Innlent

Íslenskar konur fyrirmynd annarra kvenna

Rannveig Guðmundsdóttir, forseti Norðurlandaráðs
Rannveig Guðmundsdóttir, forseti Norðurlandaráðs MYND/Vilhelm

Konur á Norðurlöndum eru fyrirmynd kvenna sem berjast fyrir jafnrétti í öðrum löndum. Þetta var meðal þess sem fram kom í ræðu Rannveigar Guðmundsdóttur, forseta Norðurlandaráðs, við setningu Norðurlandaráðsþings klukkan þrjú í dag. Rannveig sagði að þrátt fyrir þetta væru enn mörg verkefni óunnin hér á landi, meðal annars þurfi að vinna bug á ofbeldi gegn konum og börnum, mansali og kynbundnu launamisrétti. Rannveig fjallaði einnig um umhverfismál og sagði helstu umhverfisvána á norðurslóðum vera loftslagsbreytingar við norðurskaut. Þær hafi áhrif langt út fyrir það svæði, en hún sagði þessar loftslagsbreytingar skapa í senn alvarlegan umhverfisvanda og ný tækifæri. Líklegt væri nefnilega að í framtíðinni opnist ný siglingaleið milli Asíu og Evrópu og að tækifæri gefist til að nýta auðugar gas- og olíulindir á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×