Stj.mál

Fréttamynd

Talsvert um smölun

Þó nokkur smölun í Sjálfstæðisflokkinn hefur þegar átt sér stað vegna prófkjörs flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Þá hafa um 250 manns þegar greitt atkvæði utan kjörstaðar.

Erlent
Fréttamynd

Hefur ekki áhyggjur af varnarviðræðum

Bandaríkjamenn skilja nauðsyn þess að hafa viðbúnað í Keflavík og varnarviðræðurnar eru í góðum farvegi. Þetta segir Halldór Blöndal formaður utanríkismálanefndar Alþingis, eftir fund nefndarinnar í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Rætt um stöðuna í varnarviðræðunum

Utanríkismálanefnd Alþingis kom saman til fundar klukkan kortér yfir átta í morgun, til að ræða stöðuna í viðræðum Íslendinga og Bandaríkjamanna um herstöðina á Keflavíkurflugvelli og varnarmál Íslands almennt.

Innlent
Fréttamynd

Bærinn vill kaupa starfsstöðina

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ, hefur óskað eftir viðræðum við stjórnendur Já Símaskrár, um að kaupa vinnustöð fyrirtækisins á Ísafirði. Beiðni Halldórs kemur í kjölfar þess að fyrirtækið ákvað að leggja starfsstöðina niður og flytja starfsemina annað en þar með glatast fimm störf á Ísafirði.

Innlent
Fréttamynd

Samþykkt að selja hitaveitu Ólafsfjarðar

Meirihluti bæjarstjórnar Ólafsfjarðar samþykkti á fundi sínum í gærkvöldi að selja hitaveitu bæjarins til Norðurorku á Akureyri fyrir 535 milljónir króna. Talsverð andstaða hefur verið meðal bæjarbúa við þessum áformum, en megnið af söluandvirðinu verður notað til að greiða niður skuldir bæjarins.

Innlent
Fréttamynd

Heimamenn afar ósáttir

Vestmannaeyingar eru ósáttir við að heimsókn þingmanna Suðurkjördæmis, sem hefjast átti í dag, skyldi vera frestað fram í næstu viku vegna slæms veðurútlits.

Innlent
Fréttamynd

Mjög alvarlegar athugasemdir segir Jóhanna

Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir mjög alvarlegar athugasemdir koma fram í úttekt Ríkisendurskoðunar á kaupum ríkisins á sérfræðiþjónustu á undanförnum árum.

Innlent
Fréttamynd

Þingi Norðurlandaráðs að ljúka

Þingi Norðurlandaráðs lýkur nú klukkan tvö eftir hádegið, en í morgun hafa samstarfsráðherrar norrænu ríkjanna meðal annars rætt fjármál, orkumál, nýsköpun og framtíðarskipulag norræns samstarfs.

Innlent
Fréttamynd

Minnihluti kynnti ráðamönnum hugmyndir sínar

Bæjarfulltrúar minnihlutans á Bolungarvík fóru á eigin vegum á fund félagsmálaráðherra og forsætisráðherra til að kynna þeim hugmyndir sínar um gangagerð úr Syðridal í Bolungarvík annað hvort í Vestfjarðagöng eða beint í Tungudal í Skutulsfirði.

Innlent
Fréttamynd

Huga að uppbyggingu á Sogni

Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur skipað starfshóp sem á að hafa huga að uppbyggingu við réttargeðdeildina á Sogni. Jón tilkynnti þetta á Sogni í gær þar sem hann var í heimsókn til að kynna sér starfsemina.

Innlent
Fréttamynd

Ríkisvaldið bregðist við háu gengi

Ef íslenska krónan stendur í stað eða hækkar getur það leitt til þess að sjávarútvegsfyrirtæki þurfi að hætta stafsemi. Afkoma sjávarútvegsfyrirtækja hefur versnað verulega undanfarna mánuði vegna sterkar stöðu krónunnar en Björgólfur Jóhannsson, formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna, vill að ríkisvaldið bregðist við.

Innlent
Fréttamynd

Norðurlandasamstarf á krossgötum

Endurskipulagning Norðurlandasamstarfsins er nauðsynleg, segir Sigríður Anna Þórðardóttir, samstarfsráðherra Norðurlanda. Stjórnmálamennirnir eru áhugalausir segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna.

Innlent
Fréttamynd

Norrænt samstarf er athvarf og heimili

Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir að aðild að Evrópusambandinu reki engan fleyg milli Norðurlandaþjóða utan og innan sambandsins. Í samtali við Fréttablaðið fjallar hann um gildi samstarfsins og aðsteðjandi hættur.

Innlent
Fréttamynd

Endurskoðar bensínstyrkinn

Heilbrigðisráðherra, Jón Kristjánsson, segist vera að endurskoða ákvörðun um afnám bensínstyrks til öryrkja. Samkvæmt tillögu ráðherra stóð til að fella hann niður frá áramótum.

Innlent
Fréttamynd

Auknar líkur á lokun herstöðvar í Keflavík

Líkurnar á að Keflavíkurstöðinni verði lokað stórjukust í dag þegar bandaríska utanríkisráðuneytið baðst undan því að koma að varnarviðræðum við Íslendinga. Þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna mun framvegis fara með forræði í málinu, sem þykir benda til þess að varnarmálaráðuneytið fái sínu framgengt.

Innlent
Fréttamynd

Menningarstofnunum og -nefndum fækkað um níu

Níu af tuttugu nefndum og stofnunum í menningarsamstarfinu verða lagðar niður, en starfsemi þeirra verður þó haldið áfram með ýmsu móti. Norrænu menningarmálaráðherrarnir ákváðu einróma á fundi sínum í dag að breyta skipulagi á menningarsamstarfi norrænu þjóðanna og gera það sveigjanlegra.

Innlent
Fréttamynd

Kostnaður vegna Símasölu hátt í 800 milljónir

Tíu milljónir af söluandvirði Símans fóru til framkvæmdanefndar um einkavæðingu vegna nefndarlauna og ferðakostnaðar. Auk þess fékk Morgan Stanley-fjárfestingabankinn greiddar 682 milljónir króna fyrir ráðgjöf sína.

Innlent
Fréttamynd

Sérfræðikostnaður nær tvöfaldast

Kostnaður hins opinbera við kaup á sérfræðiþjónustu nær tvöfaldaðist milli áranna 1998 og 2003 að því er fram kemur í úttekt Ríkisendurskoðunar sem unnin var að beiðni Jóhönnu Sigurðardóttur, þingmanns Samfylkingar.

Innlent
Fréttamynd

Norrænir karlar bera ábyrgð

Í tillögu sem liggur fyrir þingi Norðurlandaráðs í Reykjavík er þeim tilmælum beint til stjórnvalda á Norðurlöndum að þau hafi frumkvæði að rannsóknum sem upplýst geti hverjir standi á bak við mansal þannig að unnt verði að sækja þá til saka. Tillagan kemur frá svonefndri borgara- og neytendanefnd og er samin að frumkvæði flokkahóps vinstri sósíalista og grænna.

Innlent
Fréttamynd

Vinna saman gegn fuglaflensu

Norðurlöndin fimm ætla að vinna saman að vörnum gegn fuglaflensu. Markmið þessarar samvinnu er bæði að koma í veg fyrir faraldur og bregðast við ef hann brýst út.

Innlent
Fréttamynd

Fauk í Bandaríkjamenn

Það fauk í Bandaríkjamenn í kjölfar viðræðufunda með Íslendingum um varnarmál í síðustu viku í Washington. Í bandaríska varnarmálaráðuneytinu er vilji fyrir því að loka Keflavíkurstöðinni og hörð samningatækni Íslendinga gerir þeim sem bera á móti erfitt fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Íslenskar konur fyrirmynd annarra kvenna

Konur á Norðurlöndum eru fyrirmynd kvenna sem berjast fyrir jafnrétti í öðrum löndum. Þetta var meðal þess sem fram kom í ræðu Rannveigar Guðmundsdóttur, forseta Norðurlandaráðs, við setningu Norðurlandaráðsþings klukkan þrjú í dag. Rannveig sagði að þrátt fyrir þetta væru enn mörg verkefni óunnin hér á landi, meðal annars þurfi að vinna bug á ofbeldi gegn konum og börnum.

Innlent
Fréttamynd

Útiloka ekki samstarf við stjórnarandstöðu

Guðjón Arnar Kristjánsson formaður Frjálslynda flokksins segist ekki útiloka að Frjálslyndir myndu ganga til liðs við stjórnarandstöðuflokkana í kosningabandalgi að norskri fyrirmynd fyrir næstu alþingiskosningar. Hann segir það hins vegar skyldu stjórnarandstöðuflokkanna að stefna að ríkisstjórnarsamstarfi, falli ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar.

Innlent
Fréttamynd

Íslendingar hafa stuðning norrænna ríkja í öryggisráð

Jens Stoltenberg forsætisráðherra Noregs sagði að loknum fundi forsætisráðherra Norðurlandanna í Þjóðmenningarhúsinu í gær að Íslendingar hafi fullan stuðning hinna norrænu ríkjanna til framboðs í öryggisráð Sameinuðu Þjóðanna.

Erlent
Fréttamynd

Tólf takast á um fjögur sæti

Framboðsfrestur í lokuðu prófkjöri Samfylkingarinnar á Akureyri, vegna sveitarstjórnarkosninganna á næsta ári, rann út á föstudag. Alls sækjast tólf flokksmenn eftir fjórum efstu sætum framboðslistans en samkvæmt reglum prófkjörsins skulu þau skipuð tveimur konum og tveimur körlum.

Innlent
Fréttamynd

Umræðan á Íslandi hefur áhrif á skoðun Norðmanna

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hafði orð fyrir forsætisráðherrum Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna á blaðamannafundi í Reykjavík í gærkvöldi. "Viðræður okkar snérust einkum um samband Norðurlanda og Eystrasaltslandanna við ESB og tengslin milli ESB og Evrópska efnahagssvæðisins. Við ræddum einnig sambandið við Rússland og Úkraínu."

Innlent