Innlent

Vil ekki með Samfylkinguni

Sigurjón Þórðarson segir u-beygju Samfylkingar í sjávarútvegsmálum útiloka hana frá samstarfi við Frjálslynda flokkinn.
Sigurjón Þórðarson segir u-beygju Samfylkingar í sjávarútvegsmálum útiloka hana frá samstarfi við Frjálslynda flokkinn.

"Samfylkingin er varla fýsilegur samstarfsflokkur fyrir okkur í Frjálslynda flokknum eftir þessa u-beygju í sjávarútvegsmálunum," segir Sigurjón Þórðarson þingmaður.

Hann hefur víða lýst yfir furðu sinni á málflutningi Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur á Landsþingi LÍU. "Svo virðist sem valdafíknin sé orðin svo mikil hjá Samfylkingunni að flokkurinn sé til í að taka málstað kvótaflokkanna því hvað er óafturkræfur nýtingaréttur sem Ingibjörg talar fyrir annað en eignarréttur," segir Sigurjón.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×