Stj.mál

Fréttamynd

Andstaða við brottflutning vex

Andstaða við brottflutning gyðinga frá Gasasvæðinu fer vaxandi meðal almennings í Ísrael og palestínsk stjórnvöld gagnrýna hvernig að honum er staðið. Það eina sem Ariel Sharon virðist geta huggað sig við er að Hæstiréttur í Ísrael lagði blessun sína yfir fólksflutningana í dag.

Innlent
Fréttamynd

Hæfi Halldórs rannsakað

Ríkisendurskoðun ætlar að kanna hvort forsætisráðherra hafa verið vanhæfur til að fjalla um sölu ríkisbankanna á sínum tíma vegna tengsla við Skinney Þinganes og fyrirtæki S-hópsins sem keypti Búnaðarbankann. Forsætisráðherrann neitaði viðtali en segist fagna rannsókninni.

Innlent
Fréttamynd

Brottflutningur frá Gasa löglegur

Brottflutningur Ísraelsmanna frá Gasa og fjórum stöðum á Vesturbakkanum er löglegur samkvæmt dómi hæstaréttar Ísraels í dag. Andstaða við brottflutninginn fer þó stigmagnandi meðal almennings í Ísrael.

Erlent
Fréttamynd

Vafasömum lögum aflétt í Sýrlandi

Baath-flokkurinn í Sýrlandi, sem hefur öllu ráðið þar áratugum saman, hefur ákveðið að aflétta neyðarlögum sem hafa verið í gildi í fjörutíu og tvö ár. Þau leyfa yfirvöldum að handtaka borgara og rétta yfir þeim án rökstuðnings eða sjáanlegrar ástæðu. Lögin munu nú aðeins ná yfir brot á lögum sem varða þjóðaröryggi.

Erlent
Fréttamynd

Unnið gegn heimilisofbeldi

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur falið verkefnisstjórn um heilsufar kvenna að skoða ákveðna þætti í heilbrigðisþjónustunni til að vinna gegn heimilisofbeldi og bæta þjónustu og stuðning við þolendur heimilisofbeldis.

Innlent
Fréttamynd

Stefnan að hafa álverið á Húsavík

Iðnaðarráðuneytið hefur sett stefnuna á Húsavík við undirbúning álvers á Norðurlandi og miðast vinna við val virkjanakosta nú við þá staðsetningu. Gert er ráð fyrir að jarðgufuvirkjanir í innan við fimmtíu kílómetra fjarlægð frá Húsavík geti annað raforkuþörf meðalstórs álvers.

Innlent
Fréttamynd

Ólafur sakaður um málþóf

Ólafur F. Magnússon lagði í fyrradag til á borgarstjórnarfundi að heimildir til niðurrifs sjö gamalla húsa yrðu dregnar til baka. Húsin eru milli Smiðjustígs og Vatnsstígs og fimm þeirra eru frá 19. öld.

Innlent
Fréttamynd

Fjölmiðlaeinokun aflétt?

Sýrlensk yfirvöld lýstu því yfir í dag að til greina kæmi að aflétta einokun Baath-flokksins á fjölmiðlum. Ríkið á nú og rekur þrjú dagblöð á arabísku, eitt sem kemur út á ensku, einu sjónvarpsstöðina og einu útvarpsstöðina sem leyft er að útvarpa pólitísku efni.

Erlent
Fréttamynd

Ráðherrar gefa 2/3 mánaðarlauna

Ráðherrarnir í ríkisstjórn Afríkuríkisins Níger hafa lofað að gefa tvo þriðju mánaðarlauna sinna til hungraðra í landinu. Það eru um sextíu og fimm þúsund krónur. Forsætisráðherrann ætlar að gefa tvöfalda þá upphæð.

Erlent
Fréttamynd

Skuldir Afríkuríkja afskrifaðar

George Bush Bandaríkjaforseti og Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, greindu frá því eftir fund þeirra í Washington í gær að þeir væru að leggja drög að áætlun um að allar skuldir fátækustu ríkja Afríku, sem talin væru fylgja umbótastefnu, yrðu afskrifaðar. 

Erlent
Fréttamynd

N-Kóreumenn gefa eftir

Norður-Kóreumenn eru reiðubúnir að mæta á ný til sex ríkja viðræðna um framtíð kjarnorkuáætlunar sinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu sem bandaríska utanríkisráðuneytið sendi frá sér í gær.

Erlent
Fréttamynd

Dagný bendi á dæmi

Dagný Jónsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, telur að Kristinn H. Gunnarsson flokksbróðir hennar á Alþingi, sé vandamál í Framsóknarflokknum og þingmaðurinn tæti niður mál sem séu flokknum góð og þörf. Þessu hélt Dagný fram í RÚVAK í gær í umræðum um fylgi flokksins og skoðanakannanir. Kristinn H. Gunnarsson segir að orð Dagnýjar þarfnist rökstuðnings.

Innlent
Fréttamynd

Tillaga um vítur á Barroso felld

Evrópuþingið felldi í dag tillögu um vítur á forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Jose Manuel Barroso, fyrir að fara í siglingu á snekkju grísks auðjöfurs. 589 greiddu atkvæði gegn henni en aðeins þrjátíu og fimm með, auk þess sem þrjátíu og fimm sátu hjá.

Erlent
Fréttamynd

Margir sækjast eftir efsta sætinu

Allt eins getur farið að þrír eða fleiri muni keppa um fyrsta sætið í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík í haust. Enginn hefur þó lýst því opinberlega yfir að hann gefi kost á sér til forystu fyrir flokkinn í Reykjavík að undanskildum Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni, oddvita borgarstjórnarflokksins.

Innlent
Fréttamynd

Samningum lokið í næsta mánuði?

Þriðju samningalotu fríverslunarviðræðna EFTA-ríkjanna og Suður-Kóreu er lokið. Í vefriti viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins segir að gerlegt eigi að vera að ljúka samningum í næstu lotu sem verður í Seúl í byrjun júlí.

Innlent
Fréttamynd

Ósætti í fjárlaganefnd

Meirihluti fjárlaganefndar samþykkti í dag, í trássi við vilja stjórnarandstöðunnar, að hætta athugun á einkavæðingu bankanna. Stjórnarandstaðan segir mörgum spurningum enn ósvarað. Lúðvík Bergvinsson alþingismaður segir að stjórnarandstaðan muni nú íhuga hvort þess verði krafist að þing verði kallað saman vegna málsins.

Innlent
Fréttamynd

Landbúnaðarráðherra ekki vanhæfur

Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra var ekki vanhæfur þegar hann skipaði í embætti rektors Landbúnaðarháskóla Íslands, að mati umboðsmanns Alþingis. Umsækjandi sem ekki fékk stöðuna kvartaði til umboðsmanns og taldi að ráðherra hafi verið vanhæfur vegna vinskapar við þann sem fékk stöðuna.

Innlent
Fréttamynd

Fjallar ekki frekar um bankasölu

Löngum fundi fjárlaganefndar með ríkisendurskoðanda og framkvæmdanefnd um einkavæðingu lauk í gær með samþykkt meirihlutans um að nefndin fjallaði ekki frekar um málið. "Það kom margt fram á fundinum sem kallaði á frekari útskýringar," sagði Lúðvík Bergvinsson þingmaður Samfylkingarinnar eftir fundinn.

Innlent
Fréttamynd

Kennedy leitaði lausnar

Nýbirt skjöl sýna að John F. Kennedy, forseti Bandaríkjanna, reyndi að finna diplómatíska lausn á Víetnamstríðinu með leynilegum samningaviðræðum við Rússa og Norður-Víetnama.

Erlent
Fréttamynd

Telur Skerjafjarðarveg óraunhæfan

Samgönguráðherra líst illa á hugmyndir Reykjavíkurlistans um hraðbraut yfir Skerjafjörðinn. Álftnesingar segja að borgaryfirvöld hafi ekkert rætt við þau um málið. Ekki er langt síðan hugað var að framkvæmdinni en þá þótti hún óhagkvæm.

Innlent
Fréttamynd

Setur ofan í við umboðsmann

Landbúnaðarráðherra setur ofan í við umboðsmann Alþingis og segir ákveðna hluti í nýju áliti hans ekki vera í verkahring umboðsmanns eða á hans valdi.

Innlent
Fréttamynd

Prófkjör síðla hausts

Prófkjör vegna uppstillingar á lista Sjálfstæðisflokksins við borgarstjórnarkosningarnar 27. maí 2006 verður haldið mánaðamótin október nóvember næstkomandi. Þetta var ákveðið á fundi stjórnar Varðar fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins sem haldinn var í dag og verður prófkjörið lagt til við fulltrúaráðsfund í byrjun september.

Innlent
Fréttamynd

Ræða þrískiptingu ríkisvalds

Hvernig á að tryggja þrískiptingu ríkisvaldsins? Það er spurningin sem Þjóðarhreyfingin veltir upp á fundi í kvöld að gefnu tilefni og á fundarstað sem ekki er valinn af handahófi.

Innlent
Fréttamynd

Alþjóðleg samkeppni um Vatnsmýri

Undirbúningur er nú hafinn að alþjóðlegri samkeppni um framtíðarskipulag Vatnsmýrarinnar. "Við teljum að þetta sé einstakt tækifæri til að halda alþjóðlega samkeppni um stórt lykilsvæði í hjarta höfuðborgar," segir Dagur B. Eggertsson. "Þetta hefur allt til að bera til að vekja heimsathygli meðal arkitekta og skipulagsfræðinga."

Innlent
Fréttamynd

Kanna jarðhita á Grænlandi

Iðnaðarráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í morgun samstarfssamning sem gerður hefur verið við Grænland um orkumál. Samningurinn fylgir í kjölfar þess að sveitarfélag á Diskó-eyju á Grænlandi óskaði eftir samstarfi um það hvort og hvernig væri hægt að nýta 19 gráðna heitt vatn sem fundist hefur á eynni. Iðnaðarráðuneytið hefur falið Íslenskum orkurannsóknum að kanna jarðhitann og hefjast jarðfræðirannsóknir í ágúst næstkomandi.

Innlent
Fréttamynd

Undrast aðgerðaleysi stjórnvalda

Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitastjóri í Raufarhafnarhreppi, segist hafa orðið fyrir vonbrigðum með lítinn stuðning stjórnvalda, sem vilyrði var gefið fyrir þegar staðurinn gekk í gegnum mikla erfiðleika. "Ég hélt að það væri meira kjöt á þessum beinum ríkisstjórnarinnar, því það hefur ekki farið mikið fyrir þeim stuðningi sem talað var um".

Innlent
Fréttamynd

39 hrefnur verði veiddar í ár

Hafrannsóknastofnunin leggur til að leyft verði að veiða 39 hrefnur til vísindarannsókna í ár. Sjávarútvegsráðherra segir að hrefnur verði veiddar þetta sumarið en hefur ekki tekið ákvörðum um hversu margar þær verða.

Innlent
Fréttamynd

Skipulagsmál helsta kosningamál

Tæpu ári fyrir næstu borgarstjórnarkosningar bendir flest til þess að skipulagsmál verði helsta kosningamálið. Fyrir rúmri viku kynntu sjálfstæðismenn hugmyndir um eyjabyggð í Reykjavík en í dag kynnti borgarfulltrúi R-listans tillögu um framtíðarbyggð á Vatnsmýrarsvæðinu með tengingu við Álftanes.

Innlent
Fréttamynd

Verður við hátíðahöld í Noregi

Halldór Blöndal, forseti Alþingis, og eiginkona hans, Kristrún Eymundsdóttir, verða viðstödd hátíðarhöld í Noregi á morgun þar sem þess verður minnst að öld er liðin frá sambandsslitum Noregs og Svíþjóðar og endurreisnar konungdæmis í Noregi. Hátíðarsamkoma verður í þinghúsinu í Ósló vegna þessa.

Innlent