrar lagagreinar umferðarlaga sem mælir fyrir um ákveðið lágmarksbil þegar bíl er ekið fram úr hjólandi umferð. „Og bara til að taka af allan vafa, hjólreiðafólki er leyfilegt að hjóla samhliða, samkvæmt 2. málsgrein 42. greinar umferðarlaga, jafnvel þó það sé mjög útbreiddur misskilningur að það sé ekki leyfilegt. Að hjóla samhliða styttir mikið þá vegalengd sem ökumenn þurfa til framúraksturs og liðkar þannig fyrir flæði umferðar.“ Tilgangslaus lagagrein „Þessi sker sig alveg augljóslega úr, en þetta er langt frá því að vera eitthvað einstakt tilvik. Þarna næst þetta á myndband og það er auðvelt að sjá bílnúmer. Ef þetta dugar ekki sem sönnunargagn, þá veit ég ekki hvað sönnunargagnið á að vera.“ Birgir kveðst hafa kært um tuttugu sambærileg atvik, sem öll hafa verið felld niður af lögreglunni. „Það er mismunandi hvort það tekur tvær vikur eða tvö ár. Frægasta tilvikið er frá ágústmánuði 2022, þar sem einn bílstjóri tók fram úr þrettán hjólreiðamönnum á sömu mínútunni. Og tók það upp með mælaborðsmyndavél. Hann setur það sjálfur á samfélagsmiðla klukkutíma síðar. Það var kært en fellt niður innan tveggja vikna. Þetta er alltaf svona, þessi lagagrein er tilgangslaus ef enginn ætlar að fylgja henni.“ „Það sést á þessu myndskeiði að það mátti ekki miklu skeika að þessi bílstjóri straujaði niður nítján manns.“
Umferð Umferðarátak 2024 Umferðaröryggi Samgöngur Hjólreiðar Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira