Bandaríkin

Fréttamynd

Selur hlutabréf til að borga tvö þúsund milljarða í skatta

Elon Musk, auðugasti maður heims, spurði nýverið tugi milljóna fylgjendur sína á Twitter að því hvort hann ætti að selja tíu prósent hlutabréfa sinna í Tesla, bílafyrirtækinu sem hann stofnaði. Musk sagðist ætla að una ákvörðun Twitter, en 58 prósent þeirra sem tóku þátt sögðu honum að selja.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Slaka á ferða­banni til Banda­ríkjanna

Frá og með miðnætti aðfaranótt mánudags, að staðartíma í Bandaríkjunum, verður ferðabanni til landsins aflétt. Það hefur verið í gildi síðustu 20 mánuði vegna faraldurs kórónuveirunnar. Með afléttingu verður fullbólusettum ferðalöngum heimilt að fara til Bandaríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

Fannst nakinn inni í vegg á karla­klósetti

Slökkviðið í Syracuse í New York-ríki í Bandaríkjunum lenti í einkennilegu útkalli á föstudag þar sem þeir þurftu að bjarga nöktum manni út úr vegg í leikhúsi þar í borg.

Erlent
Fréttamynd

Full­trúa­deildin sam­þykkti inn­viða­frum­varp Bidens

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í nótt frumvarp um meiriháttar innviðauppbyggingu og samgönguumbætur. Verður um 1.000 milljörðum varið í það verkefni á komandi áratug. Er þetta talinn áfangasigur fyrir Joe Biden forseta, en þetta er annað af tveimur lykilmálum forsetans, sem hefur lent í vandræðum með að sannfæra félaga sína í Demókrataflokknum.

Erlent
Fréttamynd

Sons of Anarchy-stjarna látin

Bandaríski leikarinn William Lucking, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í þáttunum Sons of Anarchy, er látinn. Hann var áttræður þegar hann lést.

Lífið
Fréttamynd

Britney kennir mömmu sinni um sjálfræðismissinn

Ofurstjarnan Britney Spears segist kenna móður sinni um að faðir hennara hafi farið með forræði yfir henni síðustu þrettán ár. Söngkonan hefur lítið sem ekkert haft um fjármál sín eða einkamál að segja þennan rúma áratug. 

Erlent
Fréttamynd

Árangur Repúblikana skekur Demó­krata­flokkinn

Demókratar hafa áhyggjur af því að niðurstöður ríkisstjórakosninga í Virginíu gefi til kynna að þingkosningarnar á næsta ári muni reynast flokknum erfiðar. Ríkisstjóri Virginíu, sem er Demókrati, tókst ekki að halda embættinu og það þrátt fyrir að Joe Biden, forseti, hafi sigrað Donald Trump með tíu prósentustigum í Virginíu í fyrra.

Erlent
Fréttamynd

Tekur við borgar­stjóra­stólnum af Bill DeBlasio

Demókratinn Eric Adams vann líkt og búist var við sigur í kosningum um nýjan borgarstjóra New York borgar. AP segir hann hafa haft betur gegn frambjóðenda Repúblikana, Curtis Silwa og muni því taka við embættinu af Bill DeBlasio sem hefur gegnt stöðunni frá árinu 2014.

Erlent
Fréttamynd

Sigldu á ó­þekkt neðan­sjávar­fjall

Kafbátnum USS Connecticut var siglt á neðansjávarfjall sem hafði aldrei verið kortlagt. Minnst tólf sjóliðar slösuðust og kjarnorkukafbáturinn skemmdist töluvert þegar honum var siglt á fjallið í grennd við Suður-Kínahaf í upphafi síðasta mánaðar.

Erlent