Bandaríski seðlabankinn hækkar líka vexti Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 23. mars 2023 07:46 Vextir í Bandaríkjunum hafa ekki verið hærri síðan á því herrans ári 2007. AP Photo/Seth Wenig Bandaríski Seðlabankinn hefur ákveðið að hækka stýrivexti í landinu þrátt fyrir áhyggjur manna af því að slík aðgerð gæti aukið á óróann á fjármálamörkuðum en þar í landi hafa bankar verið að lenda í miklum vandræðum. Vextirnir voru að þessu sinni hækkaðir um 25 punkta og verða því hér eftir fimm prósent og hafa ekki verið hærri þar í landi síðan árið 2007. Þetta var níunda vaxtahækkunin í röð í Bandaríkjunum en fyrir um ári voru vextir við það að vera neikvæðir en Seðlabanki Íslands er á svipaðri vegferð og hækkaði vextina í tólfta sinn í röð í gær. Verðbólga í Bandaríkjunum mælist nú um 6 prósent og seðlabankastjórinn Jay Powell segir tilgang vaxtahækkana að koma böndum á hana. Powell fullyrti einnig þegar tilkynnt var um hækkunina að bankakerfið vestra væri stöðugt og á sterkum grunni og að bankar á borð við Silicon Valley sem fór á hausinn á dögunum væru undantekningartilfelli. Á morgun er síðan vaxtaákvörðun hjá Seðlabanka Bretlands en þar í landi mælist verðbólgan nú 10,4 prósent sem kom greiningaraðilum í opna skjöldu á dögunum. Bandaríkin Fjármálamarkaðir Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Vextirnir voru að þessu sinni hækkaðir um 25 punkta og verða því hér eftir fimm prósent og hafa ekki verið hærri þar í landi síðan árið 2007. Þetta var níunda vaxtahækkunin í röð í Bandaríkjunum en fyrir um ári voru vextir við það að vera neikvæðir en Seðlabanki Íslands er á svipaðri vegferð og hækkaði vextina í tólfta sinn í röð í gær. Verðbólga í Bandaríkjunum mælist nú um 6 prósent og seðlabankastjórinn Jay Powell segir tilgang vaxtahækkana að koma böndum á hana. Powell fullyrti einnig þegar tilkynnt var um hækkunina að bankakerfið vestra væri stöðugt og á sterkum grunni og að bankar á borð við Silicon Valley sem fór á hausinn á dögunum væru undantekningartilfelli. Á morgun er síðan vaxtaákvörðun hjá Seðlabanka Bretlands en þar í landi mælist verðbólgan nú 10,4 prósent sem kom greiningaraðilum í opna skjöldu á dögunum.
Bandaríkin Fjármálamarkaðir Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira