Stj.mál Kostnaðarsamar kosningar Kostnaður vegna sameiningakosninga í ár nemur nærri hundrað og þrjátíu milljónum króna. Þrátt fyrir fjárútlátin var árangurinn magur: í aðeins einu tilfelli var sameiningin samþykkt. Innlent 8.11.2005 20:03 Kom ekkert út úr fundi ASÍ með ráðherrum Það kom ekkert út úr fundi leiðtoga ASÍ með forsætis- og utanríkisráðherra í dag: Engar tillögur, engin úrræði. Fundarmenn voru þó ánægðir með „jákvæðan fund", eins og það var orðað. Innlent 8.11.2005 19:31 Óttast fjöldauppsagnir í rækjuiðnaði Ef ekkert verður að gert er hætt við að aðeins tvær til fjórar rækjuverksmiðjur verði enn starfandi eftir næstu áramót sagði Kristján Möller, þingmaður Samfylkingar, á Alþingi í dag. Rækjuverksmiðjur voru tuttugu og tvær þegar þær voru flestar. Innlent 8.11.2005 17:27 Tugir kennara mótmæltu við þinghúsið Tugir framhaldsskólakennara söfnuðust saman fyrir utan Alþingishúsið skömmu áður en þingfundur hófst í dag, til að mótmæla áformum um stytta nám til framhaldsskólaprófs úr fjórum árum í þrjú. Innlent 8.11.2005 17:25 Kannar hvort fækka eigi vistmönnum Kanna á hvort fækka eigi vistmönnum á Sólvangi í fimmtíu og fimm til sextíu á næstu vikum svo draga megi úr þrengslum þar sagði Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra í utandagskrárumræðu um dvalarheimili aldraðra á Alþingi í dag. Innlent 8.11.2005 17:23 Stefán Jóhann sækist eftir 3. sæti hjá Samfylkingunni Stefán Jóhann Stefánsson, sem verið hefur í borgarstjórnarflokki Reykjavíkurlistans á yfirstandandi kjörtímabili, sækist eftir þriðja sætinu í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík vegna borgarstjórnarkosninga, en prófkjörið fer fram í febrúar. Innlent 8.11.2005 13:48 Kristrún í stað Ingibjargar Sólrúnar í stjórnarskrárnefnd Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hefur að ósk Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur alþingismanns leyst hana undan störfum í stjórnarskrárnefnd. Í hennar stað hefur forsætisráðherra, að tillögu Samfylkingarinnar, skipað Kristrúnu Heimisdóttur lögfræðing í nefndina. Innlent 8.11.2005 13:11 Mótmæla styttingu á stúdentsprófi Kennarar við fimm menntaskóla, sem allir kenna eftir bekkjarkerfum, ætla að leggja niður störf í klukkutíma í dag til að mótmæla áformum ríkisins um að stytta nám á framhaldsskólastigi. Innlent 8.11.2005 12:15 Ræða við ríkisstjórnina um aðgerðir Forystumenn Alþýðusambands Íslands ganga á fund helstu ráðherra ríkisstjórnarinnar klukkan þrjú í dag til að ræða hvaða aðgerða ríkið geti gripið til svo ekki þurfi að segja upp kjarasamningum. Innlent 8.11.2005 12:04 Óskar eftir utandagskrárumræðu um þorskstofn Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálslynda flokksins hefur óskað eftir utandagskrárumræðu á Alþingi um ástand þorskstofnsins. Innlent 8.11.2005 07:50 Hlutafélagavæðing dulbúin einkavæðing Kristinn H. Gunnarsson segir að hægt sé að ná fram nauðsynlegum breytingum hjá RÚV án þess að breyta rekstrarfyrirkomulagi, eins og menntamálaráðherra hefur boðað. Hann segir hlutafélagavæðingu RÚV ekkert annað en dulbúna einkavæðingu. Innlent 8.11.2005 07:42 Vil ekki með Samfylkinguni "Samfylkingin er varla fýsilegur samstarfsflokkur fyrir okkur í Frjálslynda flokknum eftir þessa u-beygju í sjávarútvegsmálunum," segir Sigurjón Þórðarson þingmaður. Innlent 7.11.2005 22:19 Gengisfella stúdentsprófið til að spara Ríkið ætlar að gengisfella stúdentsprófið til að spara krónur og aura, segja framhaldsskólakennarar sem ætla að leggja niður störf í eina kennslustund á morgun. Innlent 7.11.2005 19:45 Mörður snuprar Stefán Jón "Þetta gerir maður nú eiginlega ekki, Stefán Jón", segir Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingar, í pistli á heimasíðu sinni og á þar við auglýsingu samflokksmanns síns, Stefáns Jóns Hafstein, í Fréttablaðinu í dag. Mörður vitnar meðal annars í línur í Passíusálmunum þar sem talað er um hræsni. Innlent 7.11.2005 17:49 Könnun Gallup mjög nálægt niðurstöðum prófkjörsins Vegna umræðu um áreiðanleika kannana fyrir prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sendi IMG Gallup frá sér yfirlýsingu síðdegis þar sem segir að niðurstöður könnunar fyrirtækisins á fylgi frambjóðendanna sem sóttust eftir efsta sætinu, hafi verið mjög nálægt úrslitum prófkjörsins. Innlent 7.11.2005 17:39 Fyrstur að hefja prófkjörsbaráttuna Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi er fyrstur til að hefja prófkjörsbaráttu Samfylkingarinnar í borginni með auglýsingu sem birtist í blöðunum í morgun. Stefán Jón býst við að eyða einni til tveimur milljónum í auglýsingar. Innlent 7.11.2005 12:06 Vatnsleysuströnd verður að bæ Hreppum landsins fækkar um einn á næstunni, verði hreppsstjórn Vatnsleysustrandarhrepps að ósk sinni. Hreppsstjórnin hefur ákveðið að óska eftir því við félagsmálaráðuneytið að Vatnsleysuströnd og Vogar verði hér eftir bær en ekki hreppur. Innlent 7.11.2005 08:52 Byrjaður að auglýsa Prófkjörsbaráttan er hafin hjá Samfylkingunni í Reykjavík þrátt fyrir að prófkjörið sjálft fari ekki fram fyrr en í febrúar á næsta ári. Stefán Jón Hafstein er með heilsíðuauglýsingu í Fréttablaðinu í dag þar sem birtast myndir af 46 einstaklingum sem segjast vilja fá Stefán Jón sem næsta borgarstjóra. Innlent 7.11.2005 08:49 Úrslit í prófkjöri Samfylkingarinnar í Hafnarfirði Innlent 5.11.2005 23:38 Hanna Birna með flest atkvæði Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur fengið flest atkvæði í prófkjöri sjálfstæðismanna en röð efstu manna helst áfram óbreytt. Þegar talin hafa verið 8.458 atkvæði. Hanna Birna hefur fengið flest atkvæði alls, 7.289 af 8.458 eða 86,2% allra greiddra atkvæða. Innlent 5.11.2005 23:21 Lúðvík heldur 1. sætinu Innlent 5.11.2005 20:36 Vilhjálmur sigurstranglegur Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson hefur unnið sigur yfir Gísla Marteini Baldurssyni í baráttunni um fyrsta sætið á lista Sjálfstæðimanna í Reykjavík, samkvæmt fyrstu tölum. Innlent 5.11.2005 20:22 Búið að telja 2.077 atkvæði Staða í prófkjöri Sjálfstæðismanna er á þann veg að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson heldur áfram fyrsta sætinu með 1.162 atkvæði, þegar 2.077 atkvæði höfðu verið talin fyrir stuttu. Hanna Birna Kristjánsdóttir er í 1.-2. sæti og Gísli Marteinn Baldursson er í 1.-3. sæti. Innlent 5.11.2005 19:48 Vilhjálmur áfram í 1. sæti Klukkan 19 var búið að telja 1.342 atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson er áfram í fyrsta sætinu. Innlent 5.11.2005 19:12 Vilhjálmur í efsta sæti eftir fyrstu talningu atkvæða Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson er í fyrsta sæti nú þegar 596 atkvæði hafa verið talin í prófkjöri Sjálfstæðismanna. Innlent 5.11.2005 18:12 Prófkjör Samfylkingarinnar gengur vel Prófkjör Samfylkingarinnar í Hafnarfirði gengur vel. Klukkan tvö höfðu um 300 manns kosið, en rúmlega 2.000 eru á kjörskrá. Innlent 5.11.2005 17:05 Hægt að refsa hér á landi Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur sent Birni Bjarnasyni, dómsmálaráðherra bréf þar sem farið er fram á að hann fyrirskipi opinbera rannsókn á meintum flutningum fanga um íslenska lofthelgi á vegum bandarísku leyniþjónustunnar. Innlent 4.11.2005 22:11 Um 4.000 greitt atkvæði hjá Sjálfstæðismönnum Tæplega fjögur þúsund sjálfstæðismenn höfðu greitt atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík þegar kjörfundi lauk klukkan níu í kvöld. Þar af höfðu um 1.200 greitt atkvæði utan kjörfundar. Innlent 4.11.2005 20:56 Segir kaupmátt í sögulegu hámarki Sérstök forsendunefnd Alþýðusambandsins og atvinnurekenda hefur ellefu daga til að úrskurða hvort grundvöllur kjarasamninga sé brostinn - vegna meiri verðbólgu en ráð var fyrir gert. Uppsögn kjarasamninga nú hefði skelfilegar afleiðingar fyrir allan vinnumarkaðinn, segir Ari Edwald og bendir á að kaupmáttur sé í sögulegu hámarki. Innlent 4.11.2005 18:46 Örykjum hafi fjölgað um þrjá hvern virkan dag frá áramótum Bílastyrkur til hreyfihamlaðra og aldraðra verður ekki afnuminn. Þetta tilkynnti Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra á Alþingi í dag þegar hann svaraði spurningum Helga Hjörvars við utandagskrárumræðu um fjölgun öryrkja og kjör þeirra. Ráðherra sagðist aldrei hafa haldið því fram að fólk færi á örorkubætur að gamni sínu, en benti á að öryrkjum hafi fjölgað um þrjá hvern virkan dag frá áramótum til 1. október og við því yrði að bregðast með einhverjum hætti. Innlent 4.11.2005 19:58 « ‹ 56 57 58 59 60 61 62 63 64 … 187 ›
Kostnaðarsamar kosningar Kostnaður vegna sameiningakosninga í ár nemur nærri hundrað og þrjátíu milljónum króna. Þrátt fyrir fjárútlátin var árangurinn magur: í aðeins einu tilfelli var sameiningin samþykkt. Innlent 8.11.2005 20:03
Kom ekkert út úr fundi ASÍ með ráðherrum Það kom ekkert út úr fundi leiðtoga ASÍ með forsætis- og utanríkisráðherra í dag: Engar tillögur, engin úrræði. Fundarmenn voru þó ánægðir með „jákvæðan fund", eins og það var orðað. Innlent 8.11.2005 19:31
Óttast fjöldauppsagnir í rækjuiðnaði Ef ekkert verður að gert er hætt við að aðeins tvær til fjórar rækjuverksmiðjur verði enn starfandi eftir næstu áramót sagði Kristján Möller, þingmaður Samfylkingar, á Alþingi í dag. Rækjuverksmiðjur voru tuttugu og tvær þegar þær voru flestar. Innlent 8.11.2005 17:27
Tugir kennara mótmæltu við þinghúsið Tugir framhaldsskólakennara söfnuðust saman fyrir utan Alþingishúsið skömmu áður en þingfundur hófst í dag, til að mótmæla áformum um stytta nám til framhaldsskólaprófs úr fjórum árum í þrjú. Innlent 8.11.2005 17:25
Kannar hvort fækka eigi vistmönnum Kanna á hvort fækka eigi vistmönnum á Sólvangi í fimmtíu og fimm til sextíu á næstu vikum svo draga megi úr þrengslum þar sagði Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra í utandagskrárumræðu um dvalarheimili aldraðra á Alþingi í dag. Innlent 8.11.2005 17:23
Stefán Jóhann sækist eftir 3. sæti hjá Samfylkingunni Stefán Jóhann Stefánsson, sem verið hefur í borgarstjórnarflokki Reykjavíkurlistans á yfirstandandi kjörtímabili, sækist eftir þriðja sætinu í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík vegna borgarstjórnarkosninga, en prófkjörið fer fram í febrúar. Innlent 8.11.2005 13:48
Kristrún í stað Ingibjargar Sólrúnar í stjórnarskrárnefnd Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hefur að ósk Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur alþingismanns leyst hana undan störfum í stjórnarskrárnefnd. Í hennar stað hefur forsætisráðherra, að tillögu Samfylkingarinnar, skipað Kristrúnu Heimisdóttur lögfræðing í nefndina. Innlent 8.11.2005 13:11
Mótmæla styttingu á stúdentsprófi Kennarar við fimm menntaskóla, sem allir kenna eftir bekkjarkerfum, ætla að leggja niður störf í klukkutíma í dag til að mótmæla áformum ríkisins um að stytta nám á framhaldsskólastigi. Innlent 8.11.2005 12:15
Ræða við ríkisstjórnina um aðgerðir Forystumenn Alþýðusambands Íslands ganga á fund helstu ráðherra ríkisstjórnarinnar klukkan þrjú í dag til að ræða hvaða aðgerða ríkið geti gripið til svo ekki þurfi að segja upp kjarasamningum. Innlent 8.11.2005 12:04
Óskar eftir utandagskrárumræðu um þorskstofn Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálslynda flokksins hefur óskað eftir utandagskrárumræðu á Alþingi um ástand þorskstofnsins. Innlent 8.11.2005 07:50
Hlutafélagavæðing dulbúin einkavæðing Kristinn H. Gunnarsson segir að hægt sé að ná fram nauðsynlegum breytingum hjá RÚV án þess að breyta rekstrarfyrirkomulagi, eins og menntamálaráðherra hefur boðað. Hann segir hlutafélagavæðingu RÚV ekkert annað en dulbúna einkavæðingu. Innlent 8.11.2005 07:42
Vil ekki með Samfylkinguni "Samfylkingin er varla fýsilegur samstarfsflokkur fyrir okkur í Frjálslynda flokknum eftir þessa u-beygju í sjávarútvegsmálunum," segir Sigurjón Þórðarson þingmaður. Innlent 7.11.2005 22:19
Gengisfella stúdentsprófið til að spara Ríkið ætlar að gengisfella stúdentsprófið til að spara krónur og aura, segja framhaldsskólakennarar sem ætla að leggja niður störf í eina kennslustund á morgun. Innlent 7.11.2005 19:45
Mörður snuprar Stefán Jón "Þetta gerir maður nú eiginlega ekki, Stefán Jón", segir Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingar, í pistli á heimasíðu sinni og á þar við auglýsingu samflokksmanns síns, Stefáns Jóns Hafstein, í Fréttablaðinu í dag. Mörður vitnar meðal annars í línur í Passíusálmunum þar sem talað er um hræsni. Innlent 7.11.2005 17:49
Könnun Gallup mjög nálægt niðurstöðum prófkjörsins Vegna umræðu um áreiðanleika kannana fyrir prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sendi IMG Gallup frá sér yfirlýsingu síðdegis þar sem segir að niðurstöður könnunar fyrirtækisins á fylgi frambjóðendanna sem sóttust eftir efsta sætinu, hafi verið mjög nálægt úrslitum prófkjörsins. Innlent 7.11.2005 17:39
Fyrstur að hefja prófkjörsbaráttuna Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi er fyrstur til að hefja prófkjörsbaráttu Samfylkingarinnar í borginni með auglýsingu sem birtist í blöðunum í morgun. Stefán Jón býst við að eyða einni til tveimur milljónum í auglýsingar. Innlent 7.11.2005 12:06
Vatnsleysuströnd verður að bæ Hreppum landsins fækkar um einn á næstunni, verði hreppsstjórn Vatnsleysustrandarhrepps að ósk sinni. Hreppsstjórnin hefur ákveðið að óska eftir því við félagsmálaráðuneytið að Vatnsleysuströnd og Vogar verði hér eftir bær en ekki hreppur. Innlent 7.11.2005 08:52
Byrjaður að auglýsa Prófkjörsbaráttan er hafin hjá Samfylkingunni í Reykjavík þrátt fyrir að prófkjörið sjálft fari ekki fram fyrr en í febrúar á næsta ári. Stefán Jón Hafstein er með heilsíðuauglýsingu í Fréttablaðinu í dag þar sem birtast myndir af 46 einstaklingum sem segjast vilja fá Stefán Jón sem næsta borgarstjóra. Innlent 7.11.2005 08:49
Hanna Birna með flest atkvæði Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur fengið flest atkvæði í prófkjöri sjálfstæðismanna en röð efstu manna helst áfram óbreytt. Þegar talin hafa verið 8.458 atkvæði. Hanna Birna hefur fengið flest atkvæði alls, 7.289 af 8.458 eða 86,2% allra greiddra atkvæða. Innlent 5.11.2005 23:21
Vilhjálmur sigurstranglegur Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson hefur unnið sigur yfir Gísla Marteini Baldurssyni í baráttunni um fyrsta sætið á lista Sjálfstæðimanna í Reykjavík, samkvæmt fyrstu tölum. Innlent 5.11.2005 20:22
Búið að telja 2.077 atkvæði Staða í prófkjöri Sjálfstæðismanna er á þann veg að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson heldur áfram fyrsta sætinu með 1.162 atkvæði, þegar 2.077 atkvæði höfðu verið talin fyrir stuttu. Hanna Birna Kristjánsdóttir er í 1.-2. sæti og Gísli Marteinn Baldursson er í 1.-3. sæti. Innlent 5.11.2005 19:48
Vilhjálmur áfram í 1. sæti Klukkan 19 var búið að telja 1.342 atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson er áfram í fyrsta sætinu. Innlent 5.11.2005 19:12
Vilhjálmur í efsta sæti eftir fyrstu talningu atkvæða Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson er í fyrsta sæti nú þegar 596 atkvæði hafa verið talin í prófkjöri Sjálfstæðismanna. Innlent 5.11.2005 18:12
Prófkjör Samfylkingarinnar gengur vel Prófkjör Samfylkingarinnar í Hafnarfirði gengur vel. Klukkan tvö höfðu um 300 manns kosið, en rúmlega 2.000 eru á kjörskrá. Innlent 5.11.2005 17:05
Hægt að refsa hér á landi Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur sent Birni Bjarnasyni, dómsmálaráðherra bréf þar sem farið er fram á að hann fyrirskipi opinbera rannsókn á meintum flutningum fanga um íslenska lofthelgi á vegum bandarísku leyniþjónustunnar. Innlent 4.11.2005 22:11
Um 4.000 greitt atkvæði hjá Sjálfstæðismönnum Tæplega fjögur þúsund sjálfstæðismenn höfðu greitt atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík þegar kjörfundi lauk klukkan níu í kvöld. Þar af höfðu um 1.200 greitt atkvæði utan kjörfundar. Innlent 4.11.2005 20:56
Segir kaupmátt í sögulegu hámarki Sérstök forsendunefnd Alþýðusambandsins og atvinnurekenda hefur ellefu daga til að úrskurða hvort grundvöllur kjarasamninga sé brostinn - vegna meiri verðbólgu en ráð var fyrir gert. Uppsögn kjarasamninga nú hefði skelfilegar afleiðingar fyrir allan vinnumarkaðinn, segir Ari Edwald og bendir á að kaupmáttur sé í sögulegu hámarki. Innlent 4.11.2005 18:46
Örykjum hafi fjölgað um þrjá hvern virkan dag frá áramótum Bílastyrkur til hreyfihamlaðra og aldraðra verður ekki afnuminn. Þetta tilkynnti Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra á Alþingi í dag þegar hann svaraði spurningum Helga Hjörvars við utandagskrárumræðu um fjölgun öryrkja og kjör þeirra. Ráðherra sagðist aldrei hafa haldið því fram að fólk færi á örorkubætur að gamni sínu, en benti á að öryrkjum hafi fjölgað um þrjá hvern virkan dag frá áramótum til 1. október og við því yrði að bregðast með einhverjum hætti. Innlent 4.11.2005 19:58