Stj.mál

Fréttamynd

Viðræðum lýkur eftir árið 2014

Evrópusambandið getur ekki lokið aðildarviðræðum við Tyrki fyrr en eftir árið 2014. Fyrst þarf að skipuleggja fjármál sambandsins eftir þann tíma og ekki fyrr en að því loknu verður hægt að klára viðræðurnar.

Erlent
Fréttamynd

Ísland ekki af listanum

Formaður utanríkismálanefndar Alþingis segist ekki vita til þess að ríkisstjórnin ætli að endurskoða stuðning sinn við innrásina í Írak. Hún segir ummæli þingflokksformanns Framsóknarflokksins í Silfri Egils í gær hafa komið sér á óvart.

Innlent
Fréttamynd

Afturhaldskommatittir á Alþingi

Davíð Oddsson utanríkisráðherra kallaði þingmenn Samfylkingarinnar „afturhaldskommatitti“ í umræðum á Alþingi í dag. Deilt var um ummæli þingflokksformanns Framsóknarflokksins sem kvaðst í gær reiðubúinn til að endurskoða hvort Ísland ætti að vera á lista hinna viljugu þjóða.

Innlent
Fréttamynd

Nauðbeygð til að hækka álögur

Formaður Samfylkingarinnar segir stjórnvöld nauðbeygja sveitarfélögin til þess að hækka álögur eða skera niður félagslega þjónustu með því að bæta sífellt á þau verkefnum án þess að láta fé fylgja þeim.

Innlent
Fréttamynd

ESB vill að kosið verði á ný

Evrópusambandið segir að eina leiðin fyrir Úkraínu út úr því ófremdarástandi sem geysað hefur í landinu eftir forsetakosningarnar, sé að boða til nýrra kosninga. Þjóðþing landsins ógilti í gær úrslit kosninganna, en samkvæmt þeim sigraði Janúkóvits, forsætisráðherra.

Erlent
Fréttamynd

Niðurskurður umdeildur í Framsókn

Þingflokkur Framsóknarflokksins mun ræða á fundi í dag þá ákvörðun meirihluta fjárlaganefndar að veita ekki fé til Mannréttindaskrifstofu Íslands. Talið er að málið sé umdeilt innan flokksins.

Innlent
Fréttamynd

Stuðningur við stríð endurmetinn

Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, telur eðlilegt að íslensk stjórnvöld endurskoði stuðning sinn við Íraksstríðið í ljósi þess að upplýsingar um gereyðingarvopn í Írak hafi verið rangar.

Innlent
Fréttamynd

Úrslitin verði ógilt

Forseti úkraínska þingsins telur að ógilda eigi úrslit forsetakosninganna til að binda enda á þá ólgu sem ríkt hefur í landinu. Úkraínska þingið fjallar um þá ólgu sem ríkt hefur í landinu eftir forsetakosningarnar um síðustu helgi, en allir stjórnmálaflokkar, nema flokkur Viktors Janúkóvits, forsætisráðherra, sitja neyðarfundinn.

Erlent
Fréttamynd

Sigur fyrir stjórnarandstöðuna

Stjórnarandstaðan í Úkraínu þykir hafa unnið táknrænan sigur í dag eftir að þjóðþingið ógilti forsetakosningarnar í landinu þar sem þær endurspegluðu ekki vilja kjósenda. Þingið lýsti yfir vantrausti á yfirkjörstjórn landsins.

Erlent
Fréttamynd

56 prósent sáu Davíð

Rúmlega 56 prósent landsmanna horfðu á Laugardagskvöld með Gísla Marteini hinn 13. nóvember og í endursýningu daginn eftir. Þetta kemur fram í könnun sem Gallup gerði fyrir RÚV dagana 14.-20. nóvember. Úrtak könnunarinnar var 820 manns á aldrinum 16-75 ára og var svarhlutfallið 63,2 prósent.

Innlent
Fréttamynd

Fundað um stöðuna

Víktor Janúkovítsj, forsætisráðherra Úkraínu, og Víktor Júsjenko, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, sitja á fundi með fulltrúum Rússlands og Evrópusambandsins til að reyna að leysa deiluna um forsetakosningarnar. Janúkovitsj skorar á stuðningsmenn sína að koma í veg fyrir valdarán.

Erlent
Fréttamynd

Styður ekki hækkun gjalda

Dagný Jónsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins lýsti því yfir á fundi sem Röskva, samtök félagshyggjufólks við Háskóla Íslands um hækkun skráningargjalda ekki styðja frumvarp menntamálaráðherra um hækkun skráningargjaldanna.

Innlent
Fréttamynd

Slitnað upp úr meirihlutaviðræðum

Framsóknarflokkurinn á Dalvík ákvað á fundi sínum í fyrrakvöld að halda ekki áfram viðræðum við I-lista Sameiningu um meirihlutastarf í bæjarstjórn. Valdimar Bragason, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins og núverandi bæjarstjóri segir að tillögur Sameiningar muni auka útgjöld bæjarsjóðs og séu því óásættanlegar.

Innlent
Fréttamynd

Nýr meirihluti á Dalvík

Framsóknarmenn og sjálfstæðismenn hafa aftur tekið upp samstarf um meirihluta í bæjarstjórn Dalvíkur, en því var slitið formlega á laugardag.

Innlent
Fréttamynd

Úttekt á brunavörnum

Sigríður Anna Þórðardóttir, umhverfisráðherra skýrði frá því á Alþingi í gær að hún hefði falið Brunamálastofnun að gera úttekt á brunavörnum og eldvarnaeftirliti hjá fyrirtækjum í svipuðum rekstri og Hringrás ehf eftir brunann fyrr í vikunni.

Innlent
Fréttamynd

Sakaður um að svíkja öryrkja

Stjórnarandstæðingar sóttu hart að Jóni Kristjánssyni, heilbrigðisráðherra á Alþingi í gær og sökuðu hann um að svíkja fyrirheit sín gagnvart öryrkjum.

Innlent
Fréttamynd

Yfirlýsing sögð rýr

Engar ráðleggingar um bindandi aðgerðir til að stemma stigu við gróðurhúsaáhrifum er að finna í svokallaðri Reykjavíkur-yfirlýsingu ráðherra ríkjanna átta sem eiga aðild að Norðurheimskautsráðinu, en fundi þeirra lauk í Reykjavík í gær.

Innlent
Fréttamynd

Rætt um Rockall

Utanríkisráðuneytið segir að viðræður Íslands, Bretlands, Írlands og Danmerkur fyrir hönd Færeyja um Hatton Rockall-málið sem nýlokið er í Lundúnum hafi verið jákvæðar og gagnlegar.

Innlent
Fréttamynd

Afgangur minnkar um 1.2 milljarð

Meirihluti fjárlaganefndar hefur lagt fram breytingartillögu sína við fjárlög 2005. Hækka útgjöld um tæpar átján hundruð milljónir og tekjur um tæpar sex hundruð milljónir og minnkar því rekstrarafgangur ríkissjóðs sem þessu nemur eða um 1200 milljónir og verður tíu milljarðar og rúmar 54 milljónir króna.

Innlent
Fréttamynd

Dýrt fæðingarorlof

480 milljónum verður varið aukalega í fæðingarorlof samkvæmt breytingartillögum meirihluta fjárlaganefndar við fjárlagafrumvarpið 2005.

Innlent
Fréttamynd

LÍN fær 300 milljónir

Lánasjóður íslenskra námsmanna fær 300 milljóna auka framlag úr ríkissjóði samkvæmt breytingatillögum meirihluta fjárlaganefndar

Innlent
Fréttamynd

Meira til umhverfis

Framlög ríkisins til umhverfisráðuneytisins hækka um tæpar 120 milljónir króna samkvæmt breytingatillögum meirihluta fjárlaganefndar við fjárlagafrumvarpið 2005.

Innlent
Fréttamynd

Deilt um forvarnir

Lýst var eftir efndum á kosningaloforðum Framsóknarflokksins um milljarð til fíkniefnaforvarna í fyrirspurnatíma á Alþingi í gær.

Innlent
Fréttamynd

Vill lækka matarskatt

Samfylkingin lagði í gær til að matarskattur yrði lækkaður um helming síðari hluta ársins 2005: "Þetta kemur öllum vel og sérstaklega milli- og lágtekjufólki" segir í yfirlýsingu flokksins. Þá leggur flokkurinn til að hækkun barnabætur verði flýtt og þær hækki strax um 2,5 milljarða króna.

Innlent
Fréttamynd

Eignaskattur íþyngir öldruðum

Afnám eignaskatts nýtist hinum tekjulægstu ekki síst eldra fólki. Þetta kom fram í máli stjórnarliða í umræðum á Alþingi í gær um frumvarp um afnám eignaskatts.

Innlent
Fréttamynd

Skólamálin rædd í þaula

Í viðræðum I-lista Sameiningar og B-lista Framsóknarflokks um nýjan meirihluta í Dalvíkurbyggð voru í gær lagðar fram hugmyndir um mótun stefnu í fræðslumálum.

Innlent
Fréttamynd

Aukið hungur kemur ekki á óvart

Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir skýrslu um aukna vannæringu íraskra barna ekki koma á óvart. Hann telur ástand í landinu þó betra en áður en ráðist var inn. Þingflokksformaður Vinstri grænna segir niðurstöðurnar skelfilegar

Erlent
Fréttamynd

Forsætisráðherra heimsækir Svía

Halldór Ásgrímsson fer í sína fyrstu opinberu heimsókn sem forsætisráðherra til Svíþjóðar 25. nóvember. Með í för verður eiginkona hans Sigurjóna Sigurðardóttir. Gestgjafi forsætisráðherrahjónanna í tveggja daga heimsókninni verður Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar.

Innlent
Fréttamynd

Stjórn sökuð um að hygla tekjuháum

Geir H. Haarde, fjármálaráðherra mælti í gær fyrir frumvarpi um tekju- og eignaskatt. Stefnt er að því að lækka tekjuskatt um 4% í þremur þrepum, hækka barnabætur og skattleysismörk og fella niður eignaskatta.

Innlent