Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur

Fréttamynd

Þetta eru upp­á­halds barna­bækur ráð­herranna

Bækurnar Palli var einn í heiminum, Bróðir minn Ljónshjarta og Blómin á þakinu eru í miklu uppáhaldi hjá ráðherrum landsins. Þeir völdu sínar uppáhaldsbækur í tilefni Svakalegu lestrarkeppninnar sem stendur yfir í grunnskólum landsins.

Lífið
Fréttamynd

Skorar á Ingu Sæ­land að taka slaginn

Allt að sjö ára bið er eftir notendastýrðri persónulegri aðstoð fyrir fatlað fólk eða NPA. Baráttumaðurinn Haraldur Ingi Þorleifsson segir reynt að fæla fólk frá því að sækja um. Aðstandendur séu settir í þá stöðu að fórna sér fyrir ástvini og endi jafnvel sjálfir á örorku og brotnir.

Innlent
Fréttamynd

Hélt ræðu gráti nær

Utanríkisráðherra var gráti nær þegar hún hélt ræðu á viðburði á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna fyrr í dag. Hún tók til máls á eftir sendiherra Palestínu sem sagði sögu af palestínsku barni.

Innlent
Fréttamynd

Hyggst leggja af jafnlaunavottun í nú­verandi mynd

Dómsmálaráðherra hefur birt frumvarp til laga í Samráðsgátt þar sem lagt er til að jafnlaunavottun verði lögð niður. Fyrirtæki og stofnanir af ákveðinni stærð þurfi þó að skila áfram inn gögnum um laun starfsmanna. Frumvarpið er meðal tillagna úr hagræðingarhópi ríkisstjórnarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Bein út­sending: Jarð­hiti jafnar leikinn

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, verður með sérstaka jarðhitakynning vegna átaksins Jarðhiti jafnar leikinn klukkan 11 í dag. Hægt verður að fylgjast með kynningunni i beinu streymi.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta var ó­venju­leg ræða“

Utanríkisráðherra segir ræðu Bandaríkjaforseta á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær hafa verið óvenjulega. Mikilvægt sé að standa vörð um alþjóðakerfið í núverandi mynd og stofnanir þess, ekki síst fyrir smáríki á borð við Ísland.

Innlent
Fréttamynd

Inga eigi að kalla saman þjóðar­öryggis­ráð þegar í stað

Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins vill að þjóðaröryggisráð Íslands verði kallað saman þegar í stað í ljósi vendinga í nágrannalöndum Íslands þar sem flugvöllum var lokað vegna drónaflugs í gærkvöldi. Hún spyr hver taki ákvarðanir um stjórn landsins nú þegar bæði forsætisráðherra og utanríkisráðherra eru erlendis.

Innlent
Fréttamynd

Skóla­meistarar styðja ekki breytingar ráð­herra

Skólameistarar framhaldsskóla lýsa yfir alvarlegum áhyggjum af þeim hugmyndum sem kynntar hafa verið af stjórnvöldum um umfangsmiklar kerfisbreytingar á stjórnsýslu framhaldsskóla. Þetta kemur fram í yfirlýsingu þar sem þeir segjast ekki geta stutt breytingarnar í núverandi mynd. 

Innlent
Fréttamynd

Benti á mikil­vægi fyrir­mynda þegar kæmi að jafn­réttis­málum

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra ræddi um mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum þegar hún ávarpaði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna (SÞ) í New York í gær. Hún ávarpaði þingið á sérstökum viðburði í tilefni þess að þrjátíu ár eru nú frá sögulegri kvennaráðstefnu í Peking í Kína. Þetta var fyrsta ræða Kristrúnar í sal allsherjarþingsins.

Innlent
Fréttamynd

Ætlar að fækka sveitar­fé­lögum fyrir kosningar

Innviðaráðherra hefur lagt fram drög að frumvarpi með tillögum að víðtækum breytingum á sveitastjórnarlögum. Meðal tillaga er lögfesting á 250 íbúa lágmarki sveitarfélaga og er stefnt að sameiningu fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar. Átta sveitarfélög eru undir lágmarkinu.

Innlent
Fréttamynd

Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið

Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra útskýrði breytta afstöðu sína og Flokks fólksins til bókunar 35 og umsóknaraðild Íslands að ESB í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi nú síðdegis. Hún segist áður hafa vaðið í villu og svima vegna málsins.

Innlent
Fréttamynd

Telur á­form ráð­herra van­hugsuð

Skólastjóri Borgarholtsskóla furðar sig á fyrirhuguðum breytingum sem menntamálaráðherra hefur boðað á framhaldsskólastigi. Þær séu vanhugsaðar og beri með sér litla þekkingu á menntamálum.

Innlent
Fréttamynd

Ráð­herra til í um­ræðu um sumar­frí barna

Borgarfulltrúar Viðreisnar lögðu fram tillögu í vikunni um að kanna hvort stytta ætti sumarfrí grunnskólabarna um allt að tvær vikur. Guðmundur Ingi Kristinsson mennta- og barnamálaráðherra segist til í að taka umræðuna um málið.

Innlent
Fréttamynd

„Ís­land á heima í hjarta Evrópu“

Formaður Viðreisnar fór um víðan völl í ræðu sinni á landsþingi Viðreisnar sem er um helgina. Á milli þess sem hún hvatti flokksmennina áfram fór hún yfir mikilvægi frelsis, störf hennar sem utanríkisráðherra og fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu um Evrópusambandið.

Innlent
Fréttamynd

Sniðgangan frið­sæl leið til að mót­mæla og sýna sam­stöðu

Sniðgangan 2025 verður gengin í dag á bæði höfuðborgarsvæðinu og Akureyri.  Sniðgangan fer fram í annað sinn en tilgangur hennar er að vekja athygli á sniðgönguhreyfingunni og til að sýna samstöðu með Palestínu. Skipuleggjandi segir þetta friðsæla leið til að sýna samstöðu og taka afstöðu gegn Ísrael.

Innlent
Fréttamynd

Við­reisn lætur verkin tala

Sá tími kemur í lífum okkar allra að við höfum náð markmiði sem við settum okkur. Prófgráðan er komin í hús, þú kemur í mark í langhlaupinu eða starfið sem var fjarlægur draumur er nú þitt. Mörg okkar upplifa að ánægjan er skammvinn og við setjum þegar í stað nýtt, erfiðara markmið.

Skoðun
Fréttamynd

Sterkara framhaldsskólakerfi

Nýverið kynnti ég hugmyndir um að styrkja framhaldsskólakerfið okkar. Þær byggja á þeirri hugmynd að við getum gert betur, bæði faglega og félagslega, fyrir nemendur og starfsfólk. Þetta snýst um að efla stuðning við alla framhaldsskóla landsins, ekki síst þá minni.

Skoðun
Fréttamynd

Lands­þing Við­reisnar hafið

Landsþing Viðreisnar hófst í morgun og stendur yfir um helgina á Grand hótel. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður flokksins, er sjálfkjörin formaður, Daði Már Kristófersson sjálfkjörinn varaformaður og Sigmar Guðmundsson sjálfkjörinn ritari.

Innlent
Fréttamynd

Bókun 35 fór hnökra­laust í gegnum fyrstu um­ræðu en gæti reynt á í næstu

Bókun 35 verður aftur tekin fyrir í utanríkismálanefnd Alþingis eftir að fyrstu umræðu um frumvarp utanríkisráðherra lauk í kvöld. Líklega fer það óbreytt í aðra umræðu en spurning er hvort ríkisstjórnin muni aftur finna sig knúna til að beita „kjarnorkuákvæðinu“ til að þvinga það í gegnum aðra umræðu, sem stjórnarliðar hafa ekki útilokað.

Innlent