Innlent

Menningarstofnunum og -nefndum fækkað um níu

Frá fundi Norðurlandaráðs.
Frá fundi Norðurlandaráðs. MYND/Hari

Níu af tuttugu nefndum og stofnunum í menningarsamstarfinu verða lagðar niður, en starfsemi þeirra verður þó haldið áfram með ýmsu móti. Norrænu menningarmálaráðherrarnir ákváðu einróma á fundi sínum í dag að breyta skipulagi á menningarsamstarfi norrænu þjóðanna og gera það sveigjanlegra.

Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Norðurlandaráði hafa skipulagsbreytingarnar í för með sér að minna fjármagni verður varið til stjórnsýslu og að meira fer í styrki til fjölbreyttra verkefna, ferðastyrki til listamanna, farandsýninga milli landa og nýrra verkefna og áætlana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×